Skip to main content

Þórbergur Þórðarson 1888 – 1974 - en

Growing up in Suðursveittorbergur-203x300

Þórbergur Þórðarson, one of Iceland’s most significant twentieth-century authors, was born and grew up at Hali farm, in the district of Suðursveit. At that time, this community was geographically isolated, cut off on both sides by rushing, sand-filled glacial rivers. Above it, there were massive mountain ranges topped by stretches of glacial ice; below it, a harbourless expanse of wave-beaten sands.

In the closed-off world of Suðursveit, life was characterised by a struggle with the powers of nature. Without a doubt, this fight stimulated the inhabitants’ mental capacity, demanding that they be highly practical, precise, skilled in crafts, and perceptive. The sole signs of any other world were the French sailing vessels which approached the shores in spring; these lured the young boy Þórbergur to seek adventure.

Lesa meira

Stutt æviágrip um Þórberg Þórðarson

Torfi Steinþórsson skrifar:

gamli haliÞórbergur Þórðarson var fæddur að Hala í Suðursveit 12. mars 1888. Foreldrar Þórbergs voru þau hjónin á Hala Anna Benediktsdóttir og Þórður Steinsson. Hjá foreldrum sínum ólst Þórbergur upp og vandist þar öllum algengum sveitastörfum sem hann vann af mikilli trúmennsku en litlum áhuga nema þá helst að bjarga kindum úr Breiðabólsstaðarklettum og róa á sjó til fiskjar. Á þeim árum var mikið af frönskum fiskiskútum á miðunum undan Steinafjall þegar líða tók á vetur. Þetta voru glæsileg skip að sjá úr fjarlægð og þessar glæsilegu duggur seiddu rauðhærða strákinn á Hala út á hafið.

Lesa meira

Þórbergur Þórðarson 1888 – 1974

Í Suðursveit

torbergur-203x300Þórbergur Þórðarson var einn af merkustu rithöfundum 20. aldarinnar. Hann fæddist og ólst upp  á Hala í Suðursveit, sem á þeim tíma var býli í einni afskekktustu byggð á Íslandi.

Landfræðileg einangrun  Suður-sveitar, markaðist af kolmórauðum jökulfljótum beggja vegna, og að baki byggðar voru risavaxnir fjallgarðar og víðáttumiklar jökulbreiður, en brimsandar og hafnleysur við sjávarsíðuna.

Í þessari veröld, sem var lokuð frá  umheiminum, einkenndist hörð lífsbarátta fólksins af átökum við voldug náttúruöflin.

Án efa hafa þau átök verið ögrandi fyrir vitsmunaþroska fólksins, kallaði á mikla hagsýni, nákvæmni, verklagni og glöggskyggni. Einu táknin frá annarri veröld  voru franskar skútur sem sigldu upp að ströndinni á vorin og það voru þær sem seiddu ungan drenginn á vit ævintýranna.

Þórbergur Þórðarson hleypti heim-draganum 18 ára gamall,  fátækur af efn-um, en með í farteskinu þann andlega arf sem hann fékk frá forfeðrum sínum og formæðrum. Í fjósbaðstofunni á Hala naut hann bókmenntauppeldis, þar sem  Íslendingasögurnar og fleiri bókmenntir voru lesnar á síðkvöldum, hann lærði utan að fjölda ljóða og sagnahefðin var rík. Skemmtilegustu stundir lífsins voru þegar Oddný á Gerði, gömul kona af næsta bæ kom í heimsókn og sagði sögur frá löngu liðinni tíð.

Lesa meira

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 118
Gestir þennan mánuð: ... 6199
Gestir á þessu ári: ... 24222