,,...búinn að kasta ham og hempu"

Séra Fjalarr og BetaÍ Reykjavík, þar sem holtið langt ofan við sundin blá liggur andspænis Esjunni, hafa Fjalarr Sigurjónsson og Beta Einarsdóttir fyrverandi presthjón á Kálfafellsstað hreiðrað um sig í gömlu snotru einbýli. Innanstokks minnir ómetanlega á skrautbúið heimilið á Kálfafellsstað, vantar ekki meira en græna velli Suðursveitar og suðurströndina í gluggann. Steinar, myndir, blóm, tálgaðir kallar og skrautlegir teppisbútar um allt og innanum Fjalarr iðandi með axlabönd á ljósblárri skyrtunni og Beta í hvítum kjól með rauðum stórum doppum og með rauða og bláa slæðu gefur kaffið. Þær urðu ekki betri prestfrúrnar og Fjalarr varð í hugum sveitunga sinna holdi klædd táknmynd prestsins.

Hvernig getur svona fólk lifað svona á graslausu holtinu, hvað er það að gera? Er um að ræða annað líf eftir tuttugu og sex ár í Suðursveit? ,,Ja, kannski er þetta blekking, kannski er maður dauður” Er ekki erfitt fyrir gamlan prest að messa ekki? ,,Það er kannski erfitt jú, en það má ekki gleyma því hvað margir verða fegnir. Ég held að ég hafi verið búinn að segja þeim alveg nóg. Þó var ég ekki búinn að sliga þá, það held ég ekki. Var hófsmaður í messuhaldi, þó kannski ekki í öðru.” Varst´u búinn að segja þeim allt? ,,Eigum við ekki að orða það þannig að ég hafi verið búinn að segja þeim allt sem ég gat sagt þeim. Þetta var ákaflega fátæklegt sem maður hafði í mal sínum og ekki mikið mál að losa sig við það. Það er ekki hægt að miða við þessa gæðinga sem reiða vitið í sekkjum.“ Hverjir eru það? ,,Þeir eru þar og hér, og allsstaðar. Annarhver maður er haldinn þessum kvilla.“

Ert´ orðinn virðulegur borgari á eftirlaunum? ,,Ég get ekki sagt að ég sé virðulegur borgari á eftirlaunum. Ég er bara venjulegur maður, búinn að kasta ham og hempu. ,,Er hægt að hugsa sér nokkuð guðlegra, spyr sá sem ekki veit?“ Prestar eiga sér sem sagt viðreisnar von? ,,Ég vil ekki halda öðru fram að svo stöddu.“ Í hvað fer dagurinn hjá sr. Fjalari? ,,Á ég nú að fara að tíunda það allt saman. Sumt af því á nú ekki að festa á blað. Annað af deginum fer í að góna upp í loftið og mæla göturnar.“ Var því ekki lokið hér? ,,Þegar ég var hér fyrir langa löngu þá var bærinn svp lítill, borgin hefur þanist út og það er mikið af slóðum sem kanna þarf. Annars geri ég í rauninnii ekkert. Kominn á þann punkt að þurfa ekkert fyrir lífinu að hafa. Ég er í rauninni upptekinn við að gera ekki neitt“ Hvernig er það? ,,Undur og býsn notalegt. Annars er það ærið verk að draga andann og vera til. Það er nú eiginlega fyrsta stafrófið í tilverunni.“

Beta EinarsdóttirÉg spyr frú Betu að því hvort hún sakni Suðursveitarinnar. ,,Jú ég geri það, svo sannarlega, bæði fegurðarinnar og fólksins, sérstaklega á vorin þegar maður er svo mikið var við fuglana og allt var að gróa“ (,,maður hafði nú alls konar fugla fyrir augum allt árið“, skýtur Fjalarr inn í) En er ekki einhver léttir fólginn í því að flytja úr Suðursveitinni? ,,Það hefur ekki létt neinu af mér. Það er auðvitað að vissu leyti gott að skipta um umhverfi og það besta við það er að ég fór að geta unnið við það sem ég var búin að læra. Ég hefði svo sem ekkert þurft að fara til Reykjavíkur til þess, ég hefði vel getað hugsað mér að setjast að á Höfn.“ Þú ert að vinna á DAS (Dvalarheimili aldraðra sjómanna)? ,,Ég er að vinna á DAS. Ég er lærð húkrunarkona og vann sem ung stúlka á Grund og kunni strax vel við mig innan um roskið fólk. Ég hefði valið mér framhaldsnám í öldrunarhjúkrun. Í þá daga var það fátítt að ungar hjúkrunarkonur færu að vinna á öldrunarstofnun, þetta voru mest rosknar konur. Það eimir enn eftir því að hjúkrunarkonur á öldrunarstofnunum séu í eldri kantinum. Þær yngri vilja fara í eitthvað sem þær telja meira spennandi. En ég kann mjög vel við mig á þessum stað.“

Séra Fjalarr SigurjónssonÞau voru ellefu ár í Hrísey og tuttugu og sex í Suðursveitinni. ,,Ég hafði ekki séð Suðursveit fyrr en við fluttum þangað“, segir Fjalarr. Við komum þó þar sumarið áður gagngert til að skoða okkur um, en það var svo mikil þoka að við sáum varla í undirhlíðar fjallanna, hvað þá meir. Ég vissi þvi ekkert hvað út í hvað við vorum að fara. Einangrun í Hrísey var mikil en hún var töluverð hér líka. Í Hrísey þurfti maður að fara á milli í bátskel til að sinna kirkjunni og fólkinu á Árskógsstöndinni. Hér þurfti maður að fara yfir Jökulsá á annari skel til þess að messa í Öræfunum. Breytingin hefur orðið mest í samgöngum. Við náðum í skottið á þeim tíma þegar flest var óbrúað, stórfljótin Jökulsá og Skeiðará og ótal sprænur af öllum sortum léku lausum hala milli fjalls og fjöru. Nú svífur maður þetta í upphitaðri dós.“

,,Ég ætla að biðja þig“, segir séra Fjalarr, ,,að enda viðtalið svona: ,,Ef einhverjir glugga í þessi skrif í gömlum sóknum þðá biðja þau af mölinni að heilsa í hagana sunnan jökla.“ Og að þessum orðum sögðum er auðvita sjálfhætt.

,,Tíðindamaður Eystrahorns vefur um sig svörtum þungum frakkanum, rykkir gráum treflinum um hálsin, kveður, og hverfur út á grátt holtið, út í myrkrið og hríðina“

Grein og myndir eru úr Eystrahorni 9. apríl 1992

Leyndardómar Suðursveitar

Það var ennþá svarta myrkur þennan morgun, klukkan var ekki orðin fimm, en samt voru komin ljós í glugga á bæjunum á Hala. Fólk sást hlaupa milli bæja, bera saman bækur sínar, spá í veðrið og veðurspána milli þess sem borðaður var staðgóður og vel útilátinn morgunverður. Tekið var til nesti handa hverjum og einum sem ætla mætti að dygði meðalmanni í tvo daga, fundnir mannbroddar og reynt hvort leðrið í þvengnum dygði nú ekki eina ferðina enn og síðast en ekki síst voru valin bestu og léttustu klettaböndin, þau gerð upp í jafna og fallega hringi, síðan bundið vandlega að hringnum og að lokum bundin tvöföld lykkja um vaðinn svo þægilegt væri að bera hann á öxlinni.

Dagurinn er 20. september 1985, það var ætlun fjögurra manna að freista þess að komast að því hvað hefði orðið um fjárhóp sem vitað var að hafði haldið sig í og við Mávatorfu í Innri-Veðurárdal síðasta vetur og jafnframt að kanna betur fjöllin og jöklana á þessum slóðum.

Þetta var í fimmta sinn sem lagt var upp í sérstakan jökla- og landkönnunarleiðangur af bændum í Suðursveit á 200 hundruð ára tímabili, sérstaklega til að kanna landvæðið vestan Þverártindseggja og Veðurárdalsfjöll. Fyrsti leiðangurinn var farinn 1793, annar 1850, þriðji 1928 og sá fjórði var farinn 1932.

Lesa meira

Gos í Öræfajökli

ÖræfajökullNú þegar Öræfajökull hefur hrist sig í tvö ár er ekki úr vegi að kynna sér sögu jökulsins, en þá einkum eldgosasöguna. Það vakti athygli mína þegar ég las Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar hversu staðhæfingasamir þeir eru um tvö atriði sem lúta að eldgosum í Öræfajökli. Þessi tvö atriði ef sönn reynast munu gjörbreyta þekkingu okkar og skilningi á eldstöðinn Öræfajökli og hugsanlega öðrum eldstöðvum honum tengdar.

Ferðabók Eggerts og Bjarna er skipt niður í 914 kafla, en í kafla 782 er fjallað um Öræfajökul, hér segir ,,Öræfajökull er eldjökull sem spúð hefur eldi og vatni. Hann skiptist í tvo hluta, sem báðir hafa gosið. Annar þeirra er Sandfellsjökull. Undir honum stendur prestsetrið og kirkjustaðurinn Sandfell. Austari hlutinn heitir Knappafellsjökull. Kallast hann svo af tveimur kringlóttum jökulþúfum austast á honum, sem líkjast helst kringlóttum hnöppum. Öræfajökull er einn af hæstu jöklum landsins og þeim öllum brattari, því að hann líkt og hangir fram yfir byggðina. Hann er hvítur og bjartur tilsýndar, en er annars eldfjall, sem oft hefir gosið með með miklum eld- og vatnagangi. Næst lýsa þeir tveimur síðustu gosum í jöklinum sem þeir telja þau kunnustu og jafnframt stærst. Þetta eru gosin 1362 og 1727.“

Lesa meira

Ferming í Suðursveit fyrir 50 árum

Torfhildur Hólm Torfadóttir skrifar:

Árið 1959 rann upp með hvítri snjóþekju á jörðinni og tunglskinsbjartri nýársnótt. Þetta herrans ár áttu þrír unglingar í henni Suðursveit að ganga fyrir gafl og staðfesta skírnarheitið. Þetta voru Sigurgeir Jónsson á Skálafelli, Sigríður Jóhanna Sigfúsdóttir á Brunnavöllum og undirrituð Torfhildur Hólm Torfadóttir á Hala. Presturinn, séra Sváfnir Sveinbjarnason á Kálfsfellsstað kallaði okkur til sín fyrir páskana og setti okkur fyrir það sem skyldi læra fyrir ferminguna. Við áttum að læra utanbókar 25 sálma og marga aðra áttum við að lesa yfir og kynna okkur. Við áttum að læra fjallræðuna utanbókar, sæluboðin, trúarjátninguna, faðirvorið og einhverjar fleiri ritningagreinar. Einnig áttum við að lesa biblíusögurnar vel og vandlega. Mér féll nú allur ketill í eld þegar ég sá alla þessa sálma sem þurfti að læra. Þá voru góð ráð dýr.

Lesa meira

Póstlisti

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 3
Gestir þennan mánuð: ... 5354
Gestir á þessu ári: ... 5354

Þórbergssetur - Hala, Suðursveit - 781 Höfn í Hornafirði - Sími: 478-1078 - Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Copyright © 2014. All Rights Reserved.

Fara efst