Skip to main content

Sérstaða Þórbergsseturs

Starfsemi Þórbergsseturs er afar sérstök hvað varðar uppbyggingu menningartengdrar ferðaþjónustu í sveit sem byggir á merkustu menningarminjum þjóðarinnar, bókmenntum og sagnalist. Sérstaða verkefnisins felst m.a. í því að bækur Þórbergs eru skrifaðar inn í raunverulegt umhverfi og um raunverulegt fólk og fjalla m.a.um atvinnuhætti og menningu horfins tíma. Sú þekking og arfleifð sem Þórbergur bjargaði frá glötun gefur möguleika á að skapa sterkar tengingar út í samfélagið til uppbyggingar atvinnu og ferðaþjónustu í dreifbýli Einstakar lýsingar Þórbergs á náttúrufari, sögu og mannlífi höfða einnig til erlendra ferðamanna nú þegar Þórbergssetur er orðið að veruleika og þeir eiga þess kost að lesa saman sögu og umhverfi og setja sig í spor þess fólks er bjó í Suðursveit á liðnum öldum. Á sýningum Þórbergsseturs má greina hvernig mannsandinn naut ögrunarinnar – hvernig átök við óblíð náttúruöfl efldi vitundarþroska og framtak fólksins til að komast af - þrátt fyrir kröpp kjör. ,, Þar rís list Þórbergs hæst, hvernig honum tekst að glæða fróðleik lífi”

Lesa meira

Lifandi menningarsetur með fjölbreytta starfsemi

steinabaliMarkmið með stofnun Þórbergsseturs eru skilgreind í skipulagsskrá frá árinu 2003. Þau eru eftirfarandi:

Tilgangur Þórbergsseturs er meðal annars að:

  1. Efla rannsóknir og umfjöllun um ævi, störf og ritverk Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar frá Hala í Suðursveit.
  2. Efla fræðastörf er tengjast söfnun, varðveislu og skráningu menningarminja í Suðursveit og síðar Austur Skaftafellssýslu.
  3. Miðla þekkingu á fjölbreyttan hátt og standa fyrir fræðslu til ferðamanna og almennings um Þórberg Þórðarson, sögu og mannlíf í Austur Skaftafellssýslu

Lesa meira

Bygging Þórbergsseturs

120320050304200513042005Framkvæmdir við húsnæði Þórbergsseturs hófust 26. febrúar 2005 og unnið var við byggingu í 3 mánuði það ár, þá var gert hlé á framkvæmdum en síðan hafist handa á ný í janúar 2006. og á sex mánuðum tókst að ljúka við húsnæði og uppsetningu þeirra tveggja sýninga sem nú eru í Þórbergssetri. Glæsileg opnunarhátíð var haldin 30. júní 2006

Lesa meira

Merking gönguleiða, fornminjar og örnefni

klukkugilskaltoftÁ árunum 2003 og 2004 voru merktar þrjár gönguleiðir, tvær þeirra eru ratleikir í nágrenni Hala, en hin þriðja er stikuð gönguleið með vegvísum að fjallabaki. Á hverri gönguleið eru söguskilti með tilvitnun í bækur Þórbergs og gamlar sagnir af svæðinu. Einnig var á þessum árum farið í skipulagðar gönguferðir með leiðsögn um sögusvið Suðursveitabóka Þórbergs og vakin athygli á sérkennum í náttúrufari en einnig merkum menningarminjum í umhverfinu og fjallað um sambýli manns og náttúru í 1100 ár.

Mikla athygli hafa vakið fornar rústir í Papbýli hinu forna sem fundust 1998 og þegar teknar voru þar tilraunaholur árið 2001, reyndust þær vera frá fyrstu öldum Íslands byggðar. Gamlar munnmælasögur hafa verið rifjaðar upp og tengdar á ný umhverfi og staðháttum. Örnefni voru merkt inn á sérstakar örnefnamyndir og eru til sýnis í Þórbergssetri og fyrirhugað er að safna þar saman frekari fróðleik um umhverfi, búsetu og mannlíf og viðhalda þekkingu á gömlum sögnum um álfa, drauga og tröll.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 71
Gestir þennan mánuð: ... 4590
Gestir á þessu ári: ... 22614