Skip to main content

Orð á jólaföstu

Skrifað af Zophonías Torfason frá Hala í Suðursveit:

Góðir kirkjugestir og sveitungar!

Þetta verða nokkuð sundurlausar vangaveltur um lífið og tilveruna og upprifjun á löngu liðnum tíma sem ég býð upp á hér í dag. En af tillitsemi við þau ykkar sem minna þekkja til mín og aðstæðna hér í byggðarlaginu þá vil ég forðast að þetta verði eins og kunningjaspjall og nefni fólk með fullu nafni og tengi það heimahögunum eins og þjónar frásögninni.

Ég er kenndur við Hala, þar fæddist ég, en hins vegar ólst ég upp hér á Hrollaugsstöðum nokkurn veginn til jafns við Hala. Hér hljóp ég um stéttir og hlöð, tún og hlíðar og lék mér við börnin hér í Miðþorpi eins og þetta byggðarlag í miðri Suðursveit var ævinlega kallað og er enn. Og hér í Þorpinu ætla ég að dvelja við í minningabrotum mínum í dag.

Faðir minn, Torfi, var skólastjóri og kenndi flestar námsgreinarnar við Hrollaugsstaðaskóla á þessum tíma - og Ingibjörg móðir mín sinnti barnauppeldi og heimilisstörfum og hafði í nógu að snúast enda vorum við orðin 8 systkinin þegar ég hvarfla í huganum ein 50 ár aftur í tímann, segjum á jólaföstunni 1962.Það er komið að enn einum fardögum í lífi þessarar stóru fjölskyldu. 

Lesa meira

Heillandi Suðursveitarfjöll

Hjörleifur Guttormsson
(Birtist í Morgunblaðinu sumarið 2001)
Suðursveit er ævintýraland sem fleiri mættu gefa gaum að en hingað til. Óvíða finnst á svæði sem aka má gegnum á þjóðvegi á um hálftíma slík fjölbreytni í náttúru, hvort sem litið er á jarðfræði, landmótun eða lífríki. Ef sögu og amstri mannfólksins er bætt við svo langt heimildir ná verður heimsókn í Suðursveit ógleymanleg og þetta landshorn kallar þig aftur og aftur á vettvang. Að nógu er að hverfa fyrir ferðafólk sem hafa vill þak yfir höfuð, bæði í bændagistingu innansveitar og í grenndinni.

Í fyrra kom út sérstakur bæklingur um Suðursveit gefinn út af áhugamönnum heima fyrir með uppdrætti og lýsingum á gönguleiðum og mörgum myndum. Er það fyrsta kortið í útgáfuröð um gönguleiðir í Austur-Skaftafellssýslu og mikill fengur fyrir þá sem ferðast ætla um þennan landshluta.

Lesa meira

Frá Steinum og Sléttaleiti í Suðursveit

Erindi sem Benedikt Þorsteinsson frá Sléttaleiti  flutti  á ættarmóti sem niðjar Þorsteins Jónssonar og Þórunnar Þórarinsdóttur héldu. Þorsteinn og Þórunn  bjuggu á Sléttaleiti 1908 – 1935 ásamt börnum sínum.
Heimildir greina frá að með vissu hafi verið búið í Steinum  frá árinu 1600 og sennilega nokkuð lengur. Upphaflega hafa Steinar verið í landnámi Hrollaugs Rögnvaldssonar sem nam land í Hornafirði og bjó fyrst undir Almannaskarði og síðar á Breiðabólsstað. Ýmis örnefni í landi Steina og Breiðabólsstaðabæja benda til að Papar eða aðrir kristnir menn hafi búið þar áður svo sem  eins og Papbýlisfjall sem  síðar nefndist Breiðabólsstaðarfjall eða Staðarfjall. 

Lesa meira

Lambayfirsetur í Staðarfjalli .

Frásögn Þorsteins Guðmundssonar hreppstjóra frá Reynivöllum í Suðursveit:

Fráfærurnar voru hátíðisdagar fyrir unga fólkið, eða svo fannst okkur unglingunum fyrir vestan Steinasand. Bæirnir þar eru sex, á Reynivöllum er tvíbýli, Breiðabólsstaðarbæirnir eru þrír, Breiðabólsstaður, Hali og Gerði og svo Sléttaleiti. Þessir bæir höfðu alltaf samfélag um fráfærur og lambayfirsetur.
Lömbin voru tekin frá ánum seinnipart dags og rekin ásamt geldfé því sem fyrirfannst í heimahögum inn í Staðarfjall og fylgdu margir af bæjunum fjárrekstrinum. Þegar þangað kom var féð rekið í rétt, geldfé dregið úr og rekið vestur í svonefnda höfða svo það yrði ekki á vegi fráfærnalambanna, en þau voru því næst rekin inn í Rannveigarhelli og geymd þar yfir nóttina og steinum hlaðið í hellismunnann.

Lesa meira

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ...
Gestir þennan mánuð: ...
Gestir á þessu ári: ...