Skip to main content

Fell - örnefni

Stefán Einarsson prófessor:

Heimildarmaður:  Þorsteinn Guðmundsson, bóndi á Reynivöllum

23.  júlí 1961

 

Breiðá(1) er fyrir vestan landamerkin. Oftast rann hún fram miðja Breiðáraura(2), en 1946 austur undir Nýgræðum(3), þar sem sýnt er á korti Ameríkana. Nú rennur hún vestur í Fjallsá(4) og þar til sjávar. Landamerki milli Fells og Breiðamerkur(Breiðár) eru lína úr vörðu á sandinum fram við sjó um Hálfdánaröldu(5) í Kaplaklif(6) í  Máfabyggðum(7). Hálfdanaralda er jökulalda. Þar við drukknaði maður, Hálfdan, í lóni um eða eftir aldamót síðustu. Nýgræðnakvíslar(8)spretta úr jökli og renna nálægt landamærunum í Breiðárlón(9) og -ós(10).

Fyrir neðan veg heitir fyrst Fellsfjara vestri(11) og Nýgræður(12) fyrir ofan hana, þá Háalda vestri(13)vestan við Jökulsá(14). Geysilöng rák af jökulruðningi ofan á jökli frá Esjufjöllum(15)kemur fram ofan og vestan við Jökulsárlón(16) og heitir Svartarönd(17). Jökulsá rennur úr lóninu skammt til sjávar. Sæluhús er vestan Jökulsár við veginn og lónið, en skipbrotsmannaskýli austan ár er líka við veginn. Milli Jökulsár og Stemmu(18) heitir Útsandur(19), en Eystri-Sandur(20) austan Stemmu. Austan Jökulsár heitir Fellsfjara eystri(21), en Háalda eystri(22) fyrir ofan hana um veginn austur undir ána Stemmu; hún rennur út um Vestri-Stemmuós(23). Stemma kemur úr Stemmulóni(24);nú rennur í það Veðurá(25),sem kemur úr krikanum milli Fellsfjalls(26) og jökuls; hún rann áður austur um sand í Breiðabólstaðarlón(27).  Eystri-Stemmuós(28) er horfinn; hann var austan við eða um Stemmukróka(29).
Í Stemmukrókum var útræði ;þar sést móta fyrir nausti tveggja báta. Inn með Fellsfjalli eru tvö lón við jökulinn, Innra-(30) og Fremra-Veðurárdalslón(31); þau hlaupa reglulega fram í Veðurá. Austan við Stemmu neðarlega er Brennhólaalda(32). Þar var áður(1916) Brennhólakvísl(33). Í bökkum hennar var ágætur svörður og birkilurkar. Þarna hefur sennilega verið eyðibýlið Brennhólar(34), hjáleiga frá Felli. Frá Stemmu austur að Veðurárfarvegi forna(35) heita jökulöldurnar Fellsöldur(36). Ofan við þær er Fiskivatn(37), en framan við þær Fellsleirur(38).  Bakkaleira(39) heitir austan við Fellsleirur; það er lítill grashólmi í leirunni. Þorsteinn á Reynivöllum heldur, að þetta kunni að vera engjar frá hjáleigunni Bakka(40). Í norður frá Bakkaleiru eru Hrollaugshólar(41) fyrir ofan þjóðveginn. Það eru klettar með skarði nálægt miðju.Í því skarði var hóll, sem kallaður var Hrollaugshaugur(42). Þar átti Hrollaugur landnámsmaður að vera heygður.
Landamerki milli Fells og Reynivalla eru, að Fellsfoss(43) beri í mitt Hrollaugshólaskarð(44), og bein lína til sjávar. Norðvestur af Hrollaugshólum er Antasel(45), lítill klettur; þar er haldið, að hafi verið hjáleiga frá Felli. Ísleifur Einarsson sýslumaður getur þess ekki í jarðatali sínu. Fellslaugahraun(46) er klettur miðja vega milli Hrollaugshóla og Fells, rétt vestan við Fellsá(47) nú. Leifar af Fellstúni(48) eru nú aðeins neðst í brekkunni, en Veðurá hefur eytt því, sem var á sléttu. Í Fellstúni var Húðarhóll(49) til þess að spýta á skinnum.  Fellsbrunnur(50) er upp við brekkuna. Í hann hefur verið velt grjóti til þessað varna lömbum að falla í brunninn. Austan við tún er Stöðlaskriða(51) og Smiðjutótt(52) þar austan við. Vestast í túninu er Fiskagirðing(53) úr grjóti til að herða fisk. Ekki eru önnur örnefni í túninu. Oddný á Gerði Sveinsdóttir talaði um Fjósstein(54) á Felli, sem hefði verið nokkuð vestur með hlíðinni fyrir vestan bæ; þar átti fjósið að hafa staðið. En faðir hennar var upp alinn á Felli. Þar sem Fell(Fellsbær) er settur á ameríska kortinu, munu hafa verið beitarhús frá Felli, en þessi staðsetning er eftir korti Herforingjaráðsins danska. Í þessum beitarhúsum voru viðir úr sýslumannsskála Ísleifs á Felli. Fellsbærhinn forni (1) hefur staðið beint framan undir Fellsfjalli. Beint austur af Felli var Bakki (2), hjáleiga frá Felli, á bakkanum við Fellsá. Borgarhóll(55) var líka hjáleiga frá Felli, en enginn veit, hvar hann var, en hann var lengst í byggð, svo semsjá má af manntali frá 1816 og skrá Jóns Helgasonar sýslumanns um eyðijarðir í Suðursveit.
Austan við gamla Fellstúnið er Gýhamar(56)(Gýgjarhamar?), einstakur klettur í brekkunni. Fyrir austan hann er Stekkjartún(57). Þar var bær byggður, þegar af tók höfuðbólið á Felli 1864, og þangað flutti Vigfús Sigurðsson, annar bóndinn á Felli, og bjó þar einhver ár. Síðasti ábúandi á Felli var Elín Jónsdóttir, fyrrum ráðskona hjá séra Þorsteini Einarssyni á Kálfafellsstað; hún bjó þar eitt ár aðeins (til 1872). Austan við Stekkatúnið(58) á Felli er Mýraleiti(59), sem gengur niður að Mjósundaá(60). Fremst í Mjósundagljúfri(61) niður við ána er Brúsahellir(62) allstór; hann var notaður fyrir fjárrétt frá Felli. Hann er að sögn tengdur Rannveigarhelli(63) í Staðarfjalli. Inn af honum er Mjósundagljúfur(64) djúpt og þröngt, og fellur áin í gljúfrinu. Vestanverðu við Mjósundagljúfur er allhár valllendisflötur, sem heitir Hábrekkur(65). Á einum stað er steinbogi yfir gljúfrið. Inn af gljúfrinu er grunnur dalur, nafnlaus.
Á Fellsfjalli austan í móti er Stafur(66) og Stafsgil(67). Þar innan við heita Hábekksklettar(68). Þar ofan við er Stórsteinabotn neðri(69) og ofan við hann Stórsteinabotn efri(70). Upp á háegginni heitir Miðaftansskarð(71), eyktamark frá Reynivöllum. Innan við Neðri-Stórsteinabotn heitir Skollatorfuhnaus(72) og niður af honum Skollatorfa (73). Þar fyrir innan er Skollatorfustafur(74) á milli tveggja ónefndra gilja. Þar fyrir innan heitir Mjósundafjall(75). Norðan við Mjósundafjall er Hvítingsdalur fremri(76). Á háegginni yfir Hvítingsdal fremri er Hákallahnúkur(77). Það var haft fyrir mið af hákallaveiðimönnum í miðsveit, egar hnúkurinn kom fram fyrir Steinafjall(78), þá þótti þar gott hákallamið. Norður og upp af Hvítingsdal fremra er Hvítingsdalurinnri(79), en fyrir stafni hans er Hvítingsdalstindur(80). Austan við Hvítingsdal innri er Miðfell(81), kallað ranglega Eystra-Miðfell á korti, en Vestra-Miðfell á korti er ekki til á þeim stað, en til er Miðfell í Veðurárdal(82). Austan við Miðfell er dalur nýkominn undan jökli. Í honum er gabbró, og hefur Þorsteinn á Reynivöllum þess vegna kallað hann Gabbródal(83). Niður í þann dalbotn teygist lítil skriðjökulstunga, sem fer árlega minnkandi og heitir Fellsárjökull(84). Undan honum kemur Fellsá.Hún rennur á aurum fram dalinn og fram í Fellsgljúfur(85), sem þá tekur við. Tungan fram á milli Fellsárgljúfurs og Mjósyndagljúfurs(86) heitir Hólmafjall(87). Í Hólmafjalli eru innst Bugar(88) vestan í móti, þar fyrir framan mýrarbotnar, einnig vestan í móti, þar er skógarkjarr. Þar austur af við Fellsgil(88a) er stór hellir, sem heitir Fellsskjól(89). Þar var fé haft fyrrum, og þar var heygeymsla afþiljuð í hellinum; þilið er mjög vel varðveitt, því þarna er alltaf þurrt. Fyrir framan Skjól(90) eru Skjóltorfur(91) kallaðar; þar var slegið lauf og látið í hellirinn. Þar fyrir framan heitir Skjóltorfuhnaus(92), framan undir honum austan til heita Gljúfurstorfur (93).(Hnausinn var stundum kallaður Gljúfurstorfuhnaus(94).)Næsti hnaus þar fyrir framan heitir Hólmatorfuhnaus(95). Neðan við hann eru tvær stórar valllendistorfur, sem heita Hólmatorfa eystri(96) og vestri(97).
Austan við Eystri-Hólmatorfu er foss, þar sem Fellsá kemur fram úr gljúfrinu, og heitir Fellsfoss. Þar eru landamerki milli Fells og Reynivalla, svo sem fyrr segir. Fyrir vestan Fellstún(98) heita Fellsbrekkur(99); þar er Háatorfa(100) vestast. Fellshella(101), hamraflug upp á brún, er upp af Fellstúni. Rauðarák(102) er neðst i hellunni. Austan við Háutorfu er Jórdansskora(103) upp fellið upp á brún. Norðvestur af Háutorfu er Daðahnúta(104), hamraflug suðvestan í fjallinu. Neðan undir hömrunum eru Skógartorfur (105); birkikjarr gægist upp úr þeim. Þá er Einstæðingur(106), einstakur klettur í skriðunum. Vestur frá honum er Bjarnarák(107); hún liggur þvert og er ekki auðgengin. Beint upp af Bjarnarák er Fellstu(ng)nabotn(108). Vestan við Bjarnarák er Illagilsstafur(109) og Illagil(110) innan við hann. Hellrafjall(111) heitir innan við Illagil og nær inn að Miðfellsá eystri(112). Á því eru engin örnefni. Miðfell(113) heitir milli Miðfellsáa. Fyrir vestan Miðfellsá vestri(114) er Útigönguháls(115). Veðurárdalslón er í krikanum milli Hellrafjalls og Útigönguháls; það hljóp reglulega á hverju ári fram í Veðurá og Stemmu. Fyrir innan Útigönguháls er Fauskagil(116);upp frá því er Fauskabotn(117). Fauski(118) heitir fjallið innan við Fauskagil; þarna sjást hvergi fauskar. Norðan í Fauská (119) eru Fauskasker(120) og Veðrárdalslón innra norðan í þeim. Veðrárdalslónið innra er miklu víðáttumeira en það fremra. Úr því hleypur vatn í Veðurá og Stemmu.Fyrir norðan Veðurárdalslónið innra eru Innri-Veðurárdalsfjöll(121). Þangað gengur ekki fé, en þar er tindur fremst,sem heitir Prestfell(122). Það nefndu að sögn vinnumenn séra Þorsteins Einarssonar á Kálfafellsstað (1848-1871), sem sendi þá inn í fjöllin að leita að nýjum afréttarlöndum. Sagt var, að þeir hefði gengið heilan dal og séð fjallið,en aldrei nálgazt það. Um þetta Prestfell vissi Eyjólfur ekki. Eyjólfur gamli Runólfsson hómópati á Reynivöllum var með mælingamönnunum dönsku og sagði þeim frá um örnefni. Hann var aðfluttur í sveitina og vissi minna en aðrir um örnefnin, og enginn mun hafa vitað nokkuð um örnefni á Innfjöllunum, sízt hann. Þó gaf hann þar örnefnin Veðurárdalskambur(123) og Veðurárdalstindur(124), sem standa á danska kortinu. En Reynivellingar nú þekkja ekki annan Veðurárdal en þann fremri,sem Veðuráin kemur úr. Þorsteinn á Reynivöllum, Ingvar Þorláksson á Hala, Sveinn Einarsson á Reynivöllum og Þórhallur Bjarnason á Breiðabólstað gengu á fjöllin vorið 1928 að gá að fuglalífi, einkum máfavarpi, í fjöllunum austur af Prestfelli. Þeir gáfu nöfnin Ingvarshnúta(125), Sveinstunga(126), Draugagil(127) og Svöludalur(128). Þar kom svala fljúgandi á móti þeim, og er hún sjaldséður fugl í Suðursveit, en ekki einsdæmi.

Stafrófsskrá örnefna
Antasel 45
Bakkaleira 39
Bakki 40
Fell 5
Bjarnarák 107
Borgarhóll 55
Breiðá 1
Breiðáraurar 2
Breiðárlón 9
Breiðárós 10
Brennhólaalda 32
Brennhólakvísl 33
Brennhólar 34
Brúsahellir 62
Bugar 88
Daðahnúta 104
Draugagil 127
Efri-Stórsteinabotn 70
Einstæðingur 106
Esjufjöll 15
Eystri-Fellsfjara 21
Eystri-Háalda 22
Eystri-Hólmatorfa 96
Eystri-Miðfellsá 112
Eystri-Sandur 20
Eystri-Stemmuós 28
Fauskabotn 117
Fauskagil 116
Fauskasker 120
Fauská 119
Fauski 118
Fellsá 47
Fellsárjökull 84
Fellsbrekkur 99
Fellsbrunnur 50
Fellsfjall 26
Fellsfjara, Eystri- 21
Fellsfjara, Vestri- 11
Fellsfoss 43
Fellsgil88a
Fellsgljúfur 85
Fellshella 101
Fellslaugahraun 46
Fellsleirur 3 8
Fellsskjól 89
Fellstu(ng)nabotn 108
Fellstún 48, 98
Fellsöldur 36
Fiskagirðing 53
Fiskivatn 37
Fjallsá 4
Fjóssteinn 54
Forni-Veðurárfarvegur 35
Fremra-Veðurárdalslón 31
Fremri-Hvítingsdalur 76
Gabbródalur 83
Gljúfurstorfuhnaus 94
Gljúfurstorfur 93
Gýhamar 56
Háalda, Eystri- 22
Háalda, Vestri- 13
Háatorfa 100
Hábekksklettar 68
Hábekkur 65
Hákallahnúkur 77
Hálfdánaralda 5
Hellrafjall 111
Hólmafjall 87
Hólmatorfa, Eystri- 96
Hólmatorfa, Vestri- 97
Hólmatorfuhnaus 95
Hrollaugshaugur 42
Hrollaugshólar 41
Hrollaugshólaskarð 44
Húðarhóll 49
Hvítingsdalstindur 80
Hvítingsdalur, Fremri- 76
Hvítingsdalur, Innri- 79
Illagil 110
Illagilsstafur 109
Ingvarshnúta 125
Innra-Veðurárdalslón 30
Innri-Hvítingsdalur 79
Innri-Veðurárdalsfjöll 121
Jórdansskora 103
Jökulsá 14
Jökulsárlón 16
Kaplaklif 6
Máfabyggðir 7
Miðaftansskarð 71
Miðfell 113
Miðfell 81
Miðfellsá, Eystri- 112
Miðfellsá, Vestri- 114
Mjósundaá 60
Mjósundafjall 75
Mjósundagljúfur 61, 64
Mjósyndagljúfur 86
Mýraleiti 59
Neðri-Stórsteinabotn 69
Nýgræðnakvíslar 8
Nýgræður3, 12
Prestfell 122
Rannveigarhellir 63
Rauðarák 102
Sandur, Eystri- 20
Skjól 90
Skjóltorfuhnaus 92
Skjóltorfur 91
Skollatorfa 73
Skollatorfuhnaus 72
Skollatorfustafur 74
Skógartorfur 105
Smiðjutótt 52
Stafsgil 67
Stafur 66
Steinafjall 78
Stekkatún 58
Stekkjartún 57
Stemma 18
Stemmukrókar 29
Stemmulón 24
Stemmuós,Eystri- 28
Stemmuós,Vestri- 23
Stórsteinabotn, Efri- 70
Stórsteinabotn, Neðri 69
Stöðlaskriða 51
Svartarönd 17
Sveinstunga 126
Svöludalur 128
Útigönguháls 115
Útsandur 19
Veðurá 25
Veðurárdalsfjöll, Innri- 3
Veðurárdalskambur 123
Veðurárdalslón, Fremra- 31
Veðurárdalslón, Innra- 30
Veðurárdalstindur 124
Veðurárdalur 82
Veðurárfarvegur, Forni- 35
Vestri-Fellsfjara 11
Vestri-Háalda 13
Vestri-Hólmatorfa 97
Vestri-Miðfellsá 114

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 0
Gestir þennan mánuð: ... 27
Gestir á þessu ári: ... 104549