Skip to main content

Ármann Jakobsson segir:

Ofvitanum kynntist ég þegar ég var barn en las bókina í einu lagi í menntaskóla. Ég held það sé óhjákvæmilegt að heillast fyrst og fremst af stíl Þórbergs þegar maður les Ofvitann í fyrsta skipti, það er vandfundinn mælskari maður á íslenska tungu á 20. öld. Seinna hefur heimspeki sögunnar heillað mig. Hún fjallar um mann sem hugsar í samfélagi sem vill helst ekki hugsa. Þannig skýrist heitið, aðalpersónan (Þórbergur sjálfur) er kallaður ofviti vegna þess að hann hugsar. Þetta er auðvitað sígild aðstaða og á ekki síður við í samfélagi nútímans þar sem heimskan ræður oft ríkjum og þar á ég við verstu tegund heimskunnar og þá sem Þórbergur barðist helst við, en það er heimska af ásettu ráði.

Lesa meira

Halldór Guðmundsson segir:

Hví skyldu menn amast við bókinni?
Einsog nær allir sem síðar verða rithöfundar byrjar Þórbergur Þórðarson snemma að skrifa; allt frá bernsku ásækir hann ólinnandi “skrifsýki” einsog hann kallaði það sjálfur. Frá því hann var um tvítugt eru til eftir hann kynstrin öll af efni – bréf, kvæði, dagbækur og greinar sem sumar komu í handskrifuðum blöðum Ungmennafélaganna. Því eitt var að skrifa og annað að gefa út: Fyrst um sinn birtist mjög lítið af skrifum hans á prenti.

Lesa meira

Torfhildur Hólm segir:

Húsfreyjan á Gerði var beðin um að eiga tilvitnun mánaðarins nú í apríl og ákvað hún að hafa hugleiðingu sína um tilvitnunina sjálfa í ljóðaformi. Hún er eftirfarandi:

Allt er í heiminum alvaldi háð

á himni og jörðu.

Standa þó ennþá og stara um láð

steinarnir gömlu hörðu.

Tunglið og sólina tala þeir við

í trúnaði sem forðum.

Þó fjallið á stundum fari á skrið

færast þeir aldrei úr skorðum.

Eilífðin hlýðir á aldanna söng

ævin sumra er löng.

Tilvitnunin:

„Mikið djúp gerði það í mér, ef ég gæti séð Hrollaug landnámsmann og papana vera að horfa fyrir þúsund árum á sama steininn, sem ég er að horfa á núna, sona einkennilegan stein. Þó gerði það ennþá meira djúp í mér, ef ég sæi þá vera að stara á þetta sama og ég hef starað á forundrandi, þetta einstaka, sem kannski hefur aldrei gerzt á neinum öðrum stað í öllum heiminum, á það, þegar hann birtist og hefur horfið.

  En er þetta vitleysa í mér? Getur það verið, að steinninn hafi staðið þarna í þúsund ár? Að hugsa sér! Að standa í sömu stellingum í þúsund ár. Hvílík eilífð er líf steinsins!

  En kannski finnst steini ekki lengra að standa í þúsund ár í fjallshlíð en okkur að standa þar í þúsund sekúndur.“

Úr Í Suðursveit.

(Torfhildur Hólm Torfadóttir)

Hjalti Þór segir

Þórbergur Þórðarson hefur lengi heillað, bæði sem rithöfundur og persóna.  Íslenskur aðall var fyrsta bókin sem ég las eftir skáldið og frásagnargleðin heillaði frá fyrstu síðu.  Best hef ég þó skemmt mér yfir viðtali Matthíasar Johannessen við Þórberg sem birtist í bókinni Í kompaníi við Þórberg.  Sú bók er full af skemmtilegum hugleiðingum skáldsins og kostulegum frásögnum ýmist af honum sjálfum eða öðrum mönnum og verum, þessa heims og annars.  

Tilvitnunin sem ég vel úr Í kompaníi við Þórberg er svar skáldsins við spurningu um hvort hann telji lífið eftir dauðann skemmtilegt.  Í svarinu kristallast mikil lífsgleði: 

Lesa meira

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 0
Gestir þennan mánuð: ... 27
Gestir á þessu ári: ... 104549