Skip to main content

„Okkar mesta mannverk er.“

Laxá í Nesjum brúuð árið 1910

Gísli Sverrir Árnason

laxa i nesjumFyrsti áratugur tuttugustu aldar einkenndist af félagslegri vakningu og margvíslegum framförum í Nesjum. Tvö félög voru stofnuð árið 1907, Málfundafélag Hornfirðinga og Ungmennafélagið Máni. Stóðu þau bæði fyrir öflugu félasstarfi og gáfu einnig út sitthvort sveitarblaðið sem gekk handskrifað bæ frá bæ um sveitina og á Höfn. Málfundafélagið stóð að blaðinu Baldri en Máni að Vísi. Sumarið 1907 var svo Fundarhús Nesjamanna byggt um miðbik sveitarinnar og var það vígt 29. september 1907. Húsið varð strax vettvangur félagsstarfs og samkomuhalds í sveitinni.

Nú var stutt í tvær mestu framkvæmdir í Nesjum til þessa; byggingu Laxárbrúar 1910 og nýja Bjarnaneskirkju við Laxá 1911. Bæði þessi mannvirki ullu straumhvörfum fyrir íbúa héraðsins og nýttust vel þann tíma sem þau stóðu en entust þó ekki jafn vel og til var ætlast í upphafi. Hér á eftir verður sagt svolítið frá vinnu við brúargerðina við Laxá árið 1910.

Lesa alla greinina eins og hún birtist í Eystrahorni (PDF)

Forn býli í landslagi

Frá bæjarstæði Butru, nú er þar fjárréttHver þekkir bæjarheitin Butra eða Hellar? Líklega kannast fáir þeirra sem yngri eru við þau en margir af eldri kynslóðum Austur-Skaftfellinga hafa heyrt þeirra getið. Í Sveitarfélaginu Hornafirði eru mikil og merk ummerki um horfna byggð frá liðnum öldum. Ummerkin eru ýmsar tegundir jarðlægra minja, m.a. tóftir bæjarhúsa og annarra mannvirkja tengdum þeim. Þau eru vitnisburður um búsetu og mannlíf á umræddu svæði. Talið er að fjöldi slíkra bæjarminja í sveitarfélaginu sé allt að 100 talsins. Mörg eru langt utan alfararleiðar og því er vitneskjan um tilurð og umfang þeirra ekki mörgum ljós. 

Fyrr á árinu hófu Menningarmiðstöð Hornafjarðar og Þórbergssetur samstarf um skráningu hinna fornu býla, með að markmiði að vernda landfræðilega og sögulega þekkingu á búsetuminjum, og gera byggðasögu Austur-Skaftafellssýslu sýnilega. Á síðustu öldum bjuggu margir við aðstæður sem myndu þykja mjög óvenjulegar í samanburði við núverandi búsetuhætti. Fjölskyldur flæmdust á milli staða vegna ágangs jökla, jökulvatna, jökulhlaupa og annarra náttúruhamfara. Erfiðar aðstæður urðu til þess að fjölmörg býli og hjáleigur fóru í eyði.

Lesa meira

Þorrablótsvísur úr Suðursveit eftir Torfhildi Hólm

 Þorrablótsvísur úr Suðursveit 1992 eftir Torfhildi Hólm

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Höf: Torfhildur Hólm Torfadóttir

Ljósm: Kristinn Rúnarsson

Eystrahorn, 13. Febrúar 1992

Sagan af skessunum í Klukkugili í Papbýlisfjalli

 

Skessan í KlukkugiliÞað var einu sinni, maður á Kálfafelli sem hét Einar hann var í göngu í Staðarfjalli; og þegar hann kemur fram á Miðhöfða þá sér hann hvar sjö skessur eru að dansa í Bólinu, það er falleg dálítið brött grasbrekka. 

Það skiptir engum togum þær verða hans strax varar, og taka til fótanna og hann líka, hann hleypur austur úr Höfðum austur úr Koltungum austur úr Staðarfjalli og austur yfir Steinasand og þær allar á eftir, en nú eru sumar skessurnar orðnar uppgefnar og sú fyrsta legst fyrir við miðvötnin, og svo hver af annari hníga þær niður og hætta eftirförinni.

En Einar hleypur og hleypur og er að niðurlotum kominn þegar hann nær túngarðinum á Kálfafelli þá er ein skessan rétt að ná í hann en hann var svo léttur á sér að hann lyftir sér yfir garðinn í einu stökki og þar skildi með þeim. En skessan var svo lengi að brölta á garðinum til að komast yfir, að Einar komst heim og inn í bæ.

Sagði hann sínar farir ekki sléttar, en það er af skessunni að segja að hún sneri við og var all stórstíg vestur yfir Steinasand hirti hún ekkert um hinar, sem höltruðu haltar og skakkar til baka, heim í Klukkugil gráti nær að missa af þessum góða bita.

 

 

 

 

 

Söguna sagði Steinþór á Hala

Teikningin er eftir Sigtrygg Karlsson

Eystrahorn, fimmtudagur 29. desember  1983

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 257
Gestir þennan mánuð: ... 6189
Gestir á þessu ári: ... 6274