Skip to main content

Myndir og textar Sigrúnar Sigurgeirsdóttur frá Málþingi um Oddnýju

Málþing á Þórbergssetri um Oddnýju Sveinsdóttur á Gerði og fleiri merkar konur.

Áhugavert og skemmtilegt.

Ég þakka fyrir ljúffengar veitingar og góða fyrirlestra.

Sigrún Sigurgeirsdóttir

oddny1Þorbjörg Arnórsdóttir bauð okkur velkomin, glöð að fá gesti til að heiðra Oddnýju á Gerði sem fæddist 23.des 1821, en þegar 200 ár voru frá fæðingu hennar var heimsfaraldur svo afmælishátíð varð að fresta. oddny2Alþýðumenning 19.aldar var enn við lýði í Suðursveit þegar Þorbjörg fluttist þangað og vísað til Oddnýjar eins og hún væri ljóslifandi. Bæði Steinþór og Þórbergur rómuðu Oddnýju og litu upp til hennar. oddny3Erla Hulda Halldórsdóttir prófessor í sagnfræði sagði Oddnýju vera táknmynd gáfaðra kvenna sem drukku í sig þjóðlegan fróðleik og sögur á tímum sem konur höfðu engin tækifæri til að ganga menntaveginn.
oddny4Oddný var skáldmælt og fróð, barnabarn Rannveigar á Felli. Oddný fæddist á Borgarhöfn en fjölskyldan flutti að Hofi og þar ólst hún upp. Stúlkur höfðu almennt lítil tækifæri til mennta, talið mikilvægt að þær lærðu heimilis- og bústörf, hannyrðir og hlýðni. Oddný og systur hennar lærðu að lesa og hún var í tvö ár við nám hjá presthjónunum í Sandfelli, Önnu Ben og Páli Magnússyni Thorarensen - hún fékk því betri tækifæri en margar stúlkur á þessum tíma. oddny5Oddný sá manninn sinn í draumi, Jón Steingrímsson á Gerði, þau giftust og höfðu helmingaskipti á búinu. Oddný var yfirsetukona í Suðursveit í 40 ár, ólærð, þær voru 2-3 sem tóku á móti börnum. Hún skrifaðist á við Torfhildi Hólm frá Kálfafellsstað fyrstu konuna sem gaf út skáldsögu, hafði ritstörf að atvinnu og stýrði tímariti. oddny6Erla Hulda sagði að Hið íslenska bókmenntafélag í Kaupmannahöfn hefði kallað eftir upplýsingum frá prestum um stöðu lestrar á Íslandi. Það hefur verið sr.Páll í Sandfelli sem svaraði fyrir Öræfin, sá sem fræddi Oddnýju. Við vorum heppin: prestur fyrir norðan sagðist ekki kalla það skrift þó konur væru að pára eitthvað á blað og senda sín á milli - sumir karlar sýndu konum fullkomið virðingarleysi!
oddny7Erla sagði okkur líka frá Þorbjörgu Sveinsdóttur sem fór til mennta í Kaupmannahöfn og varð annáluð kvenréttindakona. Hún giftist aldrei og hélt því sjálfstæði sínu: konur urðu myndugar 25 ára (frá 1861), þá urðu þær sjálfráða og fjárráða. En við giftingu misstu þær myndugleikann, þá réði karlinn! oddny8Loks sýndi Erla Hulda okkur mynd af undirskriftalista úr Suðursveit, þar eru mörg kunnugleg nöfn. - Slíkir listar gengu um allt landið en sumir hurfu, það er t.d.vitað að listi gekk í Vestmannaeyjum en sá kom aldrei fram. oddny9Dr. Soffía Auður Birgisdóttir flutti erindið Þórbergur og gamlar konur. - Hún varpaði fram spurningunni: Eru gamlar kerlingar lífæð íslenskra bókmennta? Eftir erindið voru allir sammála, svarið er já!
oddny10Soffía sagði Halldór Laxness iðulega byggja lýsingar sínar á gömlum konum á Guðnýju ömmu sinni: móðir og amma Halldórs svöruðu hvor annarri iðulega með orðskvið eða vísuparti. oddny11Soffía sagði Halldór Laxness iðulega byggja lýsingar sínar á gömlum konum á Guðnýju ömmu sinni: móðir og amma Halldórs svöruðu hvor annarri iðulega með orðskvið eða vísuparti. oddny12Oddný á Gerði fær frábærar lýsingar í bók Þórbergs, Bréf til Láru: “Hún var fluggáfuð og fádæma fróð og minnug. Hún kunni kynstrin öll af merkilegum alþýðufróðleik, dulrænum sögum, mannlýsingum, kviðlingum, ættfræði o.fl.”
oddny13Í Reykjavík tókust góð kynni með Þórbergi og skáldkonunum Herdísi og Ólínu Andrésdætrum. Herdísar er getið í Afmælisdiktum Þórbergs þar sem hann fjallar um Skólavörðuholtið: “Þar var Herdís, þar var smúkt, þar skein sól í heiði”. oddny14Í Máttugum meyjum fjallar Helga Kress um áhrif kvenna á syni sína og barnabörn - vegna frásagna þeirra skrifuðu þeir á móðurmálinu en ekki latínu eins og menntamenn gerðu víða í Evrópu. oddny15Bókin Lundurinn græni fjallar um heimsókn Ólínu og Herdísar Andrésdætra til Ásthildar systur Theodóru Thoroddssen. Allar þessar konur auðguðu íslenskt menningarlíf.
oddny16 Að lokum sagði Þorbjörg sögur af ýmsum konum úr Suðursveit á 19.öld. Heimildir eru af skornum skammti og kirkjubækurnar oft gloppóttar, einkabréf fólks geta þó gefið mikilvægar samtímaupplýsingar og sem betur fer senda sumir slík bréf inn á skjalasöfn. oddny17Þegar Steinunn verður ekkja er hún skráð fyrir búinu, með ábyrgð Steins bróður síns - það var alger nýlunda á þessum tíma. Barnadauði var mikill á þessum árum svo börn voru iðulega skírð 1-3 daga gömul. oddny18Guðný er amma Þórbergs, Guðnýjar, Steinþórs og Benedikts. Hún hafði verið vinnukona á því mikla menningarheimili Stafafelli í Lóni og var forkur dugleg. Sveinn sonur Oddnýjar á Gerði fór til náms í Kaupmannahöfn og eftir heimkomuna kenndi hann börnunum á næstu bæjum, Anna dóttir Guðnýjar lærði dönsku hjá honum.
oddny18Þorbjörg sagði frá Ragnhildi, langömmu Önnu Maríu í Freysnesi.    

Endurbygging Fells – sjóngerving menningar- og náttúruarfs

Alice Watterson, Kieran Baxter og Þorvarður Árnason - erindi á málþingi 22. október 2022.

Glærur (PDF)

Hvað varð Felli að falli?

Erindi Snævarrs Guðmundssonar á málþingi 29. október 2022.

glaera 1glaera 5glaera 7glaera 13SamantektCRUSSO 7245

Horfinn Eden - Fell í skrifum Þórbergs Þórðarsonar

Erindi Soffíu Auðar Birgisdóttur á málþingi 29. október 2022.

Glærur (PDF)

Texti (PDF)

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 0
Gestir þennan mánuð: ... 5423
Gestir á þessu ári: ... 13463