Skip to main content

Hrossakjötshelgin á Hala

Langfjölmennasta hrossakjötsmótið á Hala var haldið í Þórbergssetri helgina 14 - 16 apríl. Alls spiluðu 88 bridgespilar alls staðar af á landinu. Segja má að spilað hafi verið linnulaust frá föstudagskvöldi til klukkan 2 á sunnudegi. Þess á milli voru teknar góðar matarpásur. Á hverju ári bragðast hrossakjötið alltaf best og bleikjuhlaðborðið í sunnudagshádegi vekur líka mikla ánægju. Segja má að mótið sé mjög að hætti Suðursveitunga frá þeim tíma er Torfi Steinþórsson á Hala hélt uppi spilamennsku og hrossakjötsáti í Suðursveit enda haldið til minningar um hann . Í hópnum eru nokkrir spilarar sem komið hafa nánast á hverju ári síðan 2007 en þá var fyrsta mótið og mættu þá 32 spilarar. Fjölmargir Skaftfellingar  voru fyrstu árin en fækkað hefur mjög í þeim hópi heimamanna sem sækja spilamennskuna. Mótið er á skrá hjá Bridgesambandi Íslands og gefin eru  silfurstig fyrir þátttöku á mótinu. Sigurvegarar árið 2023 voru Hermann Friðriksson og Stefán Jónsson með 60% skor. Í öðru sæti voru Vigfús Pálsson og Guðmundur Skúlason og í þriðja sæti Halldór Þorvaldsson og Magnús Sverrisson. Konum hefur fjölgað mjög í hópi spilara og var Ingibjörg Guðmundsdóttir með bestan árangurinn í 10. sæti ásamt makker sínum Guðmundi Birki Þorkelssyni. Mótsstjóri var Þórður Ingólfsson og stjórnaði mótinu nú sem fyrr af röggsemi. Nýjasta tölvutækni er notuð og birtast úrslit úr hverju spili jafnóðum á veraldarvefnum

Öll úrslit á mótinu má sjá á eftirfarandi tengli  https://urslit.bridge.is/.../f1e483df-1483-4a86-82d9..

 

Bridgemót

 

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 0
Gestir þennan mánuð: ... 27
Gestir á þessu ári: ... 104549