Frá Steinum og Sléttaleiti í Suðursveit

Erindi sem Benedikt Þorsteinsson frá Sléttaleiti  flutti  á ættarmóti sem niðjar Þorsteins Jónssonar og Þórunnar Þórarinsdóttur héldu. Þorsteinn og Þórunn  bjuggu á Sléttaleiti 1908 – 1935 ásamt börnum sínum.
Heimildir greina frá að með vissu hafi verið búið í Steinum  frá árinu 1600 og sennilega nokkuð lengur. Upphaflega hafa Steinar verið í landnámi Hrollaugs Rögnvaldssonar sem nam land í Hornafirði og bjó fyrst undir Almannaskarði og síðar á Breiðabólsstað. Ýmis örnefni í landi Steina og Breiðabólsstaðabæja benda til að Papar eða aðrir kristnir menn hafi búið þar áður svo sem  eins og Papbýlisfjall sem  síðar nefndist Breiðabólsstaðarfjall eða Staðarfjall. 

Lesa meira

Sléttaleiti í Suðursveit

Þorbjörg Arnórsdóttir skrifar:

Þegar ekið er eftir þjóðveginum þar sem hann liggur meðfram Steinafjalli í Suðursveit undra sig margir á bæjarstæði upp í hlíðinni þar sem við blasa rústir af gömlu eyðibýli, Sléttaleiti. Nafnið hljómar sem öfugmæli enda stendur bærinn í brattri fjallshlíð undir hrikalegum hömrum. Um nafnið hefur varðveist eftirfarandi vísa:


Sléttaleiti skilst mér síst að heiti
betur færi, ef Brattahlíð
bærinn nefndist sína tíð.

Lesa meira

Lambayfirsetur í Staðarfjalli .

Frásögn Þorsteins Guðmundssonar hreppstjóra frá Reynivöllum í Suðursveit:

Fráfærurnar voru hátíðisdagar fyrir unga fólkið, eða svo fannst okkur unglingunum fyrir vestan Steinasand. Bæirnir þar eru sex, á Reynivöllum er tvíbýli, Breiðabólsstaðarbæirnir eru þrír, Breiðabólsstaður, Hali og Gerði og svo Sléttaleiti. Þessir bæir höfðu alltaf samfélag um fráfærur og lambayfirsetur.
Lömbin voru tekin frá ánum seinnipart dags og rekin ásamt geldfé því sem fyrirfannst í heimahögum inn í Staðarfjall og fylgdu margir af bæjunum fjárrekstrinum. Þegar þangað kom var féð rekið í rétt, geldfé dregið úr og rekið vestur í svonefnda höfða svo það yrði ekki á vegi fráfærnalambanna, en þau voru því næst rekin inn í Rannveigarhelli og geymd þar yfir nóttina og steinum hlaðið í hellismunnann.

Lesa meira

Slys í Suðursveit

Ragnar Ægir Fjölnisson og Fjölnir Torfason skrifa:
Birt í skólablaði Hrollaugsstaðaskóla vorið 2002
Faðir minn Fjölnir Torfason, sagði mér þessa sögu einu sinni þegar við vorum á ferð meðfram Mjósundarárgljúfrinu í Hólmafjalli. Afi hans, Steinþór Þórðarson sagði honum frá þessum atburði oftog mörgum sinnum þegar þeir áttu leið þarna um.
Þann 21.júlí 1890 varð sviplegt slys í Suðursveit. Þeir bræður Gísli, 25 ára og Runólfur, 12 ára Eyjólfssynir á Reynivöllum  höfðu farið að bjarga kind úr svelti fremst í Mjósundarárgljúfrinu. Mjósundarárgljúfur liggur á milli  Fellsfjalls og Hólmafjalls og sést af þjóðveginum þegar ekið er neðan við Reynivelli.

Lesa meira

Póstlisti

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 4
Gestir þennan mánuð: ... 1027
Gestir á þessu ári: ... 46314

Þórbergssetur - Hala, Suðursveit - 781 Höfn í Hornafirði - Sími: 478-1078 - Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Copyright © 2014. All Rights Reserved.

Fara efst