Skip to main content

Helga Jóna Ásbjarnardóttir

Þegar ég reyndi að velja einn af uppáhaldsköflum mínum úr bókum Sobbeggiafa, var úr vöndu að ráða. Ég valdi kafla úr Sálminum um blómið, þegar við Sobbeggiafi erum að galdra ullabjökkin úr ullabjakksbúðinni hans Silla og hans Valda. Þann kafla vel ég vegna þess að ég var kominn hátt á fimmtugsaldur þegar ég lagði í það af alvöru að lesa bókina um mig.

Lesa meira

Jón Kristjánsson

Ég valdi kaflann "Vatnadagurinn mikli", vegna þess að mér eru kynni af náttúrunni og fólkinu i Öræfum mjög hugstæð. Ég hef starfs míns vegna ferðast um þá sveit og kynnst mörgum og mér finnst það mikil forréttindi. Mér finnst frásögn Þórbergs af ferðalaginu yfir Skeiðará stórkostleg lýsing á þeim aðstæðum sem fólk glímdi við í viðureigninni við ána og dettur kaflinn oft í hug þegar ekið er á flugferð yfir brýrnar og áin sýnist sakleysisleg og nú nær uppþornuð. Það er friðsælt í Öræfum en nándin við náttúrukraftana og breytileika náttúrunnar er óvíða meiri en þar.

Kveðja,
Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra.

Lesa meira

Jón Hjartarson

Íslenskur aðall - Framhjágangan

"Hvað á ég nú að gera? Ég einblíndi nokkur augnablik niður í hljóðan veginn, eins og ég byggistvið óyggjandi goðsvari upp úr einhverjum duldum vizkbrunnum undirdjúpanna. Þá var eins og talað væri til mín utan úr þögninni: Þetta er ósvífinn dónaskapur og frekja. Láttu ekki sjást, að þú standir þarna lengur! Og einhver hluti af sjálfum mér bætti við: Það eru eins miklar líkur til, að þú hittir hana á hinum bænum, og þegar hún kemur þangað, verðurðu orðinn annar maður. Og ég lét mig líða af stað inn þjóðveginn líkt og hálfóafvitandi, eins og ég hleypti framhjá mér blindandi bæði tíma og rúmi og öllu því, sem gerzt hafði bæði í tímanum og rúminu.  Leit aðeins nokkrum sinnum um öxl, þar til bærinn var eilíflega horfinn fyrir næsta leiti. Þessi andvaka augu höfðu þá horft árangurslaust eftir elskhuga sínum daga og nætur í fimmtán þjáningar fullar vikur. Svo luktist þessi heillandi útsýn saman. Og það var eins og ekkert væri hinumegin við leitið."

Silja Aðalsteinsdóttir segir:

Ég var ekki svo lánsöm að fá að heyra Sálminn um blómið í æsku enda var ég orðin tíu ára þegar bókin kom fyrst út. Það var heldur ekki Sálmurinn sem mest var um hönd hafður á æskuheimili mínu heldur ævisaga séra Árna Þórarinssonar sem faðir minn elskaði næstum því eins heitt og Sjálfstætt fólk og gat þulið upp úr utan bókar. En bækur Þórbergs voru allar til á heimilinu og þegar ég eignaðist börn sjálf var ég fljót að komast að því að í Sálminum leyndist mikill fróðleikur og skemmtun fyrir unga einstaklinga. Einkum unni eldri dóttir mín Sobeggi afa, Eggu la, Mömmugöggu og Sálminum góða um blómið og fékk aldrei nóg af sögunum af þeim. Það er ómetanleg lífspeki í þessari bók sem börn taka opnum huga vegna stílsins og frásagnarháttarins sem auðvitað er einstæður í heiminum.

Lesa meira

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 377
Gestir þennan mánuð: ... 7800
Gestir á þessu ári: ... 85862