Skip to main content

Ólafsvaka í Kálfafellsstaðarkirkju 2022

tónleikar 1Tónleikar á Ólafsvöku í Kálfafellsstaðarkirkju  29. júlí 2022   voru fjölsóttir þetta árið enda heimsfrægt tónlistarfólk mætt á staðinn. Það voru þau Eyþór Gunnarsson og  Ellen Kristjánsdóttir, systurnar Sigga og Beta og bróðir þeirra Eyþór, en þau systkinin höfðu gert garðinn frægan í  Eurovisionkeppni vorsins 2022. Kálfafellsstaðarkirkja er einstaklega hentug til tónleikahalds og samstarf við kirkjuna um þennan einstæða atburð ár hvert ánægjulegt. Um leið er rifjuð upp sagan um dýrlinginn Ólaf helga en kirkjan var helguð honum í kaþólskum sið. Líkneski af Ólafi helga var gefið  í kirkjuna laust eftir aldamótin 1700 til að hrinda fornum álögum sem völva lagði á staðinn í frumkristni. Því miður rigndi hressilega þetta árið svo ekki var hægt að heimsækja leiði völvunnar undir Hellaklettum en viðburðurinn hefur einnig þann tilgang að halda á lífi fornum sögum og vitneskju um þær minjar í landslagi sem enn eru greinilegar og tengjast þessum forna ákvæði um örlög völvunnar á Kálfafellsstað.
Stórkostlegan flutning fjölskyldunnar á sálminum forna Heyr himnasmiður má heyra hér: https://www.youtube.com/watch?v=xJZKSwsYUeA

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 0
Gestir þennan mánuð: ... 27
Gestir á þessu ári: ... 104549