Skip to main content

,, Fyrirgefiði, getið þið sagt mér hvar Öræfajökull er" ?

María Gísladóttir og Ari Þorsteinsson skrifa 6. nóvember 2006:

Dagarnir 12. og 13. október síðastliðnir voru merkisdagur í Suðursveit.  Þá var efnt til málþings um Þórberg Þórðarson, verk hans og ævi. Tilefnið var vígsla Þórbergsseturs sem átti sér stað í júlí 2006.Margt var um manninn enda spennandi dagskrá frá ýmsum spekingum sem allir eiga það sameiginlegt að hafa ást á skáldinu og manninum Þórbergi.Þar var líka mætt Helga Jóna Ásbjarnardóttir (Lilla Hegga) aðalpersónan úr Sálminum um blómið en hún færði Þórbergssetri að gjöf  skóburstasett Þórbergs þannig að enn bætast við sýningargripir úr eigu skáldsins.Þingið hófst á setningu Þorbjargar Arnórsdóttur sem bauð alla velkomna og kynnti síðan erindi og fyrirlesara eftir því sem við átti.

Lesa meira

Breiðamerkursandur, landmótun og byggðaþróun

Fjölnir Torfason skrifar:

Það var í byrjun maí 1962 að við krakkarnir á Hala áttum að fá að fara í ferðalag og ferðinni var heitið út að Jökulsá á Breiðamerkursandi. Farartækið var Chevrolet, vörubíll sem Bjarni Þórhallsson á Breiðabólsstað átti,  til stóð að fara með nokkra gemlinga og sleppa þeim í sumarhaga út við Jökulsá. Þeir sem fóru voru, Þorbergur Bjarnason bóndi á Hala sem var bílstjóri í þessari ferð, Þórhallur Bjarnason bóndi á Breiðabólsstað  og svo við systkinin á Hala, Fjölnir 9 ára, Steinunn 9 ára, Þórbergur 8 ára og Zophonías yngstur, bráðum að verða sex ára,

Lesa meira

Sjósókn í Suðursveit

Steinþór þórðarson skrifar:

Sjóróðrar hafa verið stundaðir í Suðursveit svo langt sem sagnir ná, meira að segja herma munnmæli að Hrollaugur sem nam land á Breiðabólsstað í Suðursveit hafi fast sótt sjóinn; til marks um það telja munnmælin að hann hafi haft verskála á Hrollaugseyjum og sótt róðra þaðan á nálæg mið, þar sem nógur fiskur átti að fást. Þessar eyjar og útsker liggja nærri hásuðri frá Breiðabólsstað.

Eyjarnar eru þrjár, Austastaey, Miðey og Vestastaey. Sú austasta er stærst og gengur ekki sjór yfir hana nema í aftaka rosum á vetrum, sem sjaldan skeður.

Lesa meira

Á undirvarpi

Jón Jónsson skrifar:

Það var fagur haustmorgunn 1928. Hrím á stráum og hilmað yfir polla, sól ekki komin á loft, en roði tekinn að færast á hátinda Öræfajökuls.

Eftir vel útvalinn morgunverð á Fagurhólsmýri var höfðinginn Ari og heimafólk kvatt, stigið á bak og þeyst út í morgunkyrrðina. Framundan Breiðamerkursandur 29 km milli byggða, með hvíta brimrönd við svartan sand. Pósturinn Þorlákur Þorláksson mikill á velli, hraustmenni og traustur, fremstur í flokki og rak á undan sér pósthestana tvo undir koffortum, sem geymdu póstinn. Aldraður, fyrrum stórbóndi á Jökuldal, Guðmundur Snorrason, á leið austur í sína gömlu sveit. Eiríkur Steingrímsson fyrrum bóndi á Fossi á Síðu á leið til að heimsækja systur sína að Árnanesi í Nesjum og loks sá er þetta ritar þá ekki fullra 18 ára og á leið austur á Eiðaskóla.

Lesa meira

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 4
Gestir þennan mánuð: ... 5553
Gestir á þessu ári: ... 23577