Skip to main content

Fornleifaskráning í landi Breiðabólsstaðarbæja í Suðursveit

CleanShot 2022 12 13 at 11.17.522xFyrir nokkru síðan var lokið fornleifaskráningu á Breiðabólsstaðarbæjum jafnframt deiliskipulagsvinnu á svæðinu. Sigríður Guðný Björgvinsdóttir landfræðingur vann að skráningunni í samvinnu við heimamenn. Ljóst er að þarna var um mjög mikilvæga vinnu að ræða til að bjarga þekkingu frá eldri kynslóðum og miðla þeim síðan áfram til ókominna ára.

Sigríður gaf leyfi til að birta fornleifaskráninguna á Þórbergsvefnum, en mjög víða er einmitt vitnað í og stuðst við frásögur þeirra bræðra Þórbergs Þórðarsonar og Steinþórs Þórðarsonar enda má segja að svæðið sem unnið var á sé sögusvið Suðursveitabóka Þórbergs. 

Því er ljóst að þarna er komin víðtæk þekking á húsaskipan og landnýtingu á Breiðabólsstaðartorfunni frá þeim tíma er þeir bræður voru að alast upp í lok 19. aldar, en jafnframt vitnað til eldri vitneskju þar sem það á við.

Fornleifaskráningin er því birt hér í heild sinni.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 0
Gestir þennan mánuð: ... 27
Gestir á þessu ári: ... 104549