Skip to main content

Eymundur og Halldóra - kynning á rannsóknarverkefni

Eumundur og HalldóraÞann 19. maí var haldin kynning í Nýheimum á verkefni sem Gísli Sverrir Árnason vinnur að á vegum Þórbergsseturs og einkaaðila um ævi og störf hjónanna frá Dilksnesi, Eymundar Jónssonar og Halldóru Stefánsdóttur. Nokkrir ættingjar og áhugafólk voru mætt og einnig var fyrirlesturinn sendur út um allan heim til að kynna fyrir afkomendum þeirra hjóna hvar verkefnið er statt og hvernig vinnu við það hefur verið háttað. Saga þeirra Eymundar og Halldóru  er jafnframt saga Skaftfellinga á 19. öld sem spannar vítt svið allt frá kotbúskap fátæks fólks í örbirgð og erfiðleikum til þess tíma  þegar fólk  fór að leita betra lífs og hafði von um tryggari lífsafkomu. Saga þeirra hjóna blandast sögu Skaftfellinga er fóru til Vesturheims og varpar um leið ljósi á hvernig vaknaði framfarahugur meðal þjóðarinnar í byrjun 20. aldarinnar og ýmsar tækniframfarir leiddu til betra mannlífs og bættra samgangna. 
  
Kynninguna má nálgast á You Tube síðu Þórbergsseturs  https://www.youtube.com/watch?v=SeI9jtHXpTI

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 163
Gestir þennan mánuð: ... 9036
Gestir á þessu ári: ... 17076