Að loknu ári 2015
Starfsskýrsla Þórbergssetur fyrir árið 2015
Að loknu ári 2015 kemur berlega í ljós hversu margbreytileg starfsemi fer fram innan Þórbergsseturs á Hala í Suðursveit. Aukinn ferðamannastraumur, aukin veitingasala og minjagripasala gefur nú þær aukatekjur sem skipta mestu máli og tryggja í raun fjárhagslegan rekstur Þórbergsseturs, sem viðbót við framlag ríkisins ár hvert. Þórbergssetur fær 10% af brúttórekstri veitinga- bóka – og minjagripasölunnar í sinn hlut. Árið 2015 var mikil aukning erlendra ferðamanna og umfang og sala veitinga og minjagripa jókst verulega frá fyrra ári eða um allt að 60%. Aðsókn Íslendinga hefur dregist saman hlutfallslega en æ fleiri erlendir ferðamenn koma í heimsókn á Hala, njóta þar heimafenginna veitinga , skoða sig um á sýningum og njóta einstaks umhverfis. Jafnframt þessu hefur Þórbergssetri tekist að halda uppi öflugri menningarstarfsemi og árlegir viðburðir hafa fest sig enn betur í sessi.