Skip to main content
  • Þórbergssetur

  • Steinninn í hlaðinu

  • Andlit skáldsins

  • Sólsetur

  • Jökulsárlón

  • Bókaveggurinn

  • Norðurljós yfir Hala

  • Demantsströnd

  • Textar á sýningu

  • Á flugi yfir jökulsporðinum

LATRADU

ESPERANTO VEFUR


Tripadvisor


Facebook

Menningarsetur reist til minningar um Þórberg Þórðarson rithöfund.

Um safnið

Þórbergssetur  er opið alla daga frá 1. febrúar 2024 kl 9 - 21 

Verð á sýningar er krónur 1500, en 1200 fyrir hópa sem eru 10 manns og fleiri

Sýningar

Í Þórbergssetri eru sýningar helgaðar sögu Suðursveitar og lífi og verkum Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar.

Allir velkomnir í Þórbergssetur.

Veitingar

Veitingahús og safn er opið til loka nóvember 2023 
Sérstök dagskrá fyrir hópa ef óskað er.

Vinsamlega pantið í síma 478 1078/ 867 2900 eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Leitin að því liðna

Stutt málþing verður haldið í Þórbergssetri laugardaginn 23. nóvember og hefst kl 13:30. Fjallað verður um rannsóknir sem unnið hefur verið að á liðnum árum í samstarfi við Þórbergssetur. 

20191119Fornar sagnir um sjóróðra í Suðursveit hafa vakið forvitni vísindamanna og fundist hafa heimildir um tengingu Skriðuklausturs við Borgarhöfn í Suðursveit og ferðir vermanna yfir jökul  fyrr á öldum. Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur sendi  enskt rannsóknarteymi í Kambstún í september í haust með jarðsjá til að reyna að finna minjar um vetursetu vermanna þar. Einnig  hefur Skúli Gunnarsson forstöðumaður Skriðuklausturs  unnið að rannsóknum á leiðinni úr Fljótsdal yfir jökul. Hann hefur m.a. starfað með skoskum háskóla og nýtt nýjustu tækni svo sem drónamyndatöku til að freista þess að finna göturnar við Hálsatind, sem sagt er frá í bók Guðmundar J Hoffell og voru þar vel sýnilegar um aldamótin 1900. Hann hefur einnig verið í samstarfi við Jarðvísindastofnun varðandi stærð og legu Vatnajökuls á árunum 1000 - 1500.  Það verður því forvitnilegt að hlýða á fyrirlestur Skúla og hvers hann hefur orðið vísari í leit sinni um tengsl Skriðuklausturs við Suðursveit fyrr á öldum.

Vísindamenn fortíðar voru gjarnan þeir sem byggðu þetta land á öldum áður, bændur sem þekktu vel umhverfi sitt og lásu  af mikilli nákvæmni í landið, náttúrufar og breytingar á umhverfi.  Snævarr Guðmundsson jöklafræðingur á Náttúrustofu Suðausturlands og Fjölnir Torfason á Hala hafa undanfarið leitað að vörðum jöklamælingamanna  sem fóru ár hvert út á Breiðamerkursand á árunum 1932 og fram yfir 1950 og mældu hop Breiðamerkurjökuls. Snævarr mun á málþinginu segja frá þessari leit þeirra félaga á Sandinum og minnast þeirra manna er þarna lögðu vísindunum lið svo og sýna niðurstöður þeirra með nútíma tækni. Þessar rannsóknir birtast nú sem mikilvægar upplýsingar um hopun Breiðamerkurjökuls á tuttugustu öldinni.

Þórbergssetur er staðsett í landnámi Hrollaugs Rögnvaldssonar og það má teljast merkilegt á heimsvísu að eiga skráða sögu fyrsta mannsins sem bjó í landi Breiðabólsstaðar og settist hér að fyrir meira en 1100 árum síðan. Sigríður Guðný Björgvinsdóttir rölti um  hluta af landnámi  Hrollaugs síðast liðið sumar og skráði niður örnefni og líklegar fornleifar og menningarminjar sem tengjast þessari 1100 ára búsetu á Breiðabólsstaðartorfunni. Hún ætlar að segja okkur frá þessari vinnu sinni sem að er reyndar ekki að fullu lokið, en gefur okkur samt hugmynd um hversu mikil auðlegð felst í staðbundinni þekkingu heimamanna, sem okkur ber sannarlega skylda til að varðveita sem hluta af sögu okkar sem þjóðar.

Ragnhildur Jónsdóttir og Grétar Vilbergsson komu fyrr á þessu ári færandi hendi í Þórbergssetur, er þau komu með að gjöf gömul blöð Eystrahorns innbundin í fallegar bækur. Þar má finna margar skemmtilegar frásögur frá liðinni tíð. Í lok málþingsins verður gluggað í gömul blöð Eystrahorns og lesnar upp stuttar greinar sem varpa ljósi á mannlíf  í Suðursveit fyrir ekki svo löngu síðan. Þannig er líf okkar orðið að sögu áður en við vitum af, hver mannsævi skammlifuð stund, hvert og eitt mörkum við okkar spor sem vonandi hverfa ekki öll í gleymskunnar dá í framtíðarlandinu, því þá um leið glötum við menningu okkar og sögu sem þjóðar.

Allir eru velkomnir að koma og eyða dagstund í Þórbergssetri 

Þorbjörg Arnórsdóttir

Áhugavert málþing í Þórbergssetri

bokaveggur 800 Hið árlega haustþing Þórbergsseturs verður haldið laugardaginn 23. nóvember og hefst klukkan 13:30.  Að þessu sinni verður fjallað um ýmis verkefni sem samstarfsstofnanir Þórbergsseturs hafa unnið að. Málþingið ber nafnið ,,Leitin að því liðna". 

 

 

Dagskrá

13:30 - Setning:   Þorbjörg Arnórsdóttir 

13:45 - Úr Maríutungum í Kambtúnsbúðir - um ferðir milli Skriðuklausturs og Suðursveitar:   Skúli Gunnarsson forstöðumaður Skriðuklaustri

14:15 - Gengið í slóð jöklamælingamanna - mælivörður á Breiðamerkursandi:  Snævarr Guðmundsson jöklafræðingur

14:45 - Í landnámi Hrollaugs Rögnvaldssonar - fornleifaskráning í landi Breiðabólsstaðarbæja: Sigríður Guðný Björgvinsdóttir landfræðingur

15:15 - Stuttur upplestur, upprifjun frá liðinni tíð:  Þorbjörg Arnórsdóttir

15:45 - Kaffiveitingar og umræður

Allir velkomnir

Góðir gestir

Herdís og Bragidansk ththNa ceste za milouFyrir nokkrum dögum komu í heimsókn í Þórbergssetur hjónin Herdís P. Pálsdóttir og Bragi Bjarnason. Þau eru miklir velunnarar Þórbergsseturs og hafa fært safninu margar gjafir úr búi Margrétar og Þórbergs. Herdís er náfrænka Margrétar, afabarn Ásbjörns bróður Margrétar.

Að þessu sinni komu þau með þrjár merkilegar bækur. Það voru þýðingar á hluta af Íslenskum aðli á dönsku ,,Undervejs til min Elskede" og einnig þýðing á sama kafla á slóvensku. Safnið átti hvoruga þessa bók og lítið var vitað um þessa þýðingu á slóvensku sem kom út árið 1958 , þýdd af Jaroslav Kana. Það var einstaklega ánægjulegt að fá þessar bækur hér í safn af frumútgáfum af verkum Þórbergs og færum við þeim hjónum kærar þakkir fyrir höfðinglega gjöf.  

Einnig komu þau með forláta útskorin kínverskan vasa og bætist þar í safn kínverskra muna sem hafa verið að berast á síðustu árum. Áður höfðu þau gefið safninu m.a. bollastell Möggugöggu, kertastjaka úr fílabeini, ritvél Mömmugöggu, sófaborð og stofuskáp antik, púðaborða saumaða af Margréti,  leikhúskíki Mömmugöggu, o.fl.

Það verður seint fullþakkað fyrir þann góða hug sem fylgir gjöfum sem þessum og eftir því sem árin líða kemur betur í ljós hversu mikilvægt er að eiga hér á Hala samastað fyrir minningar og muni er tengjast þeim hjónum Þórbergi Þórðarsyni og Margréti Jónsdóttur. Þannig verður Þórbergssetur sem minnisvarði um einn af merkustu rithöfundum Íslands og verk hans ómetanlegur vitnisburður um líf og sögu forfeðra okkar um ókomin ár. 

 PúðiKínverski VasinnBollastell

Tónleikar í Kálfafellsstaðarkirkju 2019

magga stinaHinir árlegu Ólafsmessutónleikar verða  í Kálfafellsstaðarkirkju mánudagskvöldið 29. júlí næstkomandi.

Dagskráin er eftirfarandi og hefst kl 20:00

  • Helgistund; Séra Gunnar Stígur Reynisson
  • Upplestur; Völvan á Kálfafellsstað; Þorbjörg Arnórsdóttir
  • Tónleikar; Magga Stína flytur söngdagskrá m.a. ýmis þjóðlög og og lög við ljóð nokkurra þjóðskálda
  • Gönguferð að Völvuleið; Fjölnir Torfason segir frá

Aðgangur ókeypis

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 207
Gestir þennan mánuð: ... 6525
Gestir á þessu ári: ... 24548