Skip to main content

Bókmenntahátíð í Þórbergssetri

kaffiborð

 
Bókmenntahátiðin í Þórbergssetri var fjölsótt og gerður var góður rómur að dagskrá hátíðarinnar.
Dagskráin var fjölbreytt og tengdist bæði tónlist, myndlist og bókmenntum  á nýstárlegan hátt. Fjallað var um  hvernig mannfólkið  nýtti  töfra  álfatrúar, völvuspeki og alheimstungumálið esperantó til að eygja von um betri heim og  lifa af  erfiðleika og kröpp kjör fyrr á öldum, - sá hallir álfa í hillingum,  hlustaði á hinar margfróðu völvur spá um framtíðina og koma á friði milli þjóða ef allir töluð sama tungumálið., - esperantó. 

Gaman er að sjá og skynja listamenn samtímans leita í fornan menningararf og kalla fram hughrif og skýringar  á þeirri trú er lifði með þjóðinni allt fram á okkar daga, - að raunverulega væru til álfar og töll, útilegumenn og forynjur og hvernig þessar kynjaverur auðguðu ímyndunarafl og sagnaarf þjóðarinnar.. 

Við þurfum töfra í líf okkar, tilbreytingu og örvun hugans frá daglegu amstri, -  líka í nútímanum. Þá eru það listamenn, fræðimenn og sagnaþulir sem færa okkur þá gleði og fræðslu. Við fórum því margs vísari heim eftir einstaka dagskrá þessarra frábæru listamanna. Þórbergssetur þakkar fyrir skemmtilega stund og góða þátttoku heimafólks.

 
Dagskrá hátíðarinnar var eftirfarandi:
13:00 Þingið sett
13:15 Álfar á hundavaði; Hjörleifur Hjartarson tónlistarmaður og skáld
13:45 Úr myndabók náttúrunnar; Rán Flygenring myndlistarmaður
14:15 Hundur í óskilum skemmtir með söng og glensi
14:40 Völvur á Íslandi á fyrri tíð og arfleifð þeirra; séra Sigurður Ægisson
15:10 Hvað leynist í hillunum? Heimsbókmenntirnar og bókasafn Íslenska esperantósambandsins; Benedikt Hjartarson, prófessor í bókmenntafræði
15:40 Kaffi, kökur og spjall

Dagskrána má sjá í heild sinni á You Tube rás Þórbergsseturs https://www.youtube.com/watch?v=DzhqwvUTcF4   Upptakan er betri eftir fyrstu 5 mínútur

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 138
Gestir þennan mánuð: ... 6663
Gestir á þessu ári: ... 24686