Skip to main content

DDD-myndir

  • Svana fyrir sýningu

  • Völvusöngurinn

    Völvusöngurinn. ( úr myndinni) Svana og Steinunn Jónssdóttir ( úr Reykjavíkurdætrum ) 

    Lag: Una Stefánsdóttir, texti: Sigrún Vala Valgeirsdóttr.

  • Úr bíósalnum

  • Hópurinn

    Hópurinn á sviðinu.- ( frá vinstri aftari röð ) - Lína Thoroddsen ( klippari ) Kristín Erna Arnardóttir ( aðalframleiðandi ), Agnes Eydal ( ein aðalleikonan og framleiðandi ), Svana ( aðalleikona, annar handritshöfunda, annar leikstjóra, söngkona og annar búningahönnuða ) , Sif Benedikta ( sá um búninga Sigrúnar ), Þurý Bára Birgisdóttir, ( hljóðkona ), Erla Ósk Arnardóttir Lilliedahl ( listrænn stjórnandi ) Jón Már Gunnarsson annar aðaltökumanna,  ásamt því að gera brellur, grafík og litaleiðréttingu ). 

  • Kvennakórinn

    Hluti af kvennakórnum Ljósbrá, sem söng lag Magnúsar Eiríkssonar, ´"Ástfangin í þér"

    í útsetningu Ingbjargar Erlingsdóttur kórstjóra. Lagið er gamalt þjóðhátíðarlag frá 2006

  • Úr anddyrinu

Lesa meira

Mannvist á Mýrum - fleiri myndir

  • Mannvist 2

  • Mannvist 3

  • Mannvist 4

Lesa meira

Oddný á Gerði og aðrar rismiklar og líflegar kerlingar á 19. öld. Málþing í Þórbergssetri 4. nóvember 2023

FámenntÞað var merkilegur Oddnýjardagur í Suðursveit í gær. Mér fannst ég finna fyrir nálægð forfeðra og mæðra á þessum fallega degi. Þakk kærlega fyrir komuna Erla Hulda Halldórsdóttir fyrir einkar skemmtilegt erindi um Oddnýju og Soffía Auður Birgisdóttir að minna á gömlu konurnar og Þórberg. Mestar þakkir eiga þeir bræður frá Hala , Þórbergur og Steinþór Þórðaron að gefa okkur allar minningar liðins tíma til að dvelja við. Erindin er hægt að nálgast hér í beinu streymi en því miður fór hljóðið af síðustu 15 mínúturnar.
Dagskrá málþingsins var eftirfarandi 
1:00 Setning
11:15 Ein skrifandi kona í Suðursveit. Oddný á Gerði í sögulegu samhengi ; Erla Hulda Halldórsdóttir sagnfræðingur
12:00 Léttur hádegisverður
12:45 Þórbergur og gamlar konur; Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur
13:30 Spiluð upptaka af frásögum Steinþórs og Þórbergs af Oddnýju á Gerði
14:00 Sögur af nágrannakonum Oddnýjar ,,Sunnan við Steinasand" ; Þorbjörg Arnórsdóttir forstöðumaður Þórbergsseturs
14:45 Spilaðar gamlar upptökur Steinunnar á Hala, o.fl
Umræður og kaffiveitingar
Þingi slitið
Upptöku af málþinginu má sjá hér á You tube síður Þórbergsseturs.
 
Smelltu á linkinn hér fyrir neðan  til að horfa.
 
Málþing í Þórbergssetri

Bókakynning og ljóðalestur í Þórbergssetri á Hala

Bókaútgáfa Félags ljóðaunnenda á Austurlandi og önnur starfsemi félagsins verður kynnt í Þórbergssetri á Hala sunnudaginn 30. apríl 2023. Dagskráin hefst klukkan 13:30 og lýkur klukkan 15:30. Stjórn félagsins stendur að kynningunni í samstarfi við Þorbjörgu Arnórsdóttur, forstöðumann Þórbergsseturs.                     
Eftirtalið stjórnarfólk kemur fram á samkomunni og segir frá bókum félagsins og flytur ljóð úr þeim: Arnar Sigbjörnsson úr Fellabæ, nú búsettur í Kópavogi, Magnús Stefánsson Fáskrúðsfirði og Sólveig Björnsdóttir Laufási í Hjaltastaðaþinghá. Síðast en ekki síst kemur fram skáldkonan Kristín Laufey Jónsdóttir, Hlíð í Lóni og flytur eigin ljóð og annarra.               Félag ljóðaunnenda á Austurlandi var stofnað árið 1996 og fljótlega urðu félagarnir yfir eitt hundrað að tölu. Hefur sá fjöldi félagsmanna haldist að mestu óbreyttur öll þessi ár. Félagið hefur verið hugsað sem sameiginlegur vettvangur höfunda og annarra ljóðaunnenda og það hefur staðið fyrir fjölmörgum samkomum víða um fjórðunginn þar sem ljóð hafa verið lesin og sungin. Þá hefur félaginu verið ætlað að örva og styðja félagsmenn til útgáfu eigin ljóða. Strax við stofnun félagsins komu fram hugmyndir um útgáfu ljóðasafns eftir austfirska höfunda, slíkt safn hafði komið út árið 1949, bókin Aldrei gleymist Austurland. Fyrsta bók hins nýja ljóðafélags kom svo út árið 1999 og hlaut heitið Raddir að austan – Ljóð Austfirðinga. Bókin hefur að geyma ljóð og lausavísur eftir 122 austfirska höfunda sem allir voru á lifi við útkomu bókarinnar.                 
Ekki stóð til í upphafi að félagið legði fyrir sig frekari bókaútgáfu en árið 2001 hóf það útgáfu á flokk ljóðabóka undir heitinu: Austfirsk ljóðskáld. Fyrsta bókin hlaut heitið Austan um land, höfundur hennar er Sigurður Óskar Pálsson frá Borgarfirði eystra. Svo hefur þetta æxlast þannig að síðan hefur ein bók komið út í flokknum á hverju ári. Þær eru því orðnar 22 að tölu. Sú nýjasta er úrval úr ljóðum fjögurra systkina frá Heiðarseli í Jökuldalsheiði, hún kom út á síðasta hausti. Bók númer 23 er í undirbúningi, ljóð Iðunnar Steinsdóttur frá Seyðisfirði.  Fljótlega kom að því að framboð varð á fleiri ljóðahandritum en komust að í flokknum og félagið fór að gefa út það sem við nefnum „aukabækur“. Svo skemmtilega vill til að þær eru líka orðnar 22 talsins svo að félagið hefur gefið út 44 bækur.                                                                                                          
Erfitt er að láta sölu ljóðabóka standa undir kostnaði við útgáfu þeirra og félagið hefði ekki gefið út allar þessar bækur án þeirra styrkja sem það hefur notið. Uppbyggingarsjóður Austurlands hefur styrkt útgáfuna mörg síðustu ár og einnig sveitarfélög á Austurlandi. Félagar greiða ekki eiginlegt félagsgjald en kaupa eitt eintak af bókum í flokknum Austfirsk ljóðskáld. Með þessu móti er félaginu kleift að halda bókaútgáfunni áfram. Magnús Stefánsson.

 

Lifandi mál, lifandi manna

lifandi mál lifandi mannaeftir Kristján Eiríksson
Kynning i dag á afmælisdegi Þórbergs Þórðarsonar 12. mars kl. 14:00
 
„Þótt mikið hafi verið skrifað um ritstörf og ævi meistara Þórbergs Þórðarsonar er einn þáttur sem jafnan hefur orðið útundan en það er esperantotímabilið og áhugi Þórbergs á framgangi hlutlausrar alþjóðatungu. Esperanto var í huga hans það tæki sem gat bjargað menningu smáþjóðanna og um leið sameinað allar þjóðir heimsins í eitt ríki þar sem allir menn nytu réttlætis.
Hér er þessu tímabili gerð ítarleg skil og fjallað um fyrstu kynni Þóbergs af alþjóðamálinu, þýðingar hans og skrif á esperanto, og sagt frá samskiptum hans við erlenda esperantista, ritdeilum um málleysur og alþjóðamál, esperantokennslubókum hans og orðabók sem hann vann að árum saman. Þó er ekki síst fengur að öllu því efni sem Þórbergur ritaði á esperanto, greinum, bréfum, lesköflum og öðru. Margt af þessu birtist hér á íslensku í fyrsta sinn í þýðingu Kritstján Eiríkssonar.

Bækur sem Félag bókagerðarmanna ánafnaði Þórbergssetri - myndir

Lesa meira

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 207
Gestir þennan mánuð: ... 6525
Gestir á þessu ári: ... 24548