Skip to main content
  • Þórbergssetur

  • Steinninn í hlaðinu

  • Andlit skáldsins

  • Sólsetur

  • Jökulsárlón

  • Bókaveggurinn

  • Norðurljós yfir Hala

  • Demantsströnd

  • Textar á sýningu

  • Á flugi yfir jökulsporðinum

LATRADU

ESPERANTO VEFUR


Tripadvisor


Facebook

Menningarsetur reist til minningar um Þórberg Þórðarson rithöfund.

Um safnið

Þórbergssetur  er opið alla daga frá 1. febrúar 2024 kl 9 - 21 

Verð á sýningar er krónur 1500, en 1200 fyrir hópa sem eru 10 manns og fleiri

Sýningar

Í Þórbergssetri eru sýningar helgaðar sögu Suðursveitar og lífi og verkum Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar.

Allir velkomnir í Þórbergssetur.

Veitingar

Veitingahús og safn er opið til loka nóvember 2023 
Sérstök dagskrá fyrir hópa ef óskað er.

Vinsamlega pantið í síma 478 1078/ 867 2900 eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Saga völvunnar á Kálfafellsstað kvikmynduð

Tónleikarnir  í Kálfafellsskirkju voru mjög áhrifamiklir þetta árið og stundin við Völvuleiðið ógleymanleg. Þórbergssetur þakkar Sigrúnu Völu Valgeirsdóttur fyrir að hafa lagt í það stórvirki að kvikmynda sögu völvunnar og listamönnunum fyrir komuna og fjölbreyttan tónlistarflutning. Ólafur Helgi Noregskonungur sem var sagður bróðir völvunnar var verndardýrlingur Kálfafellsstaðarkir.kju frá því i frumkristni og sagan um völvuna ævaforn.  Steinunn Jónsdóttir og Svanlaug Jóhannsdóttir frumfluttu söng völvunnar, textinn er  eftir Sigrúnu Völu en lagið er eftir Unu Stefánsdóttur. Síðan var haldið niður að völvuleiðinu og þar var söngur volvunnar kvikmyndaður við völvuleiðið. Það verður gaman að sjá kvikmyndina þegar hún verður frumsýnd. Myndir Sigrún Sigurgeirsdóttir  

357832598 10229596442991664 3538367555467772097 n

362300726 10229596441191619 4690796110516728237 n357567613 10229596440551603 4242489011697985972 n

 

 

 

 

 

 

 

 

Mynd 2 Ólafsmessa nMynd 1 olafsmessa n358096965 10229596440991614 817445593317824321 n

Ólafsmessa í Kálfafellsstaðarkirkju

 Myndlýsing ekki til staðar.Tónleikar og helgistund í Kálfafellsstaðarkirkju í tilefni Ólafsmessu verða fimmtudagskvöldið 27. júlí kl. 20:00. Svanlaug Jóhannsdóttir er gestur á tónleikunum, og kynnir sig sem söngkonu sem segir sögur. Hún ber listamannsheitið Svana.

Dagskráin hefst með helgistund, síðan taka við tónleikar Svönu og þar frumflytur Svana lag sem er óður til völvunnar á Kálfafellsstað. Ljóðið um völvuna er eftir Sigrúnu Valgeirssdóttur kvikmyndagerðarkonu, en lagið eftir Unu Stefánsdóttur tónskáld. Undirleikari er Reynir del Norte.

Að loknum tónleikunum verður farið niður að leiði völvunnar undir Hellaklettum og þar verður endurfluttur óðurinn til völvunnar. Steinunn Jónsdóttir söngkona , ein af Reykjavíkurdætrum flytur þar tónverkið ásamt Svönu. Saga völvunnar og tónleikarnir í Kálfafellsstaðarkirkju hafa því haft áhrif á listsköpun nútímalistamanna og verða kirkjugestir sem mæta í kirkjuna og við Völvuleiðið vitni að merkum listgjörningi tengdum þessari ævagömlu sögu.

Allir eru velkomnir að njóta stundarinnar í Kálfafellsstaðarkirkju og við Völvuleiðið að kvöldi dags 27. júlí næstkomandi. 

Bókakynning og ljóðalestur í Þórbergssetri á Hala

6.8cm Söngvar norðursinsBókaútgáfa Félags ljóðaunnenda á Austurlandi og önnur starfsemi félagsins verður kynnt í Þórbergssetri á Hala sunnudaginn 30. apríl 2023. Dagskráin hefst klukkan 13:30 og lýkur klukkan 15:30. Stjórn félagsins stendur að kynningunni í samstarfi við Þorbjörgu Arnórsdóttur, forstöðumann Þórbergsseturs.                     
Eftirtalið stjórnarfólk kemur fram á samkomunni og segir frá bókum félagsins og flytur ljóð úr þeim: Arnar Sigbjörnsson úr Fellabæ, nú búsettur í Kópavogi, Magnús Stefánsson Fáskrúðsfirði og Sólveig Björnsdóttir Laufási í Hjaltastaðaþinghá. Síðast en ekki síst kemur fram skáldkonan Kristín Laufey Jónsdóttir, Hlíð í Lóni og flytur eigin ljóð og annarra. Félag ljóðaunnenda á Austurlandi var stofnað árið 1996 og fljótlega urðu félagarnir yfir eitt hundrað að tölu. Hefur sá fjöldi félagsmanna haldist að mestu óbreyttur öll þessi ár. Félagið hefur verið hugsað sem sameiginlegur vettvangur höfunda og annarra ljóðaunnenda og það hefur staðið fyrir fjölmörgum samkomum víða um fjórðunginn þar sem ljóð hafa verið lesin og sungin. Þá hefur félaginu verið ætlað að örva og styðja félagsmenn til útgáfu eigin ljóða. Strax við stofnun félagsins komu fram hugmyndir um útgáfu ljóðasafns eftir austfirska höfunda, slíkt safn hafði komið út árið 1949, bókin Aldrei gleymist Austurland. Fyrsta bók hins nýja ljóðafélags kom svo út árið 1999 og hlaut heitið Raddir að austan – Ljóð Austfirðinga. Bókin hefur að geyma ljóð og lausavísur eftir 122 austfirska höfunda sem allir voru á lifi við útkomu bókarinnar.                 
Ekki stóð til í upphafi að félagið legði fyrir sig frekari bókaútgáfu en árið 2001 hóf það útgáfu á flokk ljóðabóka undir heitinu: Austfirsk ljóðskáld. Fyrsta bókin hlaut heitið Austan um land, höfundur hennar er Sigurður Óskar Pálsson frá Borgarfirði eystra. Svo hefur þetta æxlast þannig að síðan hefur ein bók komið út í flokknum á hverju ári. Þær eru því orðnar 22 að tölu. Sú nýjasta er úrval úr ljóðum fjögurra systkina frá Heiðarseli í Jökuldalsheiði, hún kom út á síðasta hausti. Bók númer 23 er í undirbúningi, ljóð Iðunnar Steinsdóttur frá Seyðisfirði.  Fljótlega kom að því að framboð varð á fleiri ljóðahandritum en komust að í flokknum og félagið fór að gefa út það sem við nefnum „aukabækur“. Svo skemmtilega vill til að þær eru líka orðnar 22 talsins svo að félagið hefur gefið út 44 bækur.                                                                                                          
Erfitt er að láta sölu ljóðabóka standa undir kostnaði við útgáfu þeirra og félagið hefði ekki gefið út allar þessar bækur án þeirra styrkja sem það hefur notið. Uppbyggingarsjóður Austurlands hefur styrkt útgáfuna mörg síðustu ár og einnig sveitarfélög á Austurlandi. Félagar greiða ekki eiginlegt félagsgjald en kaupa eitt eintak af bókum í flokknum Austfirsk ljóðskáld. Með þessu móti er félaginu kleift að halda bókaútgáfunni áfram. Magnús Stefánsson.

 

Hrossakjötshelgin á Hala

Langfjölmennasta hrossakjötsmótið á Hala var haldið í Þórbergssetri helgina 14 - 16 apríl. Alls spiluðu 88 bridgespilar alls staðar af á landinu. Segja má að spilað hafi verið linnulaust frá föstudagskvöldi til klukkan 2 á sunnudegi. Þess á milli voru teknar góðar matarpásur. Á hverju ári bragðast hrossakjötið alltaf best og bleikjuhlaðborðið í sunnudagshádegi vekur líka mikla ánægju. Segja má að mótið sé mjög að hætti Suðursveitunga frá þeim tíma er Torfi Steinþórsson á Hala hélt uppi spilamennsku og hrossakjötsáti í Suðursveit enda haldið til minningar um hann . Í hópnum eru nokkrir spilarar sem komið hafa nánast á hverju ári síðan 2007 en þá var fyrsta mótið og mættu þá 32 spilarar. Fjölmargir Skaftfellingar  voru fyrstu árin en fækkað hefur mjög í þeim hópi heimamanna sem sækja spilamennskuna. Mótið er á skrá hjá Bridgesambandi Íslands og gefin eru  silfurstig fyrir þátttöku á mótinu. Sigurvegarar árið 2023 voru Hermann Friðriksson og Stefán Jónsson með 60% skor. Í öðru sæti voru Vigfús Pálsson og Guðmundur Skúlason og í þriðja sæti Halldór Þorvaldsson og Magnús Sverrisson. Konum hefur fjölgað mjög í hópi spilara og var Ingibjörg Guðmundsdóttir með bestan árangurinn í 10. sæti ásamt makker sínum Guðmundi Birki Þorkelssyni. Mótsstjóri var Þórður Ingólfsson og stjórnaði mótinu nú sem fyrr af röggsemi. Nýjasta tölvutækni er notuð og birtast úrslit úr hverju spili jafnóðum á veraldarvefnum

Öll úrslit á mótinu má sjá á eftirfarandi tengli  https://urslit.bridge.is/.../f1e483df-1483-4a86-82d9..

 

Bridgemót

 

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 194
Gestir þennan mánuð: ... 8731
Gestir á þessu ári: ... 16771