Skip to main content

Kennaraskólanemar í D- bekk, útskriftarárgangur ársins 1972 í heimsókn á Hala

kennó Þann 13. maí 2023 komu í heimsókn á Hala, útskriftarnemendur ársins 1972 frá Kennaraskóla Íslands. og makar þeirra alls 15 manns.  Dvöldu þau í tvo daga , fengu á veitingahúsinu allan viðurgjörning og sett var upp fyrir þau sérstök menningardagskrá. Forstöðumaður Þórbergsseturs var í  hópnum og fagnaði  því sérstaklega heimsókn þeirra og lagði sig fram um að gera þeim dvölina sem ánægjulegasta.  Sumir komu um langan veg erlendis frá m.a. fá Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Spáni og segja má að endurfundir  eftir hálfa öld hafi sannarlega verið rétt eins og öll árin væru horfin á braut og  allir ungir  í anda sem aldrei fyrr. 

Tíminn var nýttur vel, en Suðursveit, sjálf sveit sólar -  heilsaði þeim með veðurspá upp á rok og rigningu daginn eftir. Því var brugðið á það ráð að fara í kvöldgöngu og rannsaka umhverfið á meðan veðrið hélst þurrt. Morguninn eftir gerðist hópurinn árrisull og skellti sér í fyrirhugaða jöklaferð inn í Þröng áður en veðrið skall á. Segja má að það hafi verið hápunktur dagsins að ná því að rannsaka jöklalandslagið á þeim stað þar sem Breiðamerkurjökull hefur hopað svo hratt sem raun ber vitni. Greina má auðveldlega hvernig hrammur jökulsins hefur skafið hlíðarnar og hrjóstrugt landslagið á jörðu niðri er í raun botninn, sem jökullin yfirgaf fyrir aðeins fáum árum.. Sjá má hvernig gróðurinn eltir jökulinn og gaman var að greina tegundir blómgróðurs  sem var að lifna með vorinu og nema land í jökulleirnum.  Það passaði til að þegar fyrstu droparnir féllu náðu göngugarparnir aftur að bílunum og haldið var heim í kjötsúpu og notalega inniveru á meðan regnið buldi á rúðunum það sem eftir var dags. 

Þá kom að Þórbergi að skemmta okkur. Þorbjörg  sýndi fyrst kvikmynd af Breiðamerkursandi sem sýndi landmótun og hopun jökla. Síðan var spiluð skyggnusýning þar sem saman fóru myndir úr umhverfinu og textar  Þórbergs, verkefni um skráningu fornminja og  ýmislegt fleira. sjá www.bustuminjar.is og fornar rustir og busetuminjar feisbókarsíða svo og www.thorbergur.is. 

Kvölddagskráin byrjaði með heimsókn á safnið þar sem fannst gott rekið koníak og rauðvín og spilaðar voru sögur Þórbergs með röddu Jóns Hjartarsonar leikara. Steinþór á Hala söng barnagælur með sinni skæru söngröddu, en fjölmargar upptökur eru til með söng hans og skemmtilegum sögum frá liðinni tíð.  Síðan var etinn sveitamaturinn og skemmt sér fram eftir kvöldi við söng glens og gaman. Fjölnir og Þorbjörg á Hala þakka gestum sínum fyrir skemmtilegan félgsskap og Þorbjörg sérstaklega sínum elskulegu skólasystkinum  fyrir komuna,  þótti leitt að kveðja og fann fyrir söknuði í sálinni þegar allir voru horfnir á braut. 

Vonandi hittumst við fljótlega  hress og glöð á nýju ári. 

347110948 614331290726531 7742287666825458083 n.jpg þröng

 347118077 517069373816347 6786493825172016823 n.jpg þröng2

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 128
Gestir þennan mánuð: ... 6445
Gestir á þessu ári: ... 24469