Skip to main content

Jólagestur á hornafjordur.is

Eftirfarandi grein var birt inn á hornafjordur.is föstudaginn 15. desember 2006.

Þá voru Fljótin ekki brúuð

Í viðræðum mínum við erlenda ferðamenn, sem heimsóttu Þórbergssetur síðast liðið sumar gætti oft undrunar hversu stutt er síðan að íbúar Skaftafellssýslu bjuggu við einangrun og erfiðleika í samgöngum. Það eru aðeins rúmlega 40 ár síðan að beljandi jökulfljót lokuðu af á báða vegu, og íbúar Öræfa, Suðursveitar og Mýra komust sjaldan akandi á eigin bílum í kaupstað. Samgöngur og búsetuskilyrði hafa breyst með slíkum ógnarhraða að segja má að íbúar svæðisins hafi stigið frá fornöld yfir í tækniveröld nútímans á hálfri öld.Fyrir þá sem ekki þekkja þessa sögu er erfitt að meta hvaða áhrif þessar hraðfara breytingar hafa haft á mannlíf og þróun,  flest lítum við þó með lotningu til horfinna kynslóða sem tókust hér á við daglegt líf af mikilli reisn, þrátt fyrir erfið kjör.

Lesa meira

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 0
Gestir þennan mánuð: ... 1225
Gestir á þessu ári: ... 26227