Skip to main content

Sunnudagskaffi og bókakynning í Þórbergssetri

GaribaldiÞað var fámennt en góðmennt á bókakynningu skáldsins Garibalda í Þórbergssetri á miðju sumri.  Garibaldi las þar úr bók sinni ,,Drauminn dvelur" . Boðið var upp á kaffiveitingar að sveitasvið á eftir og spjallað saman. Garðar dvaldi þessa viku á Sléttaleiti sem að er hús í eigu Rithöfundasambands Íslands. Nágrannar Þórbergsseturs í skáldastétt sem búa á Sléttaleiti tímabundið koma því oft við í Þórbergssetri. Segja má að umhverfi Sléttaleitis sé kyngimagnað og hefur án efa haft áhrif á einhverja höfunda sem þar hafa dvalið við ritstörf undanfarin ár. 
 
Garibaldi er skáldanafn Garðars Baldvinssonar. Hann er fæddur 1954 og hefur starfað sem rithöfundur frá árinu 1982, en hann endurfæddist til nýs lífs eftir sviplegt fráfall tveggja bræðra sinna vorið 1980 og fór þá að elta drauma sína um menntun og ritstörf. Garibaldi fjallar í bókinni um æsku sína á afar nýstárlegan hátt. Textinn er að mestu frá sjónarhóli lítils drengs sem horfir á og heyrir það sem gerist fyrir augum hans. Einnig lesum við um hugsanir þessa drengs eins og þær koma fram í huga hans. Þessi aðferð kann að vera einsdæmi í íslenskum bókmenntum og jafnvel þótt víðar væri leitað. Inn á milli eru fáeinir kaflar þar sem fullorðni maðurinn fjallar um tiltekin mál eins og heimsókn barnaverndarnefndar. Einnig skrifar fullorðni maðurinn nokkur bréf til litla drengsins, móður sinnar og að lokum til föður síns. Þessi bréf varpa sjaldgæfu ljósi á upplifun og reynslu lítils barns. sjá nánar https://garibaldi.is

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 0
Gestir þennan mánuð: ... 7800
Gestir á þessu ári: ... 85862