Skip to main content
  • Þórbergssetur

  • Steinninn í hlaðinu

  • Andlit skáldsins

  • Sólsetur

  • Jökulsárlón

  • Bókaveggurinn

  • Norðurljós yfir Hala

  • Demantsströnd

  • Textar á sýningu

  • Á flugi yfir jökulsporðinum

LATRADU

ESPERANTO VEFUR


Tripadvisor


Facebook

Menningarsetur reist til minningar um Þórberg Þórðarson rithöfund.

Um safnið

Þórbergssetur  er opið alla daga frá 1. febrúar 2024 kl 9 - 21 

Verð á sýningar er krónur 1500, en 1200 fyrir hópa sem eru 10 manns og fleiri

Sýningar

Í Þórbergssetri eru sýningar helgaðar sögu Suðursveitar og lífi og verkum Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar.

Allir velkomnir í Þórbergssetur.

Veitingar

Veitingahús og safn er opið til loka nóvember 2023 
Sérstök dagskrá fyrir hópa ef óskað er.

Vinsamlega pantið í síma 478 1078/ 867 2900 eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Gestir sem komu færandi hendi í Þórbergssetur

Vigdís Karlsdóttir og dæturÞann 17 ágúst síðastliðinn komu í Þórbergssetur Viktoría Karlsdóttir frá Vestmannaeyjum og dætur hennar þrjár. Voru þær með að gjöf til Þórbergsseturs, kolateikningu af Þórbergi Þórðarsyni gerða af Gísla Halldóri Jónassyni eiginmanni Viktoríu árið 2005.

Gísli var fæddur 13.september 1933 í Reykjavík, ólst hann upp í Hallgeirsey í Austur - Landeyjum en flutti síðan til Vestmannaeyja 23 ára að aldri. Hann lést 30. júlí 2016 og vildu ekkja hans og dætur fá að varðveita myndina í Þórbergssetri. Var þeim boðið  upp á veitingar og smellt af nokkrum myndum í tilefni afhendingarinnar.

Myndin prýðir nú skrifstofuvegg forstöðumanns þar sem Þórbergur vaki yfir öllum okkar gjörðum og horfir góðlátlega yfir sviðið.

Vel heppnað málþing í Þórbergssetri

Skúli Gunnarsson forstöðumaður SkriðuklaustriMálþing Þórbergsseturs sem haldið var 23. nóvember 2019 var ágætlega sótt af heimamönnum.

Erindin voru öll mjög fróðleg og tengdust rannsóknum og skráningum á merkum sögum, og minjum alveg frá því um aldamótin 1500, þegar Fljótsdælingar sóttu sjóróðra í Suðursveit og ferðuðust yfir Vatnajökul. Skriðuklaustur átti þá 60 hundruð í Borgarhöfn samkvæmt kaupsamningi sem fannst í skjölum klaustursins. Ljóst er að leiðin yfir jökul var mun styttri á þessum árum en síðar varð þegar Brúarjökull gekk fram yfir stórt gróið  landsvæði í óbyggðum inn af Fljótsdal með kólnandi tíðarfari

Í erindi Snævarrs kom vel fram hversu breytilegt landslag hefur verið á Breiðamerkursandi síðustu tvær aldir en hann er búin að rekja sig eftir mælingum og vörðum frá síðustu öld,  sem tókst að finna bæði austan og vestan Jökulsár. Einnig vekur furðu hversu breytilegur árfarvegur Jökulsár hefur verið á síðustu tveimur árhundruðum. 

 Erindi Sigríðar fjallaði um minjaskráningu á Breiðabólsstaðarbæjum. Gamalt túnakort fannst af ræktuðu landi í kringum bæina og þar eru staðsett mörg örnefni sem fram koma í bókum Þórbergs og því hægt að lesa saman texta hans ogkortið sem nú hefur verið teiknaðupp í tölvutækt form.

Er þarna sannarlega verið að bjarga þekkingu frá glötun og gefa textum Þórbergs  nýtt líf með því að staðsetja sögurnar inn í raunverulegt umhverfi.

 Þórbergssetur hefur stutt við öll þessi verkefni á einn eða annan hátt og þakkar fyrirlesurum kærlega fyrir samstarf og  afar góða úrvinnslu gagna, þannig að mjög aðgengilegt er að lesa sig í gegnum þessa gömlu þekkingu, sem nú eru öll í tölvutæku formi.  

Sjá fleiri myndir

Áhugi á verkum Þórbergs í Rússlandi

Þorbjörg Arnórsdóttir og Elena BarinovaÍ haust bar óvæntan gest að garði í Þórbergssetur. Það var rússnesk kona Elena Barinova sem að er framkvæmdastjóri  ,,Vináttufélags Rússlands og Íslands“. Kom hún með rútunni ofan af vegi og gisti eina nótt. Sagði hún frá því að haldin hefði verið minningarstund hjá félaginu í tilefni af 130 ára afmæli Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar og af því tilefni verið sýnd kynningarmynd sem Þórbergssetur sendi til þeirra, en við myndina hafði þá verið gerð rússnesk þýðing. 

Framsögu hafði Andrei Korovin sem er kennari í norrænum fræðum við Moskvuháskóla og var þetta með milligöngu Ingólfs Skúlasonar Orða vináttufélagsinsformanns Vináttufélags Íslands og Rússlands í Moskvu. Kynningin í Rússlandi vakti mikla athygli að sögn Ingólfs og var áhugi á verkum Þórbergs vakinn meðal annars hjá kennurum í norrænum bókmenntum við háskólann í Moskvu.

Elena kom færandi hendi í Þórbergssetur og heiðraði forstöðumann Þorbjörgu Arnórsdóttur með orðu Vináttufélagsins og er Þórbergssetur þar með komið með aðild að þessu félagi og er félagi númer 350 samkvæmt sérstöku vottorði þar um.

Elena kom með þá frábæru frétt að hafin væri þýðing á Steinarnir tala á rússnesku. Þýðandinn er Tatjana Shjenjavskaja og fyrirhugað er að bókin komi út í mars næstkomandi. Þórbergssetur hefur aðstoðað við öflun mynda og vísað veginn í aðrar þýðingar á bókinni Steinunum tala, sem áður hafa verið þýddir á ensku og tékknesku.

Þórbergssetur þakkar frumkvæði Ingólfs Skúlasonar og Elenu Barinovu að kynningu og þýðingum á verkum Þórbergs Þórðarsonar og er tilbúið til frekara samstarfs á næstu árum.

Sjá myndir frá kynningu í Rússlandi

 

Óvænt heimsókn í Þórbergssetur á árinu 2019

Það er margt óvænt sem rekur á fjörur okkar í Þórbergssetri og maður veit aldrei fyrirfram hvað upp á kemur dag hvern.  Fjöldi gesta koma við frá öllum heimsálfum og á miðju sumri eru gestakomur frá því að vera 400 – 800 manns á dag.

Einn dag bar íslenska stóSteinarrfjölskyldu að garði, heilsuðu þau með virktum og settust í enda salarins. Fjölskyldufaðirinn var aldraður góðlegur maður sem kallaði Þorbjörgu forstöðumann sérstaklega til sín og sagðist ætla að játa fyrir henni afbrot sem hann hefði framið fyrir nokkrum árum. Dró hann úr pússi sínu nokkraKarl Loftsson fallega steina og þar á meðal skrautlegan gabbróstein. Allir voru steinarnir slípaðir og hinar mestu gersemar að sjá. Hér var þá á ferð Karl Loftsson frá Mosfellsbæ, sem slípar steina og selur sem minjagripi m.a. í Leifstöð. Sagðist hann hafa þetta sem aukavinnu í ellinni enda ekki vanur því að 
vafra um iðjulaus alla daga. Gabbrósteininum fallega sagðist hann hins vegar hafa stolið hér undan húsvegg Þórbergsseturs fyrir nokkrum árum er hann var á ferð með eldri borgurum með viðkomu í Þórbergssetri.

Nú kvaðst hann loksins vera mættur til að skila steininum góða og það með rentu og lét því nokkra fleiri steina fylgja með. Varð úr þessu hin skemmtilegasta heimsókn og forstöðumaður þakkaði Karli kærlega fyrir góðan hug og skemmtilega viðkynningu. Þegar hann svo fór út úr dyrum Þórbergsseturs, sá hann annan fallegan stein undir húsveggnum sem hann tók með sér, hér væri gaman að koma, - og nú hefði hann erindi til að koma hér aftur fyrr en seinna.

Þess má geta að steinarnir utan við Þórbergssetur eru samsafn frá heilsubótargöngum forstöðumanns Þórbergsseturs í gegnum árin og varð þessi heimsókn óneitanlega hvatning til að halda áfram á sömu braut. 

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 88
Gestir þennan mánuð: ... 6405
Gestir á þessu ári: ... 24429