Skip to main content

Álfar, völvur og esperantó í Þórbergssetri

Hundur í óskilumHin árlega bókmenntahátíð Þórbergsseturs verður haldin sunnudaginn 17. mars næstkomandi og hefst kl 13:00. Spennandi dagskrá þar sem skyggnst verður um í hugarheimi forfeðra og mæðra. Sagt verður frá lífi álfa, völvutrú afhjúpuð og flakkað um hulduheima bókmenntanna. Auk þess mun ,,Hundur í óskilum" skemmta okkur með söng og glensi.

Dagskráin er svohljóðandi:

13:00 Þingið sett

13:15 Álfar á hundavaði; Hjörleifur Hjartarson tónlistarmaður og skáld

13:45 Úr myndabók náttúrunnar; Rán Flygenring myndlistarmaður

14:15 Hundur í óskilum skemmtir með söng og glensi

14:40 Völvur á Íslandi á fyrri tíð og arfleifð þeirra; séra Sigurður Ægisson

15:10 Hvað leynist í hillunum? Heimsbókmenntirnar og bókasafn Íslenska esperantósambandsins; Benedikt Hjartarson, prófessor í bókmenntafræði

15:40 Kaffihlé og söngur

 

 

 

 

 

Álfar og flÞað er bókin Álfar, gefin út af þeim Hjörleifi Hjartarsyni og Rán Flygenring sem verður  fjallað um í tveimur fyrstu erindunum. Af öllum þeim fjölbreyttu verum og vættum sem fyrirfinnast í hulduheimum eru álfarnir líkastir okkur sjálfum í útliti og háttum, segir Hjörleifur Hjartarson. Þeir eru eins og spegilmynd af okkur. Kannski segja álfamyndir meira um okkur sjálf en þá. Í fyrirlestrinum verður farið á hundavaði yfir ýmsar þær vangaveltur um sambúð manna og álfa sem fram koma í bókinni „Álfar“ og hvernig álfasögur endurspegla, drauma og þrár, ótta og ástaróra og boð og bönn hins íslenska sveitasamfélags í þúsund ár., 

Rán FlygeringRán Flygenring er þekkt fyrir teikningar sínar og myndskreytingar í bókum sem gefnar hafa verið út á síðustu árum. Hún tjáir sig myndrænt og segir að með teikningu sé hægt að segja frá og rannsaka það sem erfitt er að festa í orð og texta. Myndmál er þannig kjörin aðferð til að hugsa og pæla með náttúrunni og því yfirnáttúrulega. Í þessu erindi verða tekin dæmi um virka í  notkun teikningar í þessu skyni, en við sögu koma álfar og fuglar, hestar, plöntur og eldgos.

Séra Sigurður Ægisson hefur verið að rannsaka sögur af völvum á Íslandi og arfleifð þeirra. Sögurnar af völvunum tengjast sterkt kvennasögu okkar. Víða í landslagi má enn greina völvuleiði og fylgja þeim gjarnan magnaðar sögur um álög og visku kvenna. Völvurnar. nutu mikillar virðingar, stundum reyndar óttablandinnar, enda voru þær á mörkum tveggja heima og höfðu vitneskju um það, sem flestum ððrum var hulið. 

Frá elstu tímum eru til sagnir um konur, sem vissu lengra nefi sínu. Þekktastar eru tvímælalaust völvurnar. Þær nutu mikillar virðingar, stundum reyndar óttablandinnar, enda voru þær á mörkum tveggja heima og höfðu vitneskju um það, sem flestum ððrum var hulið. Sumum þeirra fylgja magnaðar sögur og þær finnur þú í þessari einstöku bók.

Að lokum mun Benedikt Hjartarson bókmenntafræðingur leiða okkur inn í hulduheima heimsbókmenntanna end barst Þórbergssetri til varðveislu bókasafn Esperantósambands Ísland fyrr á þessu ári..Tengingar Íslands við menningarstrauma erlendis frá voru sterkar í gegnum esperantóhreyfinguna í byrjun 20. aldarinnar og því hefur hann margt forvitnilegt að segja í erindi sínu. 

,,Hundar í óskilum" munu síðan dúkka upp með skemmtiatriði á milli erinda

 Allir velkomnir í Þórbergssetur á bókmenntahátíð 2024

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 0
Gestir þennan mánuð: ... 6318
Gestir á þessu ári: ... 24341