Skip to main content

Ólafsmessa í Kálfafellsstaðarkirkju

 Myndlýsing ekki til staðar.Tónleikar og helgistund í Kálfafellsstaðarkirkju í tilefni Ólafsmessu verða fimmtudagskvöldið 27. júlí kl. 20:00. Svanlaug Jóhannsdóttir er gestur á tónleikunum, og kynnir sig sem söngkonu sem segir sögur. Hún ber listamannsheitið Svana.

Dagskráin hefst með helgistund, síðan taka við tónleikar Svönu og þar frumflytur Svana lag sem er óður til völvunnar á Kálfafellsstað. Ljóðið um völvuna er eftir Sigrúnu Valgeirssdóttur kvikmyndagerðarkonu, en lagið eftir Unu Stefánsdóttur tónskáld. Undirleikari er Reynir del Norte.

Að loknum tónleikunum verður farið niður að leiði völvunnar undir Hellaklettum og þar verður endurfluttur óðurinn til völvunnar. Steinunn Jónsdóttir söngkona , ein af Reykjavíkurdætrum flytur þar tónverkið ásamt Svönu. Saga völvunnar og tónleikarnir í Kálfafellsstaðarkirkju hafa því haft áhrif á listsköpun nútímalistamanna og verða kirkjugestir sem mæta í kirkjuna og við Völvuleiðið vitni að merkum listgjörningi tengdum þessari ævagömlu sögu.

Allir eru velkomnir að njóta stundarinnar í Kálfafellsstaðarkirkju og við Völvuleiðið að kvöldi dags 27. júlí næstkomandi. 

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 94
Gestir þennan mánuð: ... 6619
Gestir á þessu ári: ... 24642