Skip to main content

Sléttaleiti í Suðursveit

Þorbjörg Arnórsdóttir skrifar:

Þegar ekið er eftir þjóðveginum þar sem hann liggur meðfram Steinafjalli í Suðursveit undra sig margir á bæjarstæði upp í hlíðinni þar sem við blasa rústir af gömlu eyðibýli, Sléttaleiti. Nafnið hljómar sem öfugmæli enda stendur bærinn í brattri fjallshlíð undir hrikalegum hömrum. Um nafnið hefur varðveist eftirfarandi vísa:


Sléttaleiti skilst mér síst að heiti
betur færi, ef Brattahlíð
bærinn nefndist sína tíð.

Lesa meira

Slys í Suðursveit

Ragnar Ægir Fjölnisson og Fjölnir Torfason skrifa:
Birt í skólablaði Hrollaugsstaðaskóla vorið 2002
Faðir minn Fjölnir Torfason, sagði mér þessa sögu einu sinni þegar við vorum á ferð meðfram Mjósundarárgljúfrinu í Hólmafjalli. Afi hans, Steinþór Þórðarson sagði honum frá þessum atburði oftog mörgum sinnum þegar þeir áttu leið þarna um.
Þann 21.júlí 1890 varð sviplegt slys í Suðursveit. Þeir bræður Gísli, 25 ára og Runólfur, 12 ára Eyjólfssynir á Reynivöllum  höfðu farið að bjarga kind úr svelti fremst í Mjósundarárgljúfrinu. Mjósundarárgljúfur liggur á milli  Fellsfjalls og Hólmafjalls og sést af þjóðveginum þegar ekið er neðan við Reynivelli.

Lesa meira

Fráfærur í Suðursveit

Grein eftir Steinþór Þórðarson Hala, birtist í jólablaði Tímans 1943

Fráfærudagurinn var einn af merkisdögum í mínu byggðarlagi. Það var hlakkað til hans dagana á undan, eins og til jólanna. Tilhlökkun eldra fólksins var
bundin við vaxandi björg í búið, sem þá var oft þörf á þeim tíma árs, en okkar unglinganna við smalamennsku, yfirsetu lambanna og fleira. Nú  eru  liðin 15 ár síðan ég var síðast við fráfærur. –  Ætla  ég  því að  rifja  upp ýmisleg tfrá fráfærunum, eins og þær voru framkvæmdar í mínu byggðarlagi.
Fyrst þegar ég mundi eftir var stíað eins og það var kallað.

Var það undirbúningur undir fráfærurnar og stóð hálfan mánuð, og var gert á þann hátt, að ærnar og lömbin voru rekin í rétt á kvöldin, lömbin tekin frá ánum yfir nóttina og byrgð í húsi , sem stóð við réttina og var kallað stekkur, en umhverfið kringum réttina var kallað Stekkjatún eða Stekkjaból.

Lesa meira

Forn rúst í Steinadal í Suðursveit

Bjarni F. Einarsson skrifar:

Vindás í Steinadal
Fyrir fáeinum árum var mér sagt frá því að bóndinn á Hala, Fjölnir Torfason, teldi sig hafa fundið rústir býlisins Hofs eða Vindáss í Steinadal. Þegar ég var við rannókn í Hólmi sumarið 1999 var mér boðið að skoða staðinn í fylgd Fjölnis og fl. Skoðaði ég nokkrar rústir á staðnum, þ.á m. meinta kirkjurúst og vísbendingar um aðra sem Fjölnir taldi geta verið leifar af skála. Var ég honum sammála í því að þarna gæti leynst skáli og töldum við
það geta verið fróðlegt að reyna á þennan grun okkar með prufuholugreftri.

Lesa meira

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 243
Gestir þennan mánuð: ... 5793
Gestir á þessu ári: ... 23816