Skip to main content

Breiðabólsstaður - örnefni

Stefán Einarsson, prófessor:
Heimildarmaður: Steinþór Þórðarson, bóndi.
Landamerki milli Reynivalla og Breiðabólstaðar er bein lína úr Markhólma(1) í Breiðabólstaðarlóni(2) í þúfu á Austasta-Borgarhrauni(3) og bein lína upp til jökla og suður að sjó.
Vestast í landinu er Austasta-Borgarhraun. Það dregur nafn af fjárborg, sem hefur verið hlaðin á hraunið. Austan megin Borgarhrauns eru Ytri-Mýrar(4), en Efri-Mýrar(5)ofar upp að veginum. Fyrir öllu Breiðabólstaðarlandi að sunnan liggur lón, Breiðabólstaðarlón.

Ofan Lónsins takmarkast túnið alls staðar af háum marbakka. Þegar ós þessi, sem er breytilegur, er stuttur til sjávar, tæmist auðveldlega úr lóninu, en þegar hann er langur og krangalegur, safnast vatn í lóninu og gengur á lönd Breiðbælinga. Fjaran eða sandurinn milli lóns og sævar er lítt gróinn. Vestan til var lægð, leifar af gömlum ósi, sem kölluð var Lægðin(6). Ennþá sjást leifar af Breiðabólstaðarós(7) og Gerðisós(8) á Breiðabólstaðarfjöru(9). Síðan um aldamót hefur verið minna í lóninu og landið gróið upp. Í lóninu er að vestan verðu lágur klettur, sem heitir Markhólmi. Þar eru landamerki, flæðir yfir hann, þegar mikið er í lóninu. Munnmæli segja, að Lónið hafi verið miklu minna og að miklu leyti gróið land, en að ágangur Steinavatna að austan hafi fyllt lónið og brotið löndin. Sagt var, að þegar austan kast hafi verið í aðsigi, hafi amboð verið lögð á Markhólma og hafi hann þá verið á þurru landi. Neðst í túni Breiðabólstaðar miðja vega milli Gerðis og Breiðabólstaðar var fjárhússtótt, sem var góðan spöl frá Lóninu, en er nú horfin í það. Í austur frá þessari tótt gekk túnspilda (6 metrar á breidd), sem kölluð var Vinnumannabakki(10), en er nú horfinn.
Króartangi(11) gengur vestast í lónið. Lússía Þórarinsdóttir segir, að krakkar hafi ekki leikið sér þar. Norðan hans er Króartangalækur(12), en vestan hans Loftstóttalækur(13), sem fellur nú í Króartangalæk. Engin fiskikró er á tanganum, en lækurinn tanginn (leiðr, 1971 SÞ) er afkróaður af tveim lækjum á tvo vegu, en lóninu á einn veg. Engar rústir.
Upp frá Króartanga var Bakkavatn(14), sem nú er þurrt. Upp frá Bakkavatni ganga Bakkar(15);þar er nú komið ræktað tún. Austan við Bakka fellur Loftstóttarlækur. Við upptök hans standa Loftstættur(16), fjárhús. Þarna eru líka Loftstóttaklappir(17). Austan við Loftstættur tekur við Aurinn(18). Syðst í Aurnum við bakka Breiðabólstaðarlóns voru Aurmosar(19);um miðjan aurinn er Aurtorfa(20). Austur af Aurmosum er Ullarhraun(21), suður úr því að austan Langaklöpp(22). Í leirunni suður af Aurmosum,norður af Skötuskeri(23) er Heimulumynni(24), uppspretta. Norðan við Aurinn stendur Helghóll(25). Nú er Aurinn allur að verða gróið land vegna kríuvarps, sem kom þar 1945 eða þar um (leiðr. 1971 SÞ).
Við þjóðveginn er gróin hæð, er líkist bát á hvolfi nema miklu stærri; heitir hún Helgaleiði(26). Það er skammt vestan við Helghól (um 100 metra). Munnmæli segja að þar hafi verið heygður bóndi að Reynivöllum, Helgi að nafni, af Breiðabólstaðarbændum, sem sátu fyrir honum vestan í Helghól og drápu hann. Orsök er talin ágangur hans í beit á Breiðabólstaðarland. Vestan við Helghól, norðan við Loftstættur er gróin lægð, brekka eða hæðir, sem heitir Hjörleifsgræfur(27). Ókunnugt er um nafnið, en þar hefur Steinþór og aðrir séð ókenndan mann á ferð, sem hvarf.  Virðingarbali(28)(Viðringarbali(29),(Þorleifur í Hólum) er smáhæð norðan við þjóðveginn, skammt vestur af Helgaleiði. Þar var áfangastaður langferðamanna, meðan lestaferðir voru farnar; þetta er skammt frá Kvennaskála(30), sem síðar verður getið. Neðan við þjóðveginn suðvestur af Virðingarbala eru Fletir(31). Þar er nú ræktað tún, sem heitir Flatargirðing(32).
Þá er komið að bæjum og túni. Á Breiðabólstað eru nú fjögur býli, Breiðabólstaður, Gerði, Hali og nýbýli frá Hala, Lundur; því landi er óskipt úr Hala.
Þá er túnið. Í gamla túninu eru margar skákar. Innra-Rof(33) er austan í Helghól og nær austur að gamla túninu. Þar gerði Þórbergur sínar fyrstu landmælingar og kort af því.Þar eru nú kartöflugarðar og fjárrétt. Innst á Rofinu í kvos, sem gengur að Helghól, erS tekkur(34), þar sem lömbum var stíað í. Stekkinn tók af vegna þess, að aldrei mátti byrgja lamb þar yfir nótt, þá var hann opinn að morgni. Þessa sögu sagði Oddný á Gerði. Síðan stekkurinn var fluttur lengra norður í hólinn, og bar þá ekki neitt á neinu. Þar var stíað í tíð Steinþórs, fram úr. Austan við Innra-Rof tók við Rofið(35);það stóð eftir af uppblásnu landi eins og hitt rofið; Rofalækur(36) er á milli Rofanna. Hali átti Eystra-Rofið(37), en hitt var óskipt land. Milli Rofanna var blásið land með háum moldarbökkum að hvoru megin, en eftir að jarðýtur komu til sögu, hafa þessir bakkar verið sléttaðir niður og sáð í jörðina alla. Austan við Rofið er Lágin(38), en norðan við Rofið Stöðullinn(39). Efst og austast á Stöðli standa fjárhús og hlaða, sem heita Kvíar(40). Þar voru áður kvíar, sem ær voru mjólkaðar í. Norðan við Stöðul er Flötur(41). Austan við Lágina er Eldiviðarflötur(42);þar var kúatað þurrkað á vorin. Austan við Eldiviðarflöt eru Þúfur(43), norðan þeirra er Fjósabali(44),austan við bæinnáHala; fjósið stóð austast í Bæjarþorpinu(45). Norðan við bæ á Hala er lægð, sem kölluð er Bali(46). Norðan við Bala eru Balarnir(47), nýræktartún. Austast í Bölunum eru Háubalar(48). Þeir hafa myndast af landbroti, nú grónu. Norðvestan við Háubala er Stóralág(49); norðan við hana eru Lágar(50). Þar býr huldufólk, og eru Háubalar því aldrei slegnir sunnan í móti og ekki enn í dag. Ofan við læk norður af Háubölum er Orustuvöllur(51). Gaf Þórbergur það nafn. Þar börðust konur tvær. Allt, sem nú hefur verið talið, er eign Halabónda og Lundar. Neðst á Eldiviðarflöt stóð eitt sinn bærinn Litli-Hali. Tún hans var talið Vondaskák(52), sem liggur sunnan að Eldiviðarflöt, eign Breiðabólstaðar. Sagt er, að bóndi hefi heitað Bjarni, er bjó þar um stuttan tíma. Síðan byggði faðir Steinþórs kálgarð á þessum stað. Norðan (leiðr 1971 SÞ) við Vonduskák er Stóraskák(53) og nær að bæjarhlaðinu á Breiðabólstað að sunnan, eign Hala og Lundar. Í henni var partur, sem þótti illslægur vegna sneggju og þýfis og var kallaður Arateigur(54). Þetta stykki var skilið eftir handa Ara strák (á Hala) (leiðr. 1971 SÞ) til þess að lemja á  slá (leiðr. 1971 SÞ), þegar farið var til slægna út af bæ (austur eða) (leiðr. 1971 SÞ) upp yfir Steinasand(55). Neðan við Stóruskák og vestan við bæ á Breiðabólstað er Skákin(56). Neðan við Skákina stóð gamli bærinn á Breiðabólstað, sennilega, þar sem Hrollaugur landnámsmaður hafði fyrst byggt. Á tímabili var tvíbýli á Breiðabólstað, og lagðist gamli bærinn ekki niður fyrr en um 1890; síðan hefur verið einbýli. Vestan við gamla bæinn eru djúpar traðir, sem liggja að bæjarvegg og gegnum túnið vestur. Vestan traðanna er Stöðull(57), neðan hans Ullarhraunsmýri(58). Sunnan við Traðir(59) er Ranatún(60). Það myndar rana úr túninu. Suðvestan í því er Ullarhraunslág (61). Þar var Sunnansandaskipið oft látið standa uppi á sumrin. Neðan við Ranatún er gamalt vatnsból frá Breiðabólstað, uppsprettulind undan túnbakka, heitir Lækjargil(62). (Þar var kvos upp í bakka, en tæplega nokkuð gil). Gilið hefur styst við það, að bakkinn brotnaði. Á síðustu árum hefur lindin fært sig austar. Neðan við gamla bæinn eru Balar(63). Nú er gamli bærinn kallaður Húsagarðar(64), þar eru fjárhús og hlaða. Framan við bæ á Breiðabólstað er lítil lægð með ræsisómynd, (leiðr. 1971 SÞ) sem heitir Róssa(65)(Rófsa?lítil rófa?); hún ranghalast niður fyrir bakkann að bakka (leiðr. 1971 SÞ) og er þar dýpst. Steinþór segir: „Áður var Róssa bara grasigróin, falleg smálægð. “Þar sem íbúðarhúsið stendur nú á Breiðabólstað hétu Heygarðshólar(66). Þar var haldið hádegi á frá (leiðr. 1971 SÞ) Hala, þar til klukka kom til sögu. Því sagði Benedikt, afi Steinþórs, þegar honum þótti hann og bræður hans seinir út til verka eftir hádegiskaffi: „Hana, skeinist þið nú út, strákar, sólin er komin suður á Heygarðshóla.“ Upp úr miðaftanskaffi sagði hann: „Skeinist þið nú út, sólin er komin upp á kamar. “Dagmál voru á Litla-Hesthúsi(67) í Gerðistúni, miðaftann á Helghól. Miðmorgunstangi(68) er þar, semTeigarnir ganga lengst í suður. Rétt suðaustan við bæinn á Breiðabólstað var Úlfshaugur(70), nú jafnaður við jörðu. Þar átti Úlfur landnámsmaður á Skálafelli að vera heygður. Austan við Róssu tók við Neðratún(71). Það tún, semnú hefur verið talið, er eign Breiðabólstaðar. Norðan við þann bæ er ónefnd túnskák. Norðan við hana tekur við Gatnatún vestra(72), eign Hala og Lundar. Austan við Gatnatún vestra er Mjósa(73), eign Breiðabólstaðar, mjó og löng, austan við hana Eystra-Gatnatún(74), eign Hala og Breiðabólstaðar. Ofan við Gatnatún kemur Hundraðstún(75), eign Hala og Lundar. Það átti að vera eitt hundrað úr jörðu að fornu mati,rúm dagslátta. Ofan við þetta tún tekur við Hundraðstúnið á Gerði(76) sömu stærðar, eign Gerðis. Ofan við það er Stekkatún (77),eign Breiðabólstaðar. Af því tekur við Stekkatúnið á Gerði(78). Austan við það er lægðarkvos, þar sem gamli túngarðurinn var um túnið á Breiðabólstað, og heitir Glompa(79). Þar gerðist saga, sem Þórbergur hefur skráð, um Steingrím og Marínu. Austan við Glompu stóð hesthús, sem hét Glompuhesthús(80). Þar var ekki talið allt hreint og unglingar hlupu sem þeir máttu fyrir dyrnar. Skammt fyrir austan Glompuhesthús sem var (leiðr. 1971 SÞ) stendur nú bærinn á Gerði, fluttur þangað af Vilhjálmi Guðmundssyni, er nú býr þar,1943. Áður stóð bærinn austan við lægðina, sem er framundan húsunum nú; hún var kölluð Lágin(81). Norðan við Lágina er Fagriflötur(82). Austan við Fagraflöt var heimreið og Gerði austan að. Norðan við gamla bæinn í Gerði var Girðing(83). Í þeirri girðingu var Gránahesthús(84), er Steinþór var að alast upp;nú er þarna kofi til að reykja kjöt. Norðan við Girðingu var túnið „norðan undir“. Þar í eru ýms örnefni: Lægðin(85), Stöðull(86) og Klöppin(87). Þar sem fjárhúsin standa nú í þessu túni, hét Stóralág(88). Þetta er allt eign Gerðis. Austan við Neðratúnið á Breiðabólstað er Neðratúnið á Gerði(89); gengur það austur að Miðbarði(90) milli þess og Fjósabala(91). Ofan við Neðratúnið á Gerði er Efratún(92). Í því heitir stykki Spánn(93). Það er svo til komið, að þegar ábúandi flutti nú á jörðina, var þetta óræktartún, erfitt til slægna. Um það leyti, er styrjöldin geisaði á Spáni, var hann eitt sumar að slá þennan blett, en þótti ganga seint og líkti baráttu sinni við völlinn við styrjöldina á Spáni. (Þessi skýring á Spáni kvað ekki vera rétt) („Jú, hún er rétt. S.Þ. 1971“). Fjárhústóttin, sem var í mörkum milli Neðratúns á Gerði og Breiðabólstaðar, fékk á síðari árum nafnið Trjátótt (94), af því að rekatrjám á Breiðabólstaðarfjörum var ekið þangað á vetrin. Fjósabali var austan við gamla bæinn á Gerði.

Húsakostur: Í Stekkatúni á Breiðabólstað voru tvö fjárhús: Stekkatúnshús(95);annað tók 18 kindur, hitt 22.  Gatnatúnshús(96) var í Gatnatúni eystra: 18 kindur. Á Ranatúni voru tvö hús fyrir lömb, 16 lömb hvort, auk þess eitt fyrir fullorðið fé, 30 kindur. Í seinni tíð var þar hesthús. Austast í gamla bæjarþorpinu á Breiðabólstað var hesthús. Undir flórhellunum í því átti að vera falinn útburður. Þar þóttust ýmsir heyra einkennileg hljóð, er kvölda tók. Þessi hús tilheyrðu Breiðabólstað.
Í Stóruskák(97) á Hala voru tvö fjárhús, fyrir 18 kindur hvort. Neðst í Eldiviðarflöt var hesthús, kallað Stjaddnahesthús(98)(eftir hestinum Stjarna). Í Hundraðstúni var Hundraðshesthús(99). Þar var hýstur Jarpur, sem Þórbergur segir frá. Við þessi hesthús bæði voru kálgarðar, sem í voru ræktaðar rófur. Á Rofi voru tvö fjárhús, annað 12 kinda, hitt 16.
Í Efratúni(100) á Gerði, nú Spánartúni(101), var fjárhús, Suðurlambhús(102), tók 18 kindur. Skammt austar var hesthús, kallað Litla-Hesthús(103). Efst í Efratúni var enn fjárhús, kallað Stórahús(104), tók 20 kindur. Á barði austast í Efratúni var hús, er tók 13 lömb. Í Stekkatúni var hús er tók 12 kindur.
Hér hafa verið talin 79 örnefni í túni.
Við túnfót á Ranatúni er hraun, sem heitir Ullarhraun(105). Gjót, um annan meter á breidd, klýfur hraunið í tvennt og heitir Ullarhraunsgjögur(106). Þar á að vera útburður. Vestur af Ullarhrauni í Leirunni(107) er smá flatt sker, er líkist mjög skötu í lögun og heitir Skötusker(108). Áður var það ber klöpp, sem Lónið flæddi af og til yfir, nú hefur krían myndað þar mikinn og samfelldan gróður.
Austan við túnið á Breiðabólstað taka við Breiðabólstaðarteigar(109). Í Leirunni vestan við teigana syðst er lítið ræsi, kallað Gerðismynni(110). Í það fellur Eystri-(111) og Vestri-Lækur(112);sá vestri rennur gegnum túnið á Hala og Gerði úr uppsprettum í fjallinu sá eystri aðskilur túnin og Teigana, myndaður á sama hátt. Í Gerðismynni, staðhæfði eldra fólk, að væri útburður, þóttist oft heyra vælí honum, er rökkva tók einkum undan vondu veðri (leiðr. 1971 SÞ). Vestast í Breiðabólstaðarteignum eru Hjáleiguteigar(113), efri og neðri(114), eign Hala og Breiðabólstaðar, og sá þriðji, eign Gerðis. Austan við Hjáleiguteiga er Stóri-Gulur(115), teigur. Syðst í Stóra-Gul er Miðmorgunstangi(116) og gengur út í Lónið. Milli Stóra-Guls og Hjáleiguteiga er vik upp í bakkann, sem heitir Illakelda(117). Sennilega hefur megnið af henni brotnað framan af með bökkunum. Austan við Stóra-Gul er Litli-Gulur(118). Neðan til í Stóra-Gul eru Bringur (119);liggur teigurinn lægra þar á kafla neðan við. Milli Stóra- og Litla-Guls er smádý, sem heitir Botnhylki (120). Þar var tekin sorta til litunar fata. Austan við Litla-Gul eru Borgarskriðuskákar (121)(-ir), sú vestri eign Hala, sú eystri Gerðis. Austan við Borgarskriðuskákar eru Blautuskákar(122);þá vestri á Breiðabólstaður, þá eystri Gerði.
Þá hefjast Reynivallateigar(123). Austan við þá eru Hamarsteigar(124). Draga þeir nafn af Hamri(125), sem er um og fyrir ofan þjóðveg. Vestasta skák í Hamarsteigum, eign Gerðis, heitir Litla-Skák(126). Austan við hana er Mjósa(127) á Breiðabólstað (mjóttstykki). Austan við Mjósu er skák, sem Gerði á og heitir Krúna(128). Austan við Krúnu er Breiðaskák Breiðabólstaðar(129). Austan við hana Breiðaskák Gerðis(130). Þar austan við er Botna(131), eign Breiðabólstaðar og Hala. Austan í Hamarsteigum er Mjósa á Gerði(132) (=eignGerðis). Þá taka við Markaleitisteigar(133) eystri og vestri.
Miðja vegu á Hamrinum eru sérlega háir bakkar, myndaðir af landbroti, heita Hamarsbakkar(134). Fram úr þeim gengur klöpp eða klettur, neðsti hluti hans Hamarsklappir(135). Þar er talið, að huldufólk sé. Þar gerðist saga á uppvaxtarárum Oddnýjar á Gerði, sem staðfestir þjóðtrúna. Þeir voru eitt sinn að leik á Breiðabólstaðarlóni suður undan Hamarsbökkum með gleðskap miklum. Allt í einu tekur einn sig úr hópnum og stefnir á harða hlaupum undir Hamarsbakka. Bræður hans kalla á hann og spyrja, hvað hann ætli. Hann svarar engu, en herðir hlaupin. Tóku þeir þá á rás, á eftir honum, og var einn frískastur, gat hann komist í veg fyrir bróður sinn og talaði til hans en fékk ekkert svar. Sá sem elti sá að hér var ekki allt með felldu og gaf honum vel útilátið kjaftshögg, svo blóð féll af vitum hans. Við það stöðvaði drengur hlaupin. Sagði hann bræðrum sínum, að sér hefði fundist, að hann hefði endilega þurftað komast að bökkunum eins og eitthvert ómótstæðilegt afl hefði dregið sig þangað.Eldra fólk taldi, að hann hefði verið heillaður af álfum.
Vestan við Hjáleigu er Gerðisskriða(136). Um þá skriðu var heimreið á Breiðabólstaðar bæi, þar til bílar komu til sögu. Neðan við Gerðisskriðu lá vegur inn valllendisbörð (nú tún) fram Glompu með smábrú á hvorum læk, eystri og vestri. Í Glompu tóku við Messugötur(137), sem lágu á ská niður túnið að Breiðabólstað. Voru þær götur aðeins fyrir Breiðabólstaðarmenn. Vestan við Gerðisskriðu eru Gvendarbrunnsteigar(138), eign Gerðis og Breiðabólstaðar. Efsti hluti Breiðabólstaðarteiga allra voru kölluð Enni(139). Efst í Enni Gvendarbrunnsteigs Gerðis ofan við þjóðveg, sem nú er, en alveg þar, sem gatan lá áður, er uppsprettulind tær og falleg, sem heitir Gvendarbrunnur(140). Lind þessi er talin vígð af Guðmundi góða. Þaðan er nú leitt vatn í Breiðabólstaðarbæi. Brunnurinn var alveg í götunni. Vestan við Gvendarbrunnsteiga og vestasta mýrlendið á þeim slóðum er Lambhagi(141).
Milli fjalls og götu eru þessi örnefni: Við mörk Reynivalla er Hvammur(142), sem tilheyrir báðum bæjum. Efst og austast í honum er Skjólkambstorfa(143), er dregur nafn af Skjólkambi(144), kletti fyrir ofan hana. Austan við hvamminn er Háaleiti. Austan við það er Kvennaskáli(145). Rétt innan við Kvennaskála ofan vegar er Kvennaskálasteinn(146).Þegar konur voru á ferð milli Reynivalla o gBreiðabólstaðar, fylgdu þær hvor annarri áleiðis og skildu í Kvennaskálanum. En ferðamenn voru vanir að æja við Virðingarbalann. Upp af Kvennaskála er Kvennaskálatorfa(147). Austan við hann eru Kvennaskálamosar(148), uppgróið land. Austan við mosana er Haukatorfa innri(149). Milli Kvennaskálamosa og Haukatorfu fellur Bæjargilslækur(150), er spýtir skriðum í rigningum. Ofan við Haukatorfu er hár og breiður skriðuhryggur að neðanverðu, sem heitir Jaðar (151). Efst á honum við rætur klettana er torfa, Jaðartorfa(152). Austan við Jaðar, en vestan við Grámosagúl(153), er djúpur skorningur og allbreiður, Bæjargil(154). Af því dregur lækurinn nafn, en hann er enginn bæjarlækur nú. Hann hefði getað skvett sér hingað niður í vatnsköstum. Efst í Bæjargili er klettur, sem heitir Foss(155). Fram af honum fellur lækur úr fjallinu í rigningartíð. Austan við Bæjargil er Grámosagúll, mosagróin hlaup, framburður úr Bæjargilslæknum. Skriðan upp af Grámosagúl heitir Handleggur(156). Hún er eins og handleggur frá Grámosagúl upp í fjall, (sennilega gefin af Oddnýjarsonum). Austan við Grámosagúl eru Háuskriður(157). Neðst í þeim að austan eru Háumosar(158). Vestanvert og neðst í þeim eru Dýjatorfur eystri(159) og vestri(160). Neðan við þær er Auðnuhvammur(161), auðnulegur mjög eða fallegur. Neðan við hann og vestan er Haukatorfa eystri(162), neðan við hana þrír Smáklettar(163);þar og á Helguhól sátu oft haukar. Neðan við Smákletta er Gamlastekkatún(164). Þar var stekkatún, þar til það var flutt niður á Helghól, sem áður er lýst. Austan við Smákletta eru Vestri-Hryggir(165), austan við þá Dýin(166) og Grænhólar(167). Austan við Dý eru Eystri-Hryggir(168). Ofan við Dý eru Mosar(169). Austan við Eystri-Hryggi er Gerðishvammur(170). Neðst í honum voru beitarhús, kölluð Steingrímsborgir(171), sennilega eftir tengdaföður Oddnýjar á Gerði. Upp af Gerðishvammi eru Smátorfur(172). Efst af þeim er Beinatorfan(173)(engar sagnir). Austan við Gerðishvamm er Illahlaup(174), austan við það Innri Borgarhvammur(175) og niður af honum Borgarskriðan(176). Austan við hann er Borgarhvammur(177). Rétt neðan vegar í Borgarhvammi er steinn, sem heitir Hægur(178). Þann stein skírði Þorsteinn tól. Báðir hvammarnir bera nafn af fjárborg rétt ofan við veg. Milli Borgarhvamma eru tvær torfur, sem lækur fellur á milli og heita Gvendartorfur eystri(179) og vestri(180). Austan við Borgarhvamm er Hamar(181). Efst á honum er Krónsa(182), smákró úr þrem steinum. Austan við hamarinn er Refasteinshvammur(183),er dregur nafn af Refasteini(184);þar gaut tóa. Upp af hvamminum eru Augnahellisból(185), draga nafn af smáhellisaugum í neðsta klettabelti fjallsins. Austast í Refasteinshvammi upp af Markaleitisteig vestri(186) lítill slægjublettur, sem heitir Þorláksenni(187). Skammt austan við það er slægjublettur, er hét Biskupsenni(188). Vestan við Þorláksenni neðst í Refasteinshvammi er Tryllingarmörk(189). Steinn bóndi Þórðarson,bóndi á Breiðabólstað, var þar eitt sinn að slætti. Sló hann af svo miklu kappi að hann gætti sín ekki fyrr en hann var kominn inn á land sem tilheyrði teignum Mjósu á Gerði. Töldu synir Oddnýjar, að Steinn hefði tryllst, og gáfu blettinum,sem  hann var að slá, nafnið Tryllingarmörk. Austan við Refasteinshvamm er Markaleiti(190);þar skilur land Breiðabólstaðar og Sléttaleitis. Milli Markaleitis og Refasteinshvamms er Grasklettur (191),einstakur við fjallsrætur.
Vestast í Breiðabólstaðarklettum(192) eru Sauðungshamrar(193), vestast í þeim neðst Breiðuskriður(194). Neðan við Sauðungshamra ofan við hvamminn er Berjarák(195); þar vex oft mikið af bláberjum. Austan við Berjarák er Skjólkambur(196) neðsti klettur; næst ofan við það klettabelti er Efri-Skjólkambur (197). Ofan við Sauðungshamra uppi í fjallsbrún eru  Flárnar(198). Austan við Sauðungshamra, en vestan við Kvennaskálatind(199), er Kvennaskálagil(200), gengur frá fjallsegg niður í skriðu. Neðsti klettur í Kvennaskálaklettum(201) upp af Kvennaskála heitir Dimmsi(202)(dökkur klettur). Neðan til í Kvennaskálaklettum eru Breiðurákar(203). Hæsti toppurinn á Kvennaskálaklettum heitir Kvennaskálatindur. Tindurinn er einkennilega lagaður, mjór einstakur strókur. Austan við Kvennaskálakletta taka við Fosstorfuklettar(204). Þeir mótast af Gerðisskoru(205) að austan, er gengur niður vestan við Gerðistind(206) frá fjallsegg niður í Brekkur(207). Að vestan mótast þeir af smágili, sem gengur niður milli Kvennaskálatinds og Fosstorfukletta. Eina kennileitið í Fosstorfuklettum eru Fosstorfur(208), vestast í klettunum. Tindurinn upp af Fosstorfum austan verðum heitir Fosstorfutindur(209). Austan við hann í egginni er Fosstorfuskarð(210). Er það hæsti tindur í Breiðabólstaðarfjöllum samkvæmt landmælingum. Fosstorfutindi fylgir sú náttúra: Þegar úr honum hrapar, veit á þurrk.
Gerðistindur er upp af Gerðishvammi(211). Ef úr honum hrapar, er óbrigðult, að veit á rigningu. Neðst í Gerðistindi er klettabelti, sem heitir Gat(212). Vestan við Gatið gengur klettarani niður, sem heitir Gerðistangi(213). Vestan við hann er Gerðisskora(214), fært gil upp á brún. Upp úr því klettabelti gengur gat upp á sjálfan klettinn, það vítt, að maður getur komizt það upp með því að spyrna fótum og baki í bergveggina. Kletturinn ofan er gróinn, og heitir torfan á honum Torfan á Gatinu(215). Í austanverðum Gerðistindi nokkuð ofan við miðju er Lauguhrútstorfa(216). Austan við Gerðistind er klettalaus flái í egginni, sem gengur austur að Rótargili(217) og heitir Sléttibotn(218). Rótargil dregur nafn af hvannarótum. Neðan og vestan við Rótargil er Rótargilshellir(219), dálítill skúti. Þar nær eru Rótargilsrákar(220). Sú sögn fylgdi hellinum, að væri hann mokaður út, mundi happreki á Breiðabólstaðarfjöru. Neðan við Sléttabotn er Hvannstóð(221). Þangað var sótt hvannarót á harðindaárum og ekki fært nema beztu klettamönnum. Austur af Hvannstóði niður af Sléttabotni austast er svelti, sem sennilega heitir Dimmraddarsvelti(222). Niður af Hvannstóði og niður á móts við Bleikaflug(223) er Golaugargil(224)(óvíst um). Vestan við Golaugargil og austan við Gerðistind miðja vega er Grámorsutorfa(225)(kind, Grámorsa). (Golaug hefði getað verið golaugótt ær að ætlun Steinþórs.) Niður á Grámorsutorfu eru Gerðisbásar efri(226) og neðri(227). Niður og austur af þeim er Bleikaflug. Neðan við það eru Lyngrákar(228), sem ganga vestur í skriðu.
Fossrákar(229) heita klettabeltin milli Foss(230) og Fosstorfa(231). Lítil, en græn torfa er undir neðsta belti þeirra ráka, sem heitir Torfan á Fossinum(232). Niður úr Gerðistindi gengur klettatangi niður úr Gerðishvammi, sem heitir Gerðistangi(233). Upp frá Gvendartorfu upp í Lyngrákar austast er Einstig(234). Um það fara aðeins færustu klettamenn, en þó sagðist Oddný á Gerði hafa farið þar, ólétt að tvíburum. Þar sem skriðurnar mynda hringlagaða smákvos og ganga lengst upp að klettum í Borgarhvammi, er lá(gu)rklettur, sem heitir Gapi(235)(hann gapir móti skriðunum). Upp hann liggur aðalleiðin um miðkletta Breiðabólstaðar, fær flestum sæmilegum klettamönnum, en ófært er þar niður. Rétt vestan við Gapa er Klöppin(236); hún er ófær upp, en niður renna menn sér hana á þann hátt, að brugðið er bandi um stein á Klapparbrúninni, og renna sér svo niður eftir bandinu. Ofan við Gapa eru Gaparákir(237)(-ar). Austast í Gaparákum við Rótargil neðst er Gærusvelti (238)(sauðargæra). Ofan Gaparákir er Rauðarák(239), sem gengur austur í Rótargil og vestur að Bleikaflugi (klettur, bleikur að lit). Ofan við Rauðurák er hátt standflug, sem heitir Háaflug(240). Í næsta kletti ofan við Háaflug, því nær miðja vega, er Svartkollusvelti (241). Upp af Háaflugi vestast er Flatagil(242). Austur af því efst, en vestan megin Rótargils eru Heytollatorfur(243);þar hafa einhvern tíma gengið heytollar(kindur) frá presti á Kálfafellsstað. Austan við Háaflug er Rótargil, flatt og gróið gil, einkum að ofan. Gengur það frá fjallsbrún niður á neðstaklett við skriður. Í því eru hvannarætur. Stutt austan við Rótargil neðst er Augnahellissvelti efra(244) og neðra(245), og draga nafn af áðurnefndum Augnahellrum, sem þar eru neðan við. Á milli Augnhellissvelta og Rótargils neðst er Konsakambur(246). Vinnumaður á Gerði, Konráð, sótti lamb þar í svelti og stökk yfir flug gjót (leiðr. 1971 SÞ)að komast að lambinu. Það stökk kvað Þórbergur gera öll ólympíumet hlægileg. Yfir Augnahellissveltum austast rís hár og sérkennilegur klettstrókur, sem heitir Bergur(247). Framan í Bergi er skriðubás, sem er svelti, sem heitir Magáll(248)(Magállinn á Bergi(249)). Þessi nöfn eru uppfundin af föðurbræðrum Þórbergs og Steinþórs. Norðan við Berg er torfa kölluð Torfan norðan við Berg(250). Austan við Grasklett er Vestra-Markargil(251), austan við það Eystra-Markargil(252). Eystra gilið er í mörkum milli Breiðabólstaðar og Sléttaleitis. Í eystra gilinu ofarlega vestan megin er Morsutorfa(253),(svelti).
Sagan, sem gerðist í Glompu: Það var á bjartri vornótt, að Steingrímur eldri á Gerði kom úr fjallgöngu. Þá nótt vakti Marin, sem var vinnukona á Hala, yfir túninu. Var hún að vokka niður í Glompu, þegar Steingrím bar þar að. Þegar þau höfðu stutta stund staðið þar á tali, mælist Steingrímur til samfara við hana. Var Marin treg að lofa því, en Steingrímur því ákafari að sækja sitt mál. Lauk þeirra viðræðum með því, að Steingrímur lofaði henni sauðarsteilum, ef hún yrði við bón sinni. Að því gekk Marin. Af þessum samfundum þeirra leiddi það, að Marin varð þunguð. Fæddi hún barnið á sínum tíma nærri lífvana. Bað hún ljósmóðurina blessaða að vera ekki að reyna að tjarga í það lífinu, enda kom það ekki til;það lézt stuttu eftir fæðingu.
„Að slá glompur í tún“ sögðu einhverjir Hornfirðingar.
Skíturinn úr kúnni: Eitt sinn höfðu þeir nábúarnir Steingrímur á Gerði og Steinn Þórarinsson á Breiðabólstað kú í félagi. Skiptist nytin úr henni til helminga milli þeirra. Lögðu þeir hvor um sig henni hálft fóður. Var kýrin til umhirðu og í fjósi hjá Steini. Nú taldi Steingrímur, að sér bæri helmingur úr skítnum úr kúnni, þar sem hann legði henni hálft fóður. Steinn neitaði þessu og taldi ekki of mikið, að hann hefði allan skítinn fyrir umhirðuna á kúnni. Þessu reiddist Steingrímur og orti:
Þó eldur, sjórinn, torf og tré
týnist í þín iður,
samt þó fullur aldrei ert (sé)?
illur Ýmisliður
trýttur torflofts niður.

Þegar Steingrímur lét Oddnýju á Gerði heyra þessa vísu, sagðist hún hafa sagt: „Á þetta nú eitthvað að vera líkt skáldskapnum hans Hallgríms sáluga?“ „Það er ekki verri meining í því, “sagðiSteingrímur.
„Ekki bað hún mig nú beinlínis um það.“Stuttu fyrir aldamótin bjó í Borgarhöfn bóndi, sem Björn hét og var Björnsson. Hann var greindur, sagði vel frá og raulaði fallega lög. Hann var um langt skeið bátsformaður í Suðursveit. Eftir að hann hætti búskap, dundaði hann við ýmislegt, þar á meðal að búa út melreiðinga og sauma skinnföt fyrir sveitunga sína. Alls staðar var Birni fagnað, þar sem hann kom og ekki sízt fyrir það, hvað hann var skrafreifur og sagði vel frá. Eitt sinn heyrði ég hann segja þessa sögu:
„Það bar til að sumarlagi, að Snjólaug í Skálafellsseli var stödd vestur í Borgarhöfn. Vildi þá svo til, að leiðir okkar lágu saman austur Borgarhafnarfjall. Þegar við erum komin svona miðja leið austur fjallið, tyllum við okkur niður og hvílum okkur. Þegar við höfum stutta stund setið, segir Snjólaug:„Ekki gerði það nú til, þó hold kæmivið hold.“„Mikið ógn velgdi mér við eigninni,“ sagði Björn með svo djúpri fyrirlitningu, að það sagði meira en orðin sjálf.

 

Stafrófsskrá örnefna:
Arateigur 54
Auðnuhvammur 161
Augnahellisból 185
Augnahellissvelti efra 244
Augnahellissvelti neðra 245
Aur 18
Aurmosar 19
Aurtorfa 20
Austasta-Borgarhraun 3
Bakkar 15
Bakkavatn 14
Balar 47
Balar 63

Bali 46
Beinatorfa 173
Bergur 247
Berjarák 195
Biskupsenni 188
Blautuskákar 122
Bleikaflug 223
Borgarhraun, Austasta- 3
Borgarhvammur 177
Borgarhvammur, Innri- 175
Borgarskriða 176
Borgarskriðuskákar (-ir) 121 
Botna 131
Botnhylki 120
Breiðabólstaðarfjara 9
Breiðabólstaðarklettar 192
Breiðabólstaðarlón 2
Breiðabólstaðarós 7
Breiðabólstaðarteigar 109
Breiðaskák Breiðabólstaðar 129 
Breiðaskák Gerðis 130
Breiðurákar 203
Breiðuskriður 194
Breiðabólstaður 13

Brekkur 207

Bringur 119

Bæjargil 154

Bæjargilslækur 150

Bæjarþorp 45

Dimmraddarsvelti 222

Dimmsi 202

Dý 166

Dýjatorfur eystri 159

Dýjatorfur vestri 160

Efra-Augnahellissvelti 244

Efratún 92, 100

Efri-Gerðisbásar 226

Efri-Hjáleiguteigar 113

Efrimýrar 5

Efri-Skjólkambur 197

Einstig 234

Eldiviðarflötur 42

Enni 139

Eystra-Gatnatún 74

Eystra-Markagil 252

Eystra-Rof 37

Eystri-Dýjatorfur 159

Eystri-Gvendartorfur 17

Eystri-Hryggir 168

Eystri-Haukatorfa 162

Eystrilækur 111

Fagriflötur 82

Fjósabali 44, 91

Flár 198

Flatagil 242

Flatargirðing 32

Fletir 31

Flötur 41

Foss 155, 230

Fossrákar 229
Fosstorfuklettar 204
Fosstorfur 208, 231
Fosstorfuskarð 210
Fosstorfutindur 209
Gamlastekkatún 164 8
Gaparákir (-ar) 237
Gapi 235
Gat 212
Gatnatún, Eystra- 74
Gatnatún, Vestra- 72
Gatnatúnshús 96
Gerðisbásar efri 226
Gerðisbásar neðri 227
Gerðishvammur 170, 211
Gerðismynni 110
Gerðisós 8
Gerðisskora 205, 214
Gerðisskriða 136
Gerðistangi 213, 233
Gerðistindur 206
Girðing 83
Glompa 79
Glompuhesthús 80
Golaugargil 224
Grámorsutorfa 225
Grámosagúll 153
Gránahesthús 84
Grasklettur 191
Grænhólar1 67
Gulur, Litli- 118
Gulur, Stóri- 115
Gvendarbrunnsteigar 138
Gvendarbrunnur 140 1
Gvendartorfur eystri 179 
Gvendartorfur vestri 180 
Gærusvelti 238 6
Hamar 125, 181

Hamarsbakkar 134

Hamarsklappir 135

Hamarsteigar 124

Handleggur 156

Haukatorfa eystri 162

Haukatorfa innri 149

Háubalar 4

Háaflug 240

Háumosar 158

Háuskriður 157

Heimulumynni 24

Helgaleiði 26

Helghóll 25

Hesthús, Litla- 67, 103

Heygarðshólar 66

Hjáleiguteigar efri 113

Hjáleiguteigar neðri 114

Hjörleifsgræfur 27

Hundraðshesthús 99

Hundraðstún 75

Hundraðstúnið á Gerði 76

Húsagarðar 64

Hryggir, Eystri- 168

Hryggir, Vestri- 165

Hvammur 142

Hvannstóð 221

Hægur 178

Illahlaup 174

Illakelda 117

Innra-Rof 33

Innri-Borgarhvammur 175

Innri-Haukatorfa 149 

Jaðar 15

Jaðartorfa 152

Klöpp 87

Klöpp 23

Konsakambur 246

 

Króartangalækur 12
Króartangi 11
Krónsa 182
Krúna 128
Kvennaskálagil 200
Kvennaskálaklettar 201
Kvennaskálamosar 148
Kvennaskálasteinn 146
Kvennaskálatindur 199
Kvennaskálatorfa 147
Kvennaskáli 30, 145
Kvíar 40
Lág 38
Lág 81
Lágar 50
Lambhagi 141
Langaklöpp 22
Lauguhrútstorfa 216
Leira 107
Litla-Hesthús 67, 103
Litlaskák 126
Litli-Gulur 118
Loftstóttaklappir 17
Loftstóttalækur 13
Loftstættur 16
Lyngrákar 228
Lægð 6
Lægð 85
Lækjargil 62
Magáll 248, sbr.  249
Magállinn á Bergi 249, sbr.248 
Markagil, Eystra- 252
Markagil, Vestra- 251
Markaleiti 190
Markaleitisteigar 133
Markaleitisteigurvestri 186 
Markhólmi 1
Messugötur 137
Miðbarð 90

Miðmorgunstangi 68, 116

Mjósa 73, 127

Mjósa á Gerði 132

Morsutorfa 253

Mosar 169

Neðra-Augnahellissvelti 245

Neðratún 71

Neðratúnið á Gerði 89 

Neðri-Gerðisbásar 227

Neðri-Hjáleiguteigar 114

Orustuvöllur 51

Ranatún 60

Rauðarák 239

Refasteinn 184

Refasteinshvammur 183

Reynivallateigar 123

Rof 35

Rof, Eystra- 37

Rof, Innra- 33

Rofalækur 36

Róssa 65

Rótargil 217

Rótargilshellir 219

Rótargilsrákar 220

Sauðungshamrar 193

Skák 56

Skjólkambstorfa 143

Skjólkambur 144, 196

Skjólkambur, Efri- 197

Skötusker 23, 108

Sléttibotn 218

Smáklettar 163

Smátorfur 172

Spánartún 101

Spánn 93

Steinasandur 55

Steingrímsborgir 171

Stekkatún 77
Stekkatúnið á Gerði 78
Stekkatúnshús 95
Stekkur 34
Stjarnahesthús 98
Stórahús 104
Stóralág 49, 88
Stóraskák 53, 97
Stóri-Gulur 115
Stöðull39, 57, 86
Suðurlambhús 102
Svartkollusvelti 241
Teigar 69
Torfan áFossinum 232
Torfan áGatinu 215
Torfan norðan við Berg 250
Traðir 59
Trjátótt 94
Tryllingarmörk 189
Úlfshaugur 70
Ullarhraun 21, 105
Ullarhraunsgjögur 106
Ullarhraunslág 61
Ullarhraunsmýri 58
Vestra-Gatnatún 72
Vestra-Markagil 251
Vestri-Dýjatorfur 160
Vestri-Gvendartorfur 180
Vestri-Hryggir 165
Vestrilækur 112
Vestri-Markaleitisteigur 186
Vinnumannabakki 10
Viðringarbali 29, sbr. 28
Virðingarbali 28, sbr. 29
Vondaskák 52
Ytrimýrar 4
Þorláksenni 187
Þúfur 43

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 0
Gestir þennan mánuð: ... 27
Gestir á þessu ári: ... 104549