Skip to main content

Skarphéðinn Gíslason, Vagnsstöðum

Þorsteinn Þorsteinsson, Höfn
Skarphéðinn Gíslason á yngri árumÞað var um 1885 að hjónin Gísli Sigurðsson og Halldóra Skarphéðinsdóttir reistu sér nýbýlið Vagnsstaði í Borgarhafnarlandi. Þetta var fyrsta nýbýlið í Suðursveit Og einnig mun svo hafa verið í Austur-Skaftafellssýslu.

Á þessum árum var mikill skortur á byggingarefni en fyrir landareigninni voru rekasælar fjörur og svo kom þar, er þau Gísli og Halldóra hugðu reisa sér bæ, að á fjörur rak 30 feta langan tekkbjálka, 3 fet á kant. Þessi happafengur kom sér vel og var sagaður niður í borðvið og sperrur og nægði til að klæða innan nýju baðstofuna á Vagnsstöðum.

Lesa meira

Veðurárdalur

Þobjörg Arnórsdóttir 
135478233 10220224002604104 3308776689397454788 nVeðurárdalur, Illagil, Hellrafjall, Hellrafjallsnöf, Miðfell í Veðurárdal, Miðfellsegg, Útigönguháls, Fauski. Öll þessi nöfn vekja upp minningar um löngu liðna tíð þegar setið var í eldhúsinu á Gamla Hala og skeggrætt fram og til baka um þessar fjarlægu og fáförnu slóðir. Þær voru amk. fjarlægar í hugum þeirra sem töldu að varla væri fært þangað nema fuglinum fljúgandi og fáeinum ,,ofursmölum" af Breiðabólsstaðarbæjum. Þegar haustaði að var farið að leggja á ráðin um Veðurárdalsgöngu og spennan óx með degi hverjum. Veðurárdalsgangan var nefnilega engin venjuleg ganga. Það þurfti að draga fram gömlu heimasmíðuðu jöklabroddana, treysta vel klettaböndin og velja góða veðurspá. Ræða um hverjir ættu að fara innfyrir og hverjir standa fyrir á Hellrafjalli, hvort sést hafi fé í Fellsklettunum, ræða um hvort sú tvílembda á Bjarnarák væri þar enn og svo framvegis.

Lesa meira

Sléttaleiti í Suðursveit

Þorbjörg Arnórsdóttir

SléttaleitiÞegar ekið er eftir þjóðveginum þar sem hann liggur meðfram Steinafjalli í Suðursveit undra sig margir á bæjarstæði upp í hlíðinni þar sem við blasa rústir af gömlu eyðibýli, Sléttaleiti. Nafnið hljómar sem öfugmæli enda stendur bærinn í brattri fjallshlíð undir hrikalegum hömrum.  

Um nafnið hefur varðveist eftirfarandi vísa:

Sléttaleiti skilst mér síst að heiti
betur færi, ef Brattahlíð
bærinn nefndist sína tíð.

Lesa alla greinina (PDF)

Kirkjuferð 

Unnur Kristjánsdóttir frá Lambleiksstöðum 

kirkjaFrá því er greint í Byggðasögu Austur-Skaftafellssýslu II, um Suðursveit, eftir Þorstein Guðmundsson, að nýbyggð kirkja, falleg og vel gerð úr góðu efni, hafi sópast af grunni og brotnað í spón í aftaka veðri á Knútsdegi, 7. janúar 1886. Eftir að söfnuðurinn hafði verið kirkjulaus í eitt ár var byggð ný kirkja af litlum efnum. Til ársins 1925 hafði kirkjan verið í umsjá prestsins að öllu leyti en það ár var hún afhent söfnuðinum. Árið eftir var svo byggð ný kirkja, steinsteypt. Var hún vígð 31. júlí 1927. Hvort það var út af kirkjuvígslunni eða bara tilviljun að sama sumar tók sig til fólk af Mýrum og fór í skemmtiferð út í Suðursveit. Þá var öðruvísi að komast á milli en nú er, ekkert hægt að komast nema á hestum, hvað þá að ferðast í aðrar sveitir. Það munu vera um 28 km. af Mýrum og út að Kálfafellsstað og yfir þrjú stórvötn að fara sem eru Hólmsá, Heinabergsvötn og Kolgríma, öll óbrúuð.

Lesa meira

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 377
Gestir þennan mánuð: ... 7800
Gestir á þessu ári: ... 85862