Leyndardómar Suðursveitar

Það var ennþá svarta myrkur þennan morgun, klukkan var ekki orðin fimm, en samt voru komin ljós í glugga á bæjunum á Hala. Fólk sást hlaupa milli bæja, bera saman bækur sínar, spá í veðrið og veðurspána milli þess sem borðaður var staðgóður og vel útilátinn morgunverður. Tekið var til nesti handa hverjum og einum sem ætla mætti að dygði meðalmanni í tvo daga, fundnir mannbroddar og reynt hvort leðrið í þvengnum dygði nú ekki eina ferðina enn og síðast en ekki síst voru valin bestu og léttustu klettaböndin, þau gerð upp í jafna og fallega hringi, síðan bundið vandlega að hringnum og að lokum bundin tvöföld lykkja um vaðinn svo þægilegt væri að bera hann á öxlinni.

Dagurinn er 20. september 1985, það var ætlun fjögurra manna að freista þess að komast að því hvað hefði orðið um fjárhóp sem vitað var að hafði haldið sig í og við Mávatorfu í Innri-Veðurárdal síðasta vetur og jafnframt að kanna betur fjöllin og jöklana á þessum slóðum.

Þetta var í fimmta sinn sem lagt var upp í sérstakan jökla- og landkönnunarleiðangur af bændum í Suðursveit á 200 hundruð ára tímabili, sérstaklega til að kanna landvæðið vestan Þverártindseggja og Veðurárdalsfjöll. Fyrsti leiðangurinn var farinn 1793, annar 1850, þriðji 1928 og sá fjórði var farinn 1932.

Lesa meira

Orð á jólaföstu

Skrifað af Zophonías Torfason frá Hala í Suðursveit:

Góðir kirkjugestir og sveitungar!

Þetta verða nokkuð sundurlausar vangaveltur um lífið og tilveruna og upprifjun á löngu liðnum tíma sem ég býð upp á hér í dag. En af tillitsemi við þau ykkar sem minna þekkja til mín og aðstæðna hér í byggðarlaginu þá vil ég forðast að þetta verði eins og kunningjaspjall og nefni fólk með fullu nafni og tengi það heimahögunum eins og þjónar frásögninni.

Ég er kenndur við Hala, þar fæddist ég, en hins vegar ólst ég upp hér á Hrollaugsstöðum nokkurn veginn til jafns við Hala. Hér hljóp ég um stéttir og hlöð, tún og hlíðar og lék mér við börnin hér í Miðþorpi eins og þetta byggðarlag í miðri Suðursveit var ævinlega kallað og er enn. Og hér í Þorpinu ætla ég að dvelja við í minningabrotum mínum í dag.

Faðir minn, Torfi, var skólastjóri og kenndi flestar námsgreinarnar við Hrollaugsstaðaskóla á þessum tíma - og Ingibjörg móðir mín sinnti barnauppeldi og heimilisstörfum og hafði í nógu að snúast enda vorum við orðin 8 systkinin þegar ég hvarfla í huganum ein 50 ár aftur í tímann, segjum á jólaföstunni 1962.Það er komið að enn einum fardögum í lífi þessarar stóru fjölskyldu. 

Lesa meira

Ferming í Suðursveit fyrir 50 árum

Torfhildur Hólm Torfadóttir skrifar:

Árið 1959 rann upp með hvítri snjóþekju á jörðinni og tunglskinsbjartri nýársnótt. Þetta herrans ár áttu þrír unglingar í henni Suðursveit að ganga fyrir gafl og staðfesta skírnarheitið. Þetta voru Sigurgeir Jónsson á Skálafelli, Sigríður Jóhanna Sigfúsdóttir á Brunnavöllum og undirrituð Torfhildur Hólm Torfadóttir á Hala. Presturinn, séra Sváfnir Sveinbjarnason á Kálfsfellsstað kallaði okkur til sín fyrir páskana og setti okkur fyrir það sem skyldi læra fyrir ferminguna. Við áttum að læra utanbókar 25 sálma og marga aðra áttum við að lesa yfir og kynna okkur. Við áttum að læra fjallræðuna utanbókar, sæluboðin, trúarjátninguna, faðirvorið og einhverjar fleiri ritningagreinar. Einnig áttum við að lesa biblíusögurnar vel og vandlega. Mér féll nú allur ketill í eld þegar ég sá alla þessa sálma sem þurfti að læra. Þá voru góð ráð dýr.

Lesa meira

Heillandi Suðursveitarfjöll

Hjörleifur Guttormsson
(Birtist í Morgunblaðinu sumarið 2001)
Suðursveit er ævintýraland sem fleiri mættu gefa gaum að en hingað til. Óvíða finnst á svæði sem aka má gegnum á þjóðvegi á um hálftíma slík fjölbreytni í náttúru, hvort sem litið er á jarðfræði, landmótun eða lífríki. Ef sögu og amstri mannfólksins er bætt við svo langt heimildir ná verður heimsókn í Suðursveit ógleymanleg og þetta landshorn kallar þig aftur og aftur á vettvang. Að nógu er að hverfa fyrir ferðafólk sem hafa vill þak yfir höfuð, bæði í bændagistingu innansveitar og í grenndinni.

Í fyrra kom út sérstakur bæklingur um Suðursveit gefinn út af áhugamönnum heima fyrir með uppdrætti og lýsingum á gönguleiðum og mörgum myndum. Er það fyrsta kortið í útgáfuröð um gönguleiðir í Austur-Skaftafellssýslu og mikill fengur fyrir þá sem ferðast ætla um þennan landshluta.

Lesa meira

Póstlisti

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 4
Gestir þennan mánuð: ... 1027
Gestir á þessu ári: ... 46314

Þórbergssetur - Hala, Suðursveit - 781 Höfn í Hornafirði - Sími: 478-1078 - Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Copyright © 2014. All Rights Reserved.

Fara efst