Skip to main content

Reynivellir - örnefni

Stefán Einarsson prófessor:

Heimildarmaður:  Þorsteinn Guðmundsson, bóndi á Reynivöllum

23.  júlí 1961

Örnefni í túni og heimavið bæ:
Innan túngirðingar vestast er Heimaskriða(1), svo Myllutótt(2), Skrápflötur(3), dregur nafn af því,að hákallsskrápur var spýttur þarna til þurrks og notaður til skæðaskinns. Svo er Fiskagirðing vestri(4), sem til heyrði Efri-Bænum. Svo er Efsta-Lambhússenni(5), Vestri-Ekra(6), Mið-Ekra(7) og Eystri-Ekra(8). Þá er Hádegisþúfa(9). Á henni miðuðu dönsku mælingamennirnir hásuður á Reynivöllum. Þá er Árnalág(10), þá Skemmuskák(11), þá Völkuskák(12), þá Austurskákar(13), þá Kroppinbakur(14), steinn, sem oltið hefur ofan í túnið, þá annar steinn, kallaður Belgur(15), er setur fram maga.

Svo er Austurskákarenni(16) og þá Húðarbali(17), notaður til að spýta á húðir. Þá er Fiskagirðing eystri(18);hún tilheyrir Neðri-Bænum. Svoheitir Krókur(19), hornið efst og austast í túninu. Þá er Kálfsflötur(20), þá Stöðull(21) eða Stöðlatún(22). Þá er Neðrabæjarflatatún(23), þá Lindarbali(24), svo Svíri(25), það var þúfnakragi, sem gekk ofan í mýrina, en nú er búið að þurrka í kring og slétta. Svo eru Kristínarþúfur(26), nú slétt tún. (Kristín og Guðrún áttu part í jörðinni.) Svo er Eystri-Slétta(27), Vigfúsarreitur(28),(Vigfús var sláttumaður og sló þetta þúfnastykki á dag og þótti ekki mikið).Þá er Tóttarskák(29), þá Gatnatún(30) þá Guðrúnartún(31)(hún átti part í jörðinni), þá Traðarskák(32). Þá er Víti(33), var áður kargaþýfi og snöggt niður við mýri, er nú slétt tún. Þá kemur næst Hundraðstún(34), það fylgdi jarðarhundraði, sem keypt var, þá er Vondaskák(35), snögg, slegin seint, áburðarlítil, nú gott tún. Þá er að telja Efrabæjarflatatún(36). Þá er Illadýstangi(37), þá Illadý(38);ekki er hægt að þurrka það að fullu. Þá er Nautadý(39);þangað voru kýr reknar á vetrum að brynna þeim. Þá er Hvolpadý(40);þar var hvolpum drekkt í. Þá er Mangabrunnur(41), uppsprettulind neðan við tún; enginn veit um Manga. Þá er Lindarlág(42), þá er Mosatún(43), Mosatúnslág(44) og Mosatúnstótt(45). Þá er Kvíabali(46);þar voru hafðar færigrindur utan túns, en er nú tún. Þá er Klettisvöllur(47), óskýrt nafn. (Kletti var á magálum.
Grettir át í málið eitt
nautsmagál og kletti feitt,
flotfjórðung og fiska tólf,
fjóra laxa og endikólf.)
Kúagróf(48) er rétt við Klettisvöll; þær voru hældar þar eða tjóðraðar. Á túni er tótt, er kölluð var Lyddukofi(49);þar voru lítilfjörleg lömb fóðruð. Hjallstólpar(50) eru tóttarbrot, svo Fiskabyrgi(51), þar sem fiskur var stakkaður, svo að rigndi ekki á hann, og þaksett yfir. Þá er Hjalltótt(52) síðust í túni og gamall hjallur að auki. Þá er Rétt(53) ofarlega í túni.
Í mýrinni eru tvö Skriðuskipti(54), litla og stóra(54a), svo Skriðuskiptisdý(55), svo Siggugöt(56), smáfen í stærra Skriðuskiptinu. Þetta voru engjar, sem skipt var að fornu. Þá eru Bringur(57) niðri við girðingar. Þverskipti(58) var skák niðri í mýri, sem lá þvers. 63 örnefni í túni.
Örnefni á Sléttu(59):Landamerkin milli Fells og Reynivalla er Fellsfoss(60) í Hrollaugshólaskarð(61) og bein lína til sjávar. Austan við skarðið eru Austur-Hrollaugshólar(62). Framan undir hólunum er klettabyrgi, sem heitir Hólaskjól(63). Þar voru hafðir sauðir fyrr meir. Næst er Nausthóll(64), grasivaxinn klettur, allhár að framan, suðaustur af Hrollaugshólum. Hólabakki(65) er ofan við Hrollaugshóla austan við Fellsá(66). Þá er Grasbakki(67) ofar upp með Fellsá. Þá eru Móar(68) nær bæ og Móakvísl(69), sem lækir úr Reynivallafjalli(70) renna í. Þá er Götupollur(71), sama vatnið og Móakvísl,en dregur nafn af götu, sem ferðamenn fóru um heim að bænum, þar sem gatan lá yfir hann. Svo er Drafnarhraun(72), grasivaxinn klettur, í suðvestur frá bænum. Þá er Drafnarhraunskvísl(73),sem rennur rétt vestan Drafnarhrauns. Enginn veit um Dröfn, en það gæti verið ær- eða kýrnafn. Þá er Drafnarhraunsmýri(74) ofan við það. Þá er Hvítiflötur, þurrlendisbali í mýrinni, oft hvítur af sinu fram eftir. Þetta er Hvítiflötur vestri (75). Svo er Morpollur (76),óþrifalækur, sem myndast af Drafnarhraunskvísl og öðrum lækjum úr mýrunum og rennur til suðausturs og sameinast Móakvísl. Eftir það heitir vatnið Gildrahraunskvísl(77)(réttara Gildruhraunskvísl(78))-í henni veiddist oft stór urriði - og rennur til suðvesturs í Fellsá.Áður fyrri var dálítil silungsveiði í þessari kvísl.  Morpollsmýri(79) heitir ofan við Morpollinn (nafn sennilega dregið af litnum morleita). Þá er næst Gildrahraun(80) (eða réttara Gildruhraun(81)). Það er klofið af sprungu frá austri til vesturs, og voru þar hross rekin sem í gildru, er annars náðust illa. Í austur frá Gildrahrauni er Litla-Hraun(82), og í suður frá því er Langahraun(83). Inn í það að sunnan gengur kvos, sem heitir Langahraunsbás(84). Í suður frá Langahrauni er grashóll æðihár, sem heitir Miðhóll(85). Svæðið milli Miðhóls og Langahrauns heitir Reynivallafit(86) eða Fit(87), móaþýfi. Í suðaustur frá Miðhól er Miðhólmahraun(88). Það stendur út við (Breiðabólstaðar(89))Lónið(90). Íaustur frá því er Fiskilækjarhraun(91), líka við Lónið. Sléttlendið þarfyrirofan heitaLeirur(92), ernú grasivaxið,envar áðurí leiru. Austan við Langahraun er lítill klettur, sem heitir Græfnaklettur(93). Hann er klofinn að framan, og inn í klaufinni verpur toppönd alla tíð Þorsteins á Reynivöllum. Fyrir ofan Græfnaklett heita Græfur(94). Liggur grafningur framúr þeim miðjum og lækur, sem heitir Fiskilækur(95), þegar fram kemur úr Græfunum. Hann rennur til suðausturs og út í Lónið rétt fyrir austan Fiskilækjarhraun. Vestan við lækinn ofan til er allhár þúfnabakki, sem heitir Fiskilækjarbakki(96). Austan við Græfurnar við Fiskilækinn er allhár hóll og heitir Einbúi (97). Ofar, nokkuð vestan við Græfurnar, rétt við þjóðveginn vestur á Breiðamerkursand, er klapparhóll, grasi gróinn að nokkru, er heitir Kerlingarhóll(98). Í norðaustur frá honum uppi í mýrinni er dý eða fen, sem heitir Sortudý(99). Þar hefur sorta verið tekin til að lita með vaðmál. Komu kerlingar austan af bæjum að sækja sér sortu. Austur af Einbúa er hraun, fallegt, slétt að ofan, ekki allhátt, er heitir Fagrahraun(100). Austan við það er djúpur grafningur með háum bökkum og heitir Fagrahraunskyrki(101) (af kyrkja,kverk), síki með aðkrepptum háum bökkum, hættuleg skepnum.(Hestar voru kyrktir upp úr pyttum.)Fram úr því rennur lækur, sem heitir Fagrahraunslækur(102) og sameinast Fiskilæk, er fram á Leiruna(102a) kemur. Austur af Fagrahrauni heitir Vestasta-Borgarhraun(103), og þar fyrir austan skammt frá er MiðBorgarhraun(104). Þá er Austasta-Borgarhraun(105) (fjárborgir). Á því miðju er háþúfa; þar eru landamörk milli Reynivalla og Breiðabólstaðar, þegar þúfuna ber í lágt klettasker úti í Lóninu, er Markhólmi(106) heitir, og þaðan bein lína til sjávar og upp til fjalls. Við Borgarhraunin voru fjárborgir til forna, og sést móta fyrir þeim. Mýrasvæðið ofan hraunanna, sem nú voru talin, heita einu nafni Austurmýrar(107). Ofan til í mýrunum miðs vegar er valllendisflötur lítill, er heitir Hvítiflötur(108) (hvítur og seinn að spretta).
Nú er aftur byrjað að vestan og haldið austur með fjallshlíðinni. Svo sem fyrr segir, er Fellsfoss í mörkum milli Fells og Reynivalla. Austan við Fellsfoss er klettahnaus lágur, sem heitir Hvammshnaus(109), niður við ána. Upp af Hvammshnaus gengur hár og þverhníptur kambur vestur í gljúfrið og heitir Snagi(110)(snaji); má komast í hann að ofan um tæpt einstigi. Fyrir austan Hvammshnaus er stór valllendishvammur,er heitir Stóri-Hvammur (111). Þar er blómskrúð mikið á sumrum og skýlt fyrir veðrum öllum, enda tekur fljótt snjó úr þessum hvammi af sömu ástæðum. Upp undir klettunum eru ból, sem haldast græn allan veturinn. Austan við hvamminn rennur lækur úr fjallinu með mörgum fossum; hann heitir Hvammslækur(112). Austan við hann gengur klettarani fram úr fjalli og heitir Ranhóll (113). Upp á honum er æði stór valllendistorfa og heitir Ranhólstorfa(114). Ofan við Ranhólinn upp að löngu klettabelti frá austri til vesturs heita Fossar(115) einu nafni. Nokkrir lækir ofan úr fjallinu mynda þar fossa. Upp klettabeltið fyrir ofan fossana eru fjögur einstigi. Það vestasta heitir Heiðarsnið(116), þar næst Guðlaugargjót(117), hið þriðja Gvendarstigi(118) og fjórða Oddnýjarklöpp(119). Ekkert er vitað um þetta nema Guðlaugargjótina. Niður af Stórahvammi austan til er hraun á aurmelnum við Hvammslækinn, er Bláberjahraun(120) heitir. Þar voru bláber, en krökkum var tekinn strangur vari fyrir því að vera ekki með ólæti við hraunið vegna huldufólks. Austan við Bláberjahraun eru torfur, sem heita Innri-Hrafnamóar(121). Þar fyrir sunnan heitir Grjóthóll(122), jökulruðningur frá ísöld; svæðið er örfoka. Fyrir austan Grjóthól eru Eystri-Hrafnamóar(123);ná þeir upp undir Ranhólinn. Um miðja Hrafnamóa er Hrafnamóasteinn(124), æði hár. Þar var líka brýnt fyrir krökkum að hafa ekki ólæti í berjamó. Austan við Hrafnamóa er hvammur,sem heitir Þórunnarstekkjartún(125). Kona var á Reynivöllum,er Þórunn hét og hafði þarna stekk og fráfærur. Þarfyrirneðan heitir Svartamoldflag(126) og Svartamoldflagsmýri(127). Frá mýrinni upp undir fjallið er slétt valllendi með stórum steinum; það heitir Flög(128).
Skammt fyrir miðja síðustu öld kom skriðuhlaup úr fjallinu, sem breiddis tyfir þetta svæði með aur og mold,og var lengi eftir eitt ógróið flag(um1840) í mikilli haustrigningu. Í þeirri sömu rigningu tók af skógarítak, sem Reynivellir áttu í Breiðabólstaðarlandi, sem hétu InnriKoltungur(129)). Niður fjallsbrún koma tveir lækir með dálitlu millibili; þeir heita Eystri-(130) og Vestri-Drophellislækir(131). Þeir falla fram yfir skúta í dropatali, þegar lítið er í þeim, og má ganga bak við þá. Á milli þeirra er Drophellistorfa(132) og önnur ofar, sem ber sama nafn. Hlíðin framan í fjallinu austur að Bæjargili(133) heitir Snið(134). Allstór torfa rétt vestan við Bæjargilið heitir Hestatorfa(135). Neðsta klettabeltið ofan og austan við Hestatorfuna heitir Reynihríslurák(136). Þar er eini reyniviðurinn á Reynivöllum og í Suðursveit; af honum gæti bærinn dregið nafn. Þá er Bæjargil(137) og Bæjarlækur(138) rétt ofan við bæ. Bæjarlækurinn var virkjaður 1927 uppi í gili. Í brekkunni ofan við bæinn er vestast Akurtorfa(139), næst er Miðbæjartorfa(140) (hér var lengi þríbýli),þá Langatorfa (141) og Eitursteinstorfa(142). Austast heitir Jaðartorfa(143). Sagt var, að steinn stæði í miðri Eitursteinstorfu, þunnur og hár, þar sem eitrað var fyrir hrafna og ef til vill refi, en steinninn var hærri en svo, að hundar kæmust upp á hann. Síðan valt hann um koll og þar með úr sögunni. Þó liggur enn flatur steinn í brekkunni, sem líklega er eitursteinninn. Uppi í hömrum ofan við túnbrekku eru skorur tvær með dálitlu millibili, Eystri-(144) og VestriBæjarskora(145). Þær má ganga upp og ofan, þó ekki greiðfærar. Við Eystri-Skoruna er skúti, er heitir Bæjarskoruskúti(146). Upp af Jaðartorfu er mjór klettdrangur, er Mjóitindur(147) heitir. Upp af Mjóatindi heitir Bæjarbotnsskúti(148) í brúninni. Þangað sækir fé til afdreps í vondum veðrum framan af vetri.
Stóra gilið austan við Reynivelli heitir Hvekksgil(149). Fram úr því hafa komið grjót- og jafnvel snjóflóð, og hafa mönnum verið þetta hvekkir, sem þeir urðu að sjá við á sínum tíma. Framburður úr gilinu hefur myndað Leitið(150) eða Leitin(151) austan við Reynivelli. Á Leitunum eru engin teljandi örnefni; þó er þar Hestarétt(152), nú fallin, enn fremur tættur af beitarhúsum tveimur. Austan við Leitin rennur lækurinn Hvekkur(153). Fyrr meir féllu skriður úr Hvekk ofan í mýrina,og síðar greru þær upp, enda bættu skriðurnar grasvöxtinn,ef þær voru þunnar. Fyrir austan lækinn er Austurhvammur(154) eða Stekkjartún(155);þar var stíað og fært frá, meðan það var. Austan við Stekkatúnið(155a) er lítið vörðubrot rétt ofan við veginn. Þar eru landamörk milli Reynivalla og Breiðabólstaðar, þannig að þegar maður stendur hjá vörðunni, þá ber þúfan á Austasta-Borgarhrauni í miðjan Markhólma úti í Lóninu og þaðan beina línu til sjávar og til fjalls.
Austan við Hvekksgil heitir Krummabólstorfa(156) neðan undir klettum og Krummaból(157) upp við kletta. Þar litlu austar við landamörkin heitir Hrafnsbrík(158);þar hefur krummi oft átt hreiður. Hamrar þar fyrir ofan heita Sauðungshamrar(159). Ofan til í þeim heita Breiðuskriður(160), en ofan við þær Einstig(161). Þegar komið er upp Einstig, er komið upp á brún.
Nú eru örnefni í fjallinu. Reynivallafjall skiptist í tvennt. Innri hluti þess heitir Þverárfjall(162), en eystri hlutinn Reynivallafjall(163). Þverárfjall takmarkast af Þverá(164) að austan og framan og að vestan af Fellsgljúfri(165) og Fellsárjökli(166). Hæsti tindurinn upp af miðju fjallinu heitir Þverártindur(167). Hann er 1113 metra, og þar reistu dönsku mælingamennirnir þríhyrningamælistöð. Þaðan gengur hvöss egg í norðvestur alla leið inn á Vatnajökul(168). Hún heitir Þverártindsegg(169) með mörgum tindum nafnlausum. Eggin er öll í snjó nema tindar upp úr. Í Þverárfjalli er innst Þverárbrík(170) niður við Fellsgljúfrið. Nokkru framar heita Einiberjatorfur(171) og framan við þær Einiberjahnaus(172). Austan við Þverártind er Þverárbotn(173) upp við Eggina. Þar á Þverá upptök og rennur til suðvesturs niður í Fellsgljúfrið. Fyrir austan Þverá í Reynivallafjalli heitir Heiðarháls(174). Svæðið niður af honum austan við Fellsgljúfur og niður á Brýr(175) heitir Heiði(176). Langt hellisból inn með gljúfri á móts við Fellsskjól(177) að vestan heitir Reynivallaskjól(178), en það er ekki eins gott og Fellsskjólið; þó leitar fé oft þangað í óveðrum. Ofanhallt í Heiðinni austan til er torfa, kölluð Guðlaugartorfa; þar vottar fyrir víði og birkikjarri. Sögn er um það, að þar hafi síðustu skógarleifar á Reynivöllum verið upprættar af konu, sem Guðlaug hét; hafi hún borið viðarbaggana heim til eldiviðar og farið niður Guðlaugargjót. (Þorsteinn á Reynivöllum.) Austan við Þverárbotn er Grænhjallabotn efri(180);nær hann upp undir fjallsegg. Beint niður af honum er Grænhjallabotn neðri(181). Á milli botnanna er langt og breitt klettabelti, þverhnípt að framan. Fyrir austan Grænhjallabotna er Bæjartindur(182) á Reynivallafjalli (818 metra); það er víðsýnt af honum, því það sést út um allan Breiðamerkursand til Öræfa, en austur yfir Suðursveit, Mýrar og alla leið til Hornafjarðar. Austan undir Bæjartindi er Kistubotn(183), neðan undir honum Kistubotnshnaus(184). Upp á brún upp af Reynivallabæ heitir Bæjarbotn(185);ofan og austan við hann heitir Miðbotn (186) og Efstibotn efst (187), nær upp undir egg. Á milli Bæjarbotns og Miðbotns heitir klettabelti Miðbotnsklitur(188) eða -klitrin(189), dregið af klitrast, að klutrast í klettum.
Niður af Bæjartindi eru smátorfur, Efri-(190)og Neðri-Dýtorfur(191). Dálítið austur af Oddnýjarklöpp er Árnatorfa(192). (Dregið af að klitrast í klettum.)

Stafrófsskrá örnefna
Akurtorfa 139
Austasta-Borgarhraun 105
Austur-Hrollaugshólar 62
Austurhvammur 154
Austurmýrar 107
Austurskákar 13
Austurskákarenni 16
Árnalág 10
Árnatorfa 192
Belgur 15
Bláberjahraun 120
Borgarhraun, Austasta- 105
Borgarhraun, Mið- 104
Borgarhraun, Vestasta- 103
Breiðabólstaðarlón 89
Breiðuskriður 160
Bringur 57
Reynivellir 7
Brýr 175
Bæjarbotn 185
Bæjarbotnsskúti 148
Bæjargil 133
Bæjargil 137
Bæjarlækur138
Bæjarskora, Eystri- 144
Bæjarskora, Vestri- 145
Bæjarskoruskúti 146
Bæjartindur 182
Drafnarhraun 72
Drafnarhraunskvísl l73
Drafnarhraunsmýri 74
Drophellislækur,Eystri- 130
Drophellislækur,Vestri- 131
Drophellistorfa 132
Dýtorfur, Efri- 190
Dýtorfur, Neðri- 191
Efrabæjar-Flatatún 36
Efri-Dýtorfur 190
Efri-Grænhjallabotn 180
Efsta-Lambhússenni 5
Efstibotn 187
Einbúi 97
Einiberjahnaus 172
Einiberjatorfur 171
Einstig 161
Eitursteinstorfa 142
Ekra, Eystri- 8
Ekra, Mið- 7
Ekra, Vestri- 6
Eystri-Bæjarskora 144
Eystri-Drophellislækur 130
Eystri-Ekra 8
Eystri-Fiskagirðing 18
Eystri-Hrafnamóar 123
Eystrislétta 27
Fagrahraun 100
Fagrahraunskyrki 101
Fagrahraunslækur 102
Fellsá 66
Fellsárjökull 166
Fellsfoss 60
Fellsgljúfur 165
Fellsskjól 177
Fiskabyrgi 51
Fiskagirðing,Eystri- 18
Fiskagirðing,Vestri- 4
Fiskilækjarbakki 96
Fiskilækjarhraun 91
Fiskilækur 95
Fit 87
Flatatún, Efrabæjar- 36
Flatatún, Neðrabæjar- 23
Reynivellir 8
Flög 128
Fossar 115
Gatnatún 30
Gildrahraun 80
Gildrahraunskvísl 77
Gildruhraun 81
Gildruhraunskvísl 78
Grasbakki 67
Grjóthóll 122
Græfnaklettur 93
Græfur 94
Grænhjallabotn, Efri- 180
Grænhjallabotn, Neðri- 181
Guðlaugargjót 117
Guðlaugartorfa 179
Guðrúnartún 31
Gvendarstigi 118
Götupollur 71
Hádegisþúfa 9
Heiðarháls 174
Heiðarsnið 116
Heiði 176
Heimaskriða 1
Hestarétt 152
Hestatorfa 135
Hjallstólpar 50
Hjalltótt 52
Hólabakki 65
Hólaskjól 63
Hrafnamóar, Innri- 121
Hrafnamóasteinn 124
Hrafnsbrík 158
Hrollaugshólaskarð 61
Hundraðstún 34
Húðarbali 17
Hvammshnaus 109
Hvammslækur 112
Hvekksgil 149
Hvekkur 153
Hvítiflötur 108
Hvítiflötur, Vestri- 75
Hvolpadý 40
Illadý 38
Illadýstangi 37
Innri-Hrafnamóar 121
Innri-Koltungur 129
Jaðartorfa 143
Kálfsflötur 20
Kerlingarhóll 98
Kistubotn 183
Kistubotnshnaus 184
Klettisvöllur 47
Koltungur, Innri- 129
Kristínarþúfur 26
Reynivellir 9
Kroppinbakur 14
Krókur 19
Krummaból 157
Krummabólstorfa 156
Kúagróf 48
Kvíabali 46
Lambhússenni, Efsta- 5
Langahraun 83
Langahraunbás 84
Langatorfa 141
Leira 102a, sbr. Leirur
Leirur 92, sbr. Leira
Hrafnamóar, Eystri- 123
Leiti(et.) 150
Leiti(ft.) 151
Lindarbali 24
Lindarlág 42
Hrollaugshólar, Austur- 62
Litlahraun 82
Litla-Skriðuskipti 54
Lón 90
Lyddukofi 49
Mangabrunnur 41
Markhólmi 106
Mið-Borgarhraun 104
Miðbotn 186
Miðbotnsklitrin 189
Miðbotnsklitur 188
Miðbæjartorfa 140
Mið-Ekra 7
Miðhóll 85
Miðhólmahraun 88
Mjóitindur 147
Morpollsmýri 79
Morpollur 76
Mosatún 43
Mosatúnslág 44
Mosatúnstótt 45
Móakvísl 69
Móar 68
Myllutótt 2
Nausthóll 64
Nautadý 39
Neðrabæjar-Flatatún 23
Neðri-Dýtorfur 191
Neðri-Grænhjallabotn 181
Oddnýjarklöpp 119
Ranhóll 113
Ranhólstorfa 114
Reynihríslurák 136
Reynivallafit 86
Reynivallafjall 163
Reynivallafjall 70
Reynivallaskjól 178
Reynivellir 10
Rétt 53
Sauðungshamrar 159
Siggugöt 56
Skemmuskák 11
Skrápflötur 3
Skriðuskipti, Litla- 54
Skriðuskipti, Stóra- 54a
Skriðuskiptisdý 55
Slétta 59
Snagi 110
Snið 134
Sortudý 99
Stekkatún 155a
Stekkjartún 155
Stóra-Skriðuskipti 54a
Stórihvammur 111
Stöðlatún 22
Stöðull 21
Svartamoldflag 126
Svartamoldflagsmýri 127
Svíri 25
Tóttarskák 29
Traðarskák 32
Vatnajökull 168
Vestasta-Borgarhraun 103
Vestri-Bæjarskora 145
Vestri-Drophellislækur 131
Vestri-Ekra 6
Vestri-Fiskagirðing 4
Vestri-Hvítiflötur 75
Vigfúsarreitur 28
Víti 33
Vondaskák 35
Völkuskák 12
Þórunnarstekkjartún 125
Þverá 164
Þverárbotn 173
Þverárbrík 170
Þverárfjall 162
Þverártindsegg 169
Þverártindur 167
Þverskipti 58

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 164
Gestir þennan mánuð: ... 8701
Gestir á þessu ári: ... 16741