Skip to main content

Fræðimenn í dvöl á Hala

fraedimennSíðastliðna viku dvöldu á Hala þær Elín Ósk Hreiðarsdóttir og Birna Lárusdóttir við fræðastörf. Elín Ósk er fornleifafræðingur að mennt, en einnig með BA próf í mannfræði. Hún hefur unnið við örnefnaskráningu og fornleifaskráningar í Öræfum. Einnig hefur hún unnið við úrvinnslu fornleifarannsókna sem unnar voru í Skaftártungu sumarið 2013 og annast grunnskriftir fyrir Árbók hins íslenska fornleifafélags um fornleifarannsóknir í Viðey. Birna er einnig með masterspróf í fornleifafræð,i en að auki BA próf í íslensku. Hún er nú að vinna að verkefni sem heitir ,,Örnefni og samfélag" og fjallar fyrst og fremst um hlutverk örnefna í nútímanum. Hún hefur einnig annast ritstjórn fyrir Árbók hins íslenska fornleifafélags.

Lesa meira

Mikið um að vera í Þórbergssetri

10002911 10201820689859426 2593299830325621391 nÞá er lokið áttundu bridgehátíðinni og hrossakjötsveislunni í Þórbergssetri. Alls tóku þátt 46 bridgespilarar víðs vegar af á landinu, m.a. norðan frá Akureyri, austan af Héraði og sunnan úr Reykjavík ásamt heimamönnum. Spilaður var tvímenningur og var keppnin hörkuspennandi. Sigurvegrara voru Þórður Ingólfsson og Björn Ingi Stefánsson úr Reykjavík með 906,4 stig og 65,7% nýtingu, sem að er mjög hátt skor. Í öðru sæti voru Þuríður Ingólfsdóttir og Pálmi Kristinsson með 842,6 stig og í þriðja sæti Elsa Bjartmarz og Þorsteinn Sigjónsson með 792,5 stig.

Etin voru um 20 kg. af hrossakjöti með gulrótum, rófum og öllu tilheyrandi og rabbabaragrautur með ís og rjóma í ábæti, eins íslenskt og hægt var að hugsa sér.

Mótið er haldið til minningar um bridgespilarann og matmanninn Torfa Steinþórsson á Hala sem hefði orðið 99 ára þann 1. apríl ef honum hefði auðnast líf. Stefnt er að stórmóti í apríl á næsta ári í tilefni af 100 ára ártíð Torfa. 

Glatt á hjalla í Þórbergssetri

IMG 5718Það var glatt á hjalla í Þórbergssetri á bókmenntahátíð síðastliðinn sunnudag. Um 90 manns sóttu hátíðina, sól skein í heiði og dagskráin stóð í um þrjá klukkutima. Borgarstjóri Reykjavíkur fór á kostum og lýsti því hvernig hann hefði orðið uppnuminn af Ofvitanum í Borgarleikhúsinu 14 ára gamall. Það var rétt eins og hann hefði endurfæðst og  fann fyrir mikilli samkennd með Þórbergi Þórðarsyni og þarna hefði hann uppgötvað að hann gæti alveg orðið maður með mönnum þó að hann væri rauðhærður drengstauli sem hefði gaman af að gera grín og fíflast. Hann væri þá eftir allt saman kannski bara ofviti eins og Þórbergur og það hefði í alvöru hvarflað að honum að hann væri ef til vill laungetinn sonur Þórbergs.

Lesa meira

Bridgehátíð og hrossakjötsveisla 4. - 6. apríl næstkomandi

532233 4706899910946 405687950 nHin árlega bridgehátíð og hrossakjötsveisla verður í Þórbergssetri helgina 4.- 6. apríl næstkomandi. Þegar hafa margir skráð sig á mótið og búið er að panta heila tunnu af hrossakjöti. Bridgehátíðin er haldin í minningu Torfa Steinþórssonar á Hala í Suðursveit. Hægt er að skrá sig í gistingu og/ eða á mótið í síma 8672900 eða netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Allir velkomnir

Bókmenntahátíð í Þórbergssetri 23. mars

torbergur-203x300Sunnudaginn 23. mars næstkomandi verður árleg bókmenntadagskrá í Þórbergssetri í tilefni af því að í marsmánuði er afmælisdagur Þórbergs Þórðarsonar. Hann var fæddur 12. mars 1888 á Hala í Suðursveit. Gestur hátíðarinnar verður að þessu sinni Jón Gnarr borgarstjóri bókmenntaborgarinnar Reykjavíkur. Samkór Hornafjarðar flytur söngdagskrá og Soffía Auður Birgisdóttir heldur erindi um áhrif Þórbergs á nútima rithöfunda, þ.á.m. Jón Gnarr. Afhentar verða gjafir sem hafa verið að berast Þórbergssetri að undanförnu. Dagskráin er eftirfarandi:

Lesa meira

Nýr vefur Þórbergsseturs

3Gleðilegt nýár.

Um þessar mundir er verið er að vinna að því að setja upp nýjan vef fyrir Þórbergssetur munu allar fréttir og annáll 2013 birtast á þeim vef  þegar hann verður opnaður vonandi fljótlega svo og ýmsar upplýsingar um starfsemi ásamt starfsáætlun ársins 2014.

Menningarviðburður á miðju sumri

mynd fyrir holaHinir árlegu tónleikar Þórbergsseturs og Kálfafellstaðarkirkju verða sunnudaginn 28. júlí í Kálfafellsstaðarkirkju. Athöfnin hefst  kl 14:00 með  guðþjónustu, Sigurður Kr Sigurðsson sóknarprestur predikar.  Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Gunnar Kvaran sellóleikari sjá um tónlistarflutning í messunniAð lokinni guðþjónustu hefjast síðan tónleikar. Það eru þau Guðný Guðmundsdóttir 1. konsertmeistari Sinfoníuhljómsveitar Íslands og eiginmaður hennar Gunnar Kvaran sellóleikari sem ætla að heiðra okkur með  heimsókn Í Suðursveit  í tilefni af  Ólafsmessu á sumri, en kirkjan á Kálfafellsstað var helguð Ólafi helga Noregskonungi í kaþólskum sið. Í upphafi tónleikanna verður rifjuð upp gömul þjóðsaga um Völvuna á Kálfafellsstað systur Ólafs helga og í lok tónleikanna verður farið í gönguferð að Völvuleiðinu undir Hellaklettum.

Lesa meira

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 149
Gestir þennan mánuð: ... 5838
Gestir á þessu ári: ... 30840