Ársreikningur 2019 og skýrsla um starfsemina.
Ársreikningur 2019 og skýrsla starfsársins eru komin á vefinn.
Ársreikningur 2019 og skýrsla starfsársins eru komin á vefinn.
Líkönin af burstabæjunum eru með þremur og fjórum burstum. Á þakið er límt viðarkurl og á framhliðina er límdur grófgerður sandur og litlir steinar. Inn í bæjunum eru ljósaperur sem lýsa þá upp Annað líkanið er gert í mars 1968 vegna þáttanna um Krumma, frægrar persónu úr Stundinni okkar í sjónvarpinu. sem Rannveig Guðmundsdóttir stjórnaði, en Þorsteinn var mikill aðdáandi Krumma. Gaman er að eiga þessa fallegu bóndabæi í Þórbergsstri til minningar um mætan hagleiksmann, sem átti uppruna sinn í Suðursveit og færum við Margréti miklar þakkir fyrir.
Það er aldrei tíðindalaust í kringum Þórberg Þórðarson og hans verk.
12 mars síðastliðinn á afmælisdegi skáldsins kom út bók með þýðingum á verkum hans á esperantó. Bókin ber heitið Lifandi mál, lifandi manna.
Í bókinni er fjallað um alþjóðamálið esperantó, fyrstu kynni Þórbergs af málinu og orðabók sem hann vann að árum saman. Það er Kristján Eiríksson íslenskufræðingur sem hefur unnið að þessu mikla verki. Hann hefur þýtt ótal greinar, bréf og leskafla sem Þórbergur skrifaði á esperantó og er að koma fyrir augu íslenskra lesenda í fyrsta sinn.
Hér er á ferðinni mjög áhugaverð bók sem enginn áhugamaður um Þórberg eða heimsmálin á að láta fram hjá sér fara.
Bókin er til sölu í bókabúðum og í Þórbergssetri.
Síðastliðið sumar komu þau Ragnhildur Jónsdóttir og Grétar Vilbergsson færandi hendi í Þórbergssetur með fimmtán fyrstu árganga Eystrahorns innbundna í fallegar bækur. Þessi myndarlega gjöf kom úr búi foreldra Ragnhildar, þeirra Sigríðar Helgu Axelsdóttur og Jóns Sveinssonar sem lengst af bjuggu á Fiskhól á Höfn. Það er ólýsanlega fróðlegt og gaman að fletta þessum blöðum, elsti árgangurinn frá árinu 1983, - fyrsta blað útgefið 23. mars það ár og ritstjórinn var Halldór Tjörvi Einarsson.
Þegar Félag bókagerðarmanna seldi hús sitt, Hverfisgötu 21, ánafnaði félagið Þórbergssetri bókum sem Þórbergur hafði skenkt vinum sínum og félögum, Hallbirni Halldórssyni prentara og Kristínu Guðmundardóttur, en þau arfleiddu Hið íslenska prentarafélag, síðar Félag bókagerðarmanna, að öllum sínum eigum. Þórbergur og fleiri listamenn í Mjólkurfélagi heilagra, voru tíðír gestir á heimili Hallbjarnar og Kristínar á Spítalastíg 7 og síðar á Hverfisgötu 21.
Gjöfin barst Þórbergssetri fyrir milligöngu Stefáns Ólafssonar og þakkar Þórbergssetur þann góða hug er að baki liggur.
Hið íslenska prentarafélag HÍP er elsta stéttarfélag landsins stofnað 4. apríl 1897 og er saga þess samfelld síðan. Bókbindarar áttu sitt félag og prentmyndasmiðir annað. Öll þessi félög sameinuðust árið 1980 í Félag bókagerðarmanna og eignir gömlu félaganna og lausamunir komu þá á Hverfisgötuna, þar með talið bókasafn þeirra ágætu hjóna Kristínar Guðmundsdóttur og Hallbjarnar Halldórssonar. Hallbjörn var um skeið formaður HÍP og síðar heiðursfélagi þess. Hið íslenska prentarafélag HÍP keypti húsið 1941 og saga íslenskra bókagerðarmanna var samofin sögu hússins allt þar til í lok september 2012.
Bókagjöfin barst frá Félagi bókagerðarmanna til Þórbergsseturs árið 2012. Hún er varðveitt inn á sýningunni í bókaskáp Þórbergs á Hringbrautinni, en þar er leikmynd af Umskiptingastofunni með ýmsum munum úr búi þeirra hjóna. Um er að ræða alvörubókaskápa Þórbergs, sem bárust einnig sem gjöf fyrir nokkrum árum úr búi Hólmfríðar Sigurðardóttur og Gríms Helgasonar. Gjöfinni tilheyra allmargar Esperantóbækur, einnig frumútgáfur af verkum Þórbergs m.a Edda Þórbergs sem jólagjöf til Kristínar Guðmundsdóttur jólin 1941 og Fagurt mannlíf - gjöf til Hallbjörns fyrir prófarkarlestur 1945. og fleira.
Bækurnar eru eins og Stefán Ólafsson segir ,,brúksbækur" og bera þess merki að hafa verið lesnar og það oft. Lista yfir bækurnar má sjá hér undir þessari frétt.
Þann 17 ágúst síðastliðinn komu í Þórbergssetur Viktoría Karlsdóttir frá Vestmannaeyjum og dætur hennar þrjár. Voru þær með að gjöf til Þórbergsseturs, kolateikningu af Þórbergi Þórðarsyni gerða af Gísla Halldóri Jónassyni eiginmanni Viktoríu árið 2005.
Gísli var fæddur 13.september 1933 í Reykjavík, ólst hann upp í Hallgeirsey í Austur - Landeyjum en flutti síðan til Vestmannaeyja 23 ára að aldri. Hann lést 30. júlí 2016 og vildu ekkja hans og dætur fá að varðveita myndina í Þórbergssetri. Var þeim boðið upp á veitingar og smellt af nokkrum myndum í tilefni afhendingarinnar.
Myndin prýðir nú skrifstofuvegg forstöðumanns þar sem Þórbergur vaki yfir öllum okkar gjörðum og horfir góðlátlega yfir sviðið.