Skip to main content

Baráttan um Brauðið

Tónleikar í Þórbergssetri fimmtudaginn 2. apríl kl 14:00

marbacher

Í dymbilviku munu góðir gestir heimsækja Suðurlandið. Þetta er þýski þjóðlagahópurinn Die Marbacher sem halda mun þrenna tónleika á Suðurlandi. Fyrstu tónleikarnir verða í Oddakirkju þriðjudagskvöldið 31. mars kl. 20:00, eftir það heldur hópurinn austur á bóginn og leikur í Minningarkapellu Jóns Steingrímssonar á miðvikudagskvöldið 1. apríl kl. 20:00 og á skírdag, fimmtudaginn 2. apríl mun hann svo troða upp í Þórbergssetri í Suðursveit kl. 14:00.

Aðgangur að öllum tónleikunum er ókeypis.

Lesa meira

Bókmenntahátíð í Þórbergssetri 22. mars 2015

Oraefi 175x265Sunnudaginn 22. mars næstkomandi verður árleg bókmenntadagskrá í Þórbergssetri í tilefni af því að í marsmánuði er afmælisdagur Þórbergs Þórðarsonar . Hann var fæddur á Hala í Suðursveit 12. mars 1888. Gestir hátíðarinnar verða að þessu sinni Ófeigur Sigurðsson rithöfundur sem les úr bók sinni Öræfi og segir frá tilurð hennar. Bókin Öræfi hefur vakið mikla eftirtekt og hlaut hin íslensku bókmenntaverðlaun fyrir árið 2014. Í umsögn um hana kemur fram að,,Á köflum er þessi bók nokkurs konar sálumessa yfir Íslandi. Þetta er magnaður óður um öræfi landsins, öræfi mannssálarinnar og öræfi íslenskrar menningar. Hér skiptist á fjarstæðukennt grín og kraftmikil ádeila og allt vitnar um djúpa tilfinningu höfundar fyrir íslenskri náttúru og mannlífi gegnum aldirnar“.

Lesa meira

Ársskýrsla 2014

Gleðilegt nýár, kæru landsmenn !

Við hjá Þórbergssetri óskum öllum landsmönnum gleðilegs nýárs og þökkum samveru, góðan hug og veittan stuðning á liðnum árum. Árið 2014 er metár í starfsemi  Þórbergsseturs, en samkvæmt teljara við útidyr eru um 120 þús gestakomur skráðar.  Mjög gestkvæmt var einnig í Þórbergssetri yfir jól og áramót. Þá  voru 2500 gestakomur frá 29. desember til 4. janúar, en lokað var á gamlárskvöld. Flestir ferðalangar koma frá Asíulöndum og mikill áhugi er á íshellaskoðun og norðurljósum. Jólahlaðborð var á annan, þriðja og fjórða í jólum, en flestir komu og snæddu kvöldverð 3. janúar, alls 82 gestir það kvöld. Enginn vafi er á að það alþjóðlega umhverfi sem nú er á Hala jafnt sumar sem vetur er mjög í anda alþjóðasinnans Þórbergs Þórðarsonar sem hlýtur að fylgjast með okkur með andakt uppi á astralplaninu. Starfsskýrsla Þórbergsseturs fyrir árið 2014 hefur nú verið birt hér á vefnum .

Verk Þórbergs gefin út á ensku

Bok 600

Fyrir  jólin 2014 kom út bókin, Of Icelandic Nobles & Idiot Savants. An Anthology of the Writings of Novelist, Essayist and Humorist Thórbergur Thórdarson þýdd af Hallberg Hallmundsson og Julian Dárcy.  

Í bókinni eru þýðingar Hallbergs Hallmundssonar sem voru í tölvu hans er hann andaðist  m.a. kaflar úr Bréfi til Láru, Ofvitanum, Eddu Þórbergs og Viðfjarðarskottu. Síðasta ósk hans fyrir andlátið var að þessar þýðingar yrðu gefnar út og var það Árni Blandon frændi hans sem stóð fyrir útgáfunni.

Auk þess eru í bókinni þýðingar Julians Meldon D‘arcy úr Íslenskum aðli, Ofvitanum, Sálminum um blómið svo og brúðkaupssagan fræga úr Steinarnir tala ásamt nokkrum bréfum og  greinum öðrum. Er mikill fengur af þessu verki og lét Þórbergssetur prenta sérstaklega fyrir sig 100 eintök af bókinni. Er hún til sölu í Þórbergssetri og gerður góður rómur að henni.

 

Tónleikar og heimspekispjall

erikaTónleikar og heimspekispjall í Þórbergssetri fimmtudagskvöld 31. júlí kl 21:00

Komið með okkur í stutt ferðalag inn í heim nútímatónlistar, heimspeki og bókmennta. Á  ferðinni munum við meðal annars rekast á vatnabuffalóa, eldfjöll, teiknimyndapersónuna Road Runner, Þórberg Þórðarson, Nietzche og alræði svo eitthvað sé nefnt.

Með tónlist eftir Bent Sörenssen, John Zorn, Yuji Takahashi, Örjen Matre ásamt verki eftir Hafdísi Bjarnadóttur
Erica Roozendaal harmonikka
Tessa de Zeeuw heimspekispjall
Hafdís Bjarnadóttir  rafmagnsgítar
 
Aðgangur ókeypis - allir velkomnir

 

Fögur er jörðin - Tónleikar á miðju ferðamannasumri

tonleikarHinir árlegu tónleikar  á Ólafsmessu verða haldnir í Kálfafellstaðarkirkju að lokinni guðþjónustu sunnudaginn 27. júlí kl. 15:00. Að þessu sinni er um skaftfellskan menningarviðburð að ræða þar sem listafólkið á allt ættir sínar að rekja til Hornafjarðar og nágrennis. Um er að ræða lög Óskars Guðnasonar   frá Höfn sem hann samdi við texta Kristínar Jónsdóttur frá Hlíð úr ljóðabók hennar Bréfi til næturinnar. Flytjendur eru Þórdís Sævarsdóttir söngkona frá Rauðabergi á Mýrum, Ingólfur Steinsson listamaður frá Seyðisfirði sem á ættir sínar að rekja að Kálfafelli í Suðursveit og Óskar Guðnason tónlistarmaður. Að lokinni dagskrá í Kálfafellstaðarkirkju verður farið í gönguferð og heilsað upp á völvuna frá Kálfafellsstað. Undir Hellaklettum í Suðursveit er leiði hennar. Þar er gaman að koma og rifja upp ævaforna sögu um álög völvunnar, sem hvíldu á Kálfafellsstað. Sagan endurspeglar sérstaka þjóðtrú  sem er hluti af alþýðumenningu okkar þjóðar. Markmið með þessum menningarviðburði er að minnast þessarar einstöku sögu með virðingu  og tengja við tilveru okkar í dag, þrátt fyrir líf í tæknivæddri veröld. Tónleikar á Ólafsvöku eru hluti af þeirri menningardagskrá sem Þórbergssetur stendur fyrir á hverju ári og aðgangur er ókeypis. Allir eru velkomnir og endilega að taka með sér gesti sem eiga leið um.

Sýningin Land/brot í Þórbergssetri í sumar.

frett20140614Á sýningunni land/brot í Þórbergssetri má sjá brot af verkum úr smiðju ARKANNA. ARKIR er hópur tíu listakvenna sem hefur um margra ára skeið stundað bókverkagerð af ýmsum toga. Meðlimir hópsins sinna öllu jafnan fjölbreyttri listsköpun á sviði málara- og grafíklistar, textíllistar, ritlistar, myndalýsinga og hönnunar. Bókverk er samheiti yfir myndverk sem tengjast á einhvern hátt bókinni sem formi og hugtaki. Listamennirnir nálgast listformið á ólíkan hátt.  Verkin á sýningunni tengjast flest á einhvern hátt landi eða löndum í breiðum skilningi: landi sem jörð og náttúru, eða landi sem afmörkuðu svæði á jarðarkringlunni eins og það er skilgreint með landamærum og nafngiftum.

Lesa meira

Skírnarathöfn í Þórbergssetri

batvigslaRétt í þann mund er fyrstu tölur birtust á kosningakvöldi var skemmtileg skírnarathöfn við Þórbergssetur. Þrír fréttamenn RUV áttu leið um með bát sem þeir höfðu fest kaup á. Trillan hlaut nafnið Lilla Hegga og á meðan á skírnarathöfninni stóð las Þorbjörg Arnórsdóttir skírnarvottur upp vel valinn kafla úr Sálminum um blómið. Þetta var mjög hátíðleg stund í anda Þórbergs, háalvarleg og kátbrosleg.,,Grunntónn tilverunnar er meinlaust grín". Munum það kæru landar og til hamingju með kosningaúrslitin.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 149
Gestir þennan mánuð: ... 5838
Gestir á þessu ári: ... 30840