Skip to main content

Skemmtileg heimsókn

Þórbergur á ferðalagiEinn sólardag í sumar komu hjónin Þorvaldur Gylfason og Anna Karitas Bjarnadóttir færandi hendi í Þórbergssetur. Var mikill asi á þeim, en þau sögðust hafa í farteskinu mynd sem tengdamóðir Önnu gaf henni. Tengdamóðir hennar var Guðrún Vilmundardóttir, dóttir Vilmundar Jónssonar landlæknis sem bjó lengi á Ísafirði eða allt til ársins 1931.. Hann var Skaftfellingur í móðurætt og mikill vinur Þórbergs Þórðarsonar. Þórbergur heimsótti hann oft og dvaldi langdvölum hjá fjölskyldu hans vestur á Ísafirði. Myndin hefur verið tekin á einhverjum af ferðalögum þeirra fyrir vestan og þá sennilega fyrir 1930, en ekki er vitað nákvæmlega um tildrög þeirrar ferðar. Myndin hefur án efa verið afskaplega nýstárleg á þeim tíma, þrír flottir stælgæjar saman á ferðalagi á nýmóðins fararskjóta. Þórbergur er lengst til vinstri á myndinni, Vilmundur í miðjunni en ekki er vitað hver þessi einkennisklæddi bílstjóri er.  Myndin verður innrömmuð og sett inn á sýninguna í Þórbergssetri við fyrsta tækifæri. Þórbergssetur þakkar þeim hjónum gjöfina og þann góða hug sem henni fylgir og hressilega heimsókn í Þórbergssetur sumarið 2022.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 118
Gestir þennan mánuð: ... 8655
Gestir á þessu ári: ... 16695