Skip to main content

Að loknu ári 2014

Árið 2014 er nú liðið í aldanna skaut. Hvað varðar starfsemi Þórbergsseturs má segja um þetta ár að það hafi verið með eindæmum gjöfult ár. Mikill ferðamannastraumur, aukin umferð í Þórbergssetri m.a. vegna fjölgunar gistirýma á Hala og einstaklega gott veðurfar einkenndu árið 2014.

Margt kemur á óvart og hefði ekki með nokkru móti verið hægt að segja fyrir um þá þróun þegar starfsemin hófst árið 2006, jafnvel ekki fyrirséð fyrir aðeins þremur árum síðan. Í fyrsta lagi þá er ferðamannastraumur nú jafn allt árið um kring, greina má þó tvo hátinda, þ.e. frá 15. febrúar til loka marsmánaðar og síðan yfir hásumarið frá því í byrjun júlí til loka ágúst. Það er sá tími sem Íslendingar koma í heimsókn í Þórbergssetur, en þeir sjást vart þar fyrir utan. Á jaðartímum þ.e. haust og vor er einnig veruleg aukning ferðamanna. Í öðru lagi kemur það mjög á óvart hversu mjög aðsókn útlendinga hefur aukist og er þar áberandi aukning ferðamanna frá Asíu og Bandaríkjunum, en Evrópubúar láta meira sjá sig yfir sumarið á hinum hefðbundna ferðamannatíma. Hlutfall erlendra ferðamanna sem koma í Þórbergssetur hefur aukist verulega.

Lesa meira

Að loknu ári 2013

Árið 2013 er liðið og það sem einkennir það ár umfram allt annað er gífurleg aukning ferðamanna, allt árið um kring. Sú staðreynd hefur eflt mjög starfsemi Þórbergsseturs sem jafnframt þýðir þó að starfsemin einkennist í meira mæli af móttöku ferðamanna og þjónustu við þá en áður. Menningarviðburðir hafa jafnvel þurft að víkja til hliðar og markaðssetning meðal Íslendinga er minni en áður þar sem ekki reynist unnt að finna tíma til að taka á móti hópum í helgardvöl. Engu að síður var árið viðburðarríkt og Þórbergssetur markar sér sérstöðu með því að leggja áherslu á fræðandi ferðaþjónustu og persónulega þjónustu með menningarlegu ívafi auk þess sem borið er á borð fyrir gesti matur og veitingar frá Hala eða úr heimahéraði.

Lesa meira

Að loknu ári 2012

Árið 2012 hefur verið viðburðarríkt ár í Þórbergssetri eins og oft áður. Gestakomur voru tíðar og aukin aðsókn að safninu enda ekki eldgos eða önnur náttúruvá sem hafði áhrif á umferð ferðamanna eins og næstu tvö ár á undan. Ekki hefur tekist að koma tölu á þá gesti sem koma í Þórbergssetur eða hversu margar gestakomur eru, en áætlað er að það muni vera a.m.k. um 22.000 gestakomur á ári. Aðsókn á sýningar er mun minni eða áætlað um 6000 manns á árinu 2012. Umferð yfir vetrartímann hefur aukist, þar munar mestu um erlenda ferðamenn sem heimsækja Skaftafellssýslur, gista og njóta veitinga á Hala, en fræðast um leið um umhverfi og náttúru, Þórberg Þórðarson og verk hans. Ljósmyndarar dvelja oft í 4 – 5 daga og reyna að fanga litbrigði náttúrunnar á nóttu sem degi og fagna mest norðurljósum og stjörnubjörtum nóttum. Starfsemi ársins 2012 einkennist því af móttöku erlendra ferðamanna í auknu mæli, bæði einstaklingum og hópum og fræðslu til þeirra. Þannig haslar Þórbergssetur sér völl sem ferðamannastaður sem leggur áherslu á fræðandi ferðaþjónustu og persónulega þjónustu með menningarlegu ívafi auk þess sem borið er á borð fyrir gesti matur og veitingar frá Hala eða úr heimahéraði.

Lesa meira

Að loknu sumri 2012

Árið 2012 hefur verið viðburðarríkt ár í Þórbergssetri eins og oft áður. Gestakomur voru tíðar og aukin aðsókn að safninu  enda ekki eldgos eða önnur náttúruvá sem hafði áhrif á umferð ferðamanna eins og næstu tvö ár á undan. Ekki hefur tekist að koma tölu á þá gesti sem koma í Þórbergssetur eða hversu margar gestakomur eru, en áætlað er að það muni vera a.m.k. um 22.000 gestakomur á ári. Umferð yfir vetrartímann hefur aukist, þar munar mestu um erlenda ferðamenn sem heimsækja Skaftafellssýslur, gista og njóta veitinga á Hala, en fræðast um leið um umhverfi og náttúru, Þórberg Þórðarson og verk hans. Ljósmyndarar dvelja oft í 4 – 5 daga og reyna að fanga litbrigði náttúrunnar á nóttu sem degi og fagna mest norðurljósum og stjörnubjörtum nóttum.  Starfsemi ársins 2012  einkennist því af móttöku erlendra ferðamanna  í auknu mæli, bæði einstaklinga og hópa og fræðslu til þeirra. Þannig haslar Þórbergssetur sér völl sem ferðamannastaður sem leggur áherslu á fræðandi ferðaþjónustu og persónulega þjónustu með menningarlegu ívafi  auk þess sem borið er á borð fyrir gesti matur og veitingar frá Hala eða úr heimahéraði.

Lesa meira

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 194
Gestir þennan mánuð: ... 8731
Gestir á þessu ári: ... 16771