Fráfærur í Suðursveit

Grein eftir Steinþór Þórðarson Hala, birtist í jólablaði Tímans 1943

Fráfærudagurinn var einn af merkisdögum í mínu byggðarlagi. Það var hlakkað til hans dagana á undan, eins og til jólanna. Tilhlökkun eldra fólksins var
bundin við vaxandi björg í búið, sem þá var oft þörf á þeim tíma árs, en okkar unglinganna við smalamennsku, yfirsetu lambanna og fleira. Nú  eru  liðin 15 ár síðan ég var síðast við fráfærur. –  Ætla  ég  því að  rifja  upp ýmisleg tfrá fráfærunum, eins og þær voru framkvæmdar í mínu byggðarlagi.
Fyrst þegar ég mundi eftir var stíað eins og það var kallað.

Var það undirbúningur undir fráfærurnar og stóð hálfan mánuð, og var gert á þann hátt, að ærnar og lömbin voru rekin í rétt á kvöldin, lömbin tekin frá ánum yfir nóttina og byrgð í húsi , sem stóð við réttina og var kallað stekkur, en umhverfið kringum réttina var kallað Stekkjatún eða Stekkjaból.

Lesa meira

Róið í duggur

Þórbergur Þórðarson skrifar:

(Landneminn. 7.tbl.1953)

Björn Björnsson, almennt kallaður Gamli-Björn, var einn þeirra frumlegu manna, er settu svip á Suðursveit langt fram yfir síðustu aldamót. Hann var dóttursonur Þorsteins Gizurssonar tóls. Þorsteinn var upprunninn úr Suðursveit, en dvaldist síðara hluta ævinnar á Hofi í Öræfum. Hann var mikill smiður og mesta ljóðskáld, sem borið hefur verið í Austur-Skaftafellssýslu, svo að sögur fari af.
Björn var vel skynsamur og prýðilega söngvinn. Honum var og gefinn frásagnarhæfileiki, sem enginn gleymdi , er kunni að hlýða á sögur. Honum lá lágt rómur, og hann sagði mjög stillilega frá og lygndi við og við aftur augunum, svo andlitssvipuirnn varð líkastur því, sem hann talaði í móki.

Lesa meira

Forn rúst í Steinadal í Suðursveit

Bjarni F. Einarsson skrifar:

Vindás í Steinadal
Fyrir fáeinum árum var mér sagt frá því að bóndinn á Hala, Fjölnir Torfason, teldi sig hafa fundið rústir býlisins Hofs eða Vindáss í Steinadal. Þegar ég var við rannókn í Hólmi sumarið 1999 var mér boðið að skoða staðinn í fylgd Fjölnis og fl. Skoðaði ég nokkrar rústir á staðnum, þ.á m. meinta kirkjurúst og vísbendingar um aðra sem Fjölnir taldi geta verið leifar af skála. Var ég honum sammála í því að þarna gæti leynst skáli og töldum við
það geta verið fróðlegt að reyna á þennan grun okkar með prufuholugreftri.

Lesa meira

Skipsstönd í Suðursveit

Steinþór Þórðarson, Hala

(Skrifað í Jólablað Vísis 1958)

Þegar ég var að alast upp og frameftir mínum fullorðinsárum, var mikið af frönskum fiskiskútum hér með ströndinni. Það mátti telja 60-70 skútur, þegar flest var frá Stemmukrókum, en þeir eru aðeins vestan við hásuður frá Reynivöllum að sjá, að Borgarhafnarhálsum, sem eru klettar fram við sjóinn, stutt austan við Hrekksgerði. Á landi mun þessi vegalengd vera með ströndinni um 20 km. Gaman höfðum við krakkarnir að standa úti í rökkrinu á kvöldin, þegar gott var veður, og horfa á alla ljósadýrðina. Skúturnar heilluðu oft hug þeirra unga, bæði í björtu og dimmu.

Lesa meira

Póstlisti

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 4
Gestir þennan mánuð: ... 1027
Gestir á þessu ári: ... 46314

Þórbergssetur - Hala, Suðursveit - 781 Höfn í Hornafirði - Sími: 478-1078 - Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Copyright © 2014. All Rights Reserved.

Fara efst