Skip to main content

Skráning á málþing

Nú er hægt að skrá sig hér á vefnum á málþing um Þórberg Þórðarson. Málþingið verður haldið dagana 29 - 30 maí. Fyrri daginn er formleg dagskrá að Hrollaugsstöðum. Seinni daginn verður farið í göngu- og skoðunarferð á heimaslóðum Þórbergs og m.a. skoðaðar fornleifar sem fundust fyrir nokkrum árum á Steinadal. Við frumrannsóknir á svæðinu var komið niður á gólf þar sem fundust munir frá víkingaöld. Gamlar sagnir um Papbýli og bæinn Hof í Papbýli, sem sagt er frá í Landnámu komust því aftur á kreik, og forvitnilegt væri að rannsaka svæðið nánar á næstu árum. Þeir sem vilja koma með og njóta útiveru seinni daginn þurfa að taka með sér gönguskóna. Allir eru velkomnir á málþingið, en dagskráin er hér á vefnum undir liðnum málþing.

Fréttir af málþingi

thorb4Fyrirhugað er að halda málþing um Þórberg Þórðarson á Hrollaugsstöðum í Suðursveit 29.maí næstkomandi. Dagskrá þingsins er að mótast og fjölmargir áhugaverðir fyrirlestrar verða fluttir á málþinginu. Í hópi fyrirlesara eru Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur, Pétur Gunnarsson rithöfundur, Vésteinn Ólason frá Árnastofnun, Svavar Sigmundson frá Örnefnastofnun og margir fleiri. Helga Jóna Ásbjarnardóttir, Lilla Hegga ætlar að segja frá samskiptum sínum við Sobeggi afa og Mömmugöggu. Jón Hjartarson leikari ætla að heiðra málþingið með þátttöku sinni og stíga á svið er líða fer á kvöldið. Dagskráin er birt í heild sinni inn á vefnum undir liðnum málþing. Þátttakendur geta skráð sig á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 478 -1073 Gistingu er hægt að panta að Smyrlabjörgum í síma 478 - 1074 eða að Hrollaugsstöðum í síma 478 - 1905.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 0
Gestir þennan mánuð: ... 3917
Gestir á þessu ári: ... 21941