Skip to main content
  • Þórbergssetur

  • Steinninn í hlaðinu

  • Andlit skáldsins

  • Sólsetur

  • Jökulsárlón

  • Bókaveggurinn

  • Norðurljós yfir Hala

  • Demantsströnd

  • Textar á sýningu

  • Á flugi yfir jökulsporðinum

LATRADU

ESPERANTO VEFUR


Tripadvisor


Facebook

Menningarsetur reist til minningar um Þórberg Þórðarson rithöfund.

Um safnið

Þórbergssetur  er opið alla daga frá 1. febrúar 2024 kl 9 - 21 

Verð á sýningar er krónur 1500, en 1200 fyrir hópa sem eru 10 manns og fleiri

Sýningar

Í Þórbergssetri eru sýningar helgaðar sögu Suðursveitar og lífi og verkum Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar.

Allir velkomnir í Þórbergssetur.

Veitingar

Veitingahús og safn er opið til loka nóvember 2023 
Sérstök dagskrá fyrir hópa ef óskað er.

Vinsamlega pantið í síma 478 1078/ 867 2900 eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Oddný á Gerði og aðrar rismiklar og líflegar kerlingar 19. aldar

gerdi og oddnyarkofiHaustþing Þórbergsseturs verður haldið laugardaginn 4. nóvember og hefst kl 11:00 um morguninn. Eins og yfirskrift málþingsins ber með sér verður fjallað um konur á 19. öld, þar sem Oddný á Gerði (1821-1917) verður fremst í flokki. Þeir Þórbergur og Steinþór Þórðarsynir gerðu hana ódauðlega með skrifum sínum og aðdáun á gáfum hennar og dugnaði. Þórbergur skrifar einhver fallegustu eftirmæli sem nokkur kona getur fengið þegar hann segir eftir andlát hennar: ,,Með dauða Oddnýjar slokknaði bjartasta ljós Suðursveitar sem þar logaði í minni tíð."  

Málþingið hefst klukkan 11 að morgni laugardaginn fjórða nóvember næstkomandi. Til liðs við okkur kemur Erla Hulda Halldórsdóttir Oddnysagnfræðingur sem hvað mest hefur helgað starf sitt  á undanförnum árum kvennasögu og rannsóknum á kjörum kvenna. Hún kallar erindi sitt ,,Ein skrifandi kona í Suðursveit. Oddný á Gerði í sögulegu samhengi." Erindi hennar fjallar um Oddnýju á Gerði sem var sögð bráðgáfuð og víðlesin - eina skrifandi konan í Suðursveit um 1850. Steinþór og Þórbergur Þórðarsynir draga upp myndir af henni í bókum sínum sísegjandi sögur og kveðandi rímur, konunni sem kom með ,,menninguna" í Suðursveit. En hver var hún og hvað var svona sérstakt við hana? Í erindinu verður rætt um lífshlaup Oddnýjar í samhengi við sögu kvenna og samfélag nítjándu aldar þar sem stúlkur og konur bjuggu yfir gáfum og getu til þess að læra við misgóð tækifæri.

Tekið verður gott hádegishlé, en næsta erindi flytur Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur undir yfirskriftinni; ,,Þórbergur og gamlar konur." Eitt af því sem Þórbergur dáði framar öðru í fari fólks var frásagnarsnilli og þekking á kvæðum og sögum. Þessa hæfileika fann hann ekki síst hjá gömlum konum. Á æskuárum hans á Hala var það Oddný á Gerði sem bar af öðrum í þessum efnum en Þórbergur segir hana hafa kunnað,,kynstrin öll af merkilegum alþýðufróðleik, dulrænum sögnum, mannlýsingum, kviðlingum, ættvísi o.fl". Á fullorðinsárum í Reykjavík kynntist Þórbergur skáldkonunum Herdísi og Ólínu Andrésdætrum og fann hjá þeim sömu hæfileika og hefur hann lýst kynnum sínum af þeim á einkar skemmtilegan hátt. Í erindinu verður fjallað um samband Þórbergs við þessar gömlu konur og einnig vikið að kynnum hans við Láru Ólafsdóttur sem Bréf til Láru er stílað til. 

Þriðja og síðasta erindið flytur Þorbjörg Arnórsdóttir forstöðumaður Þórbergsseturs. Þar birtast sögur af nokkrum konum á Sunnansandabæjum sem bjuggu þar samtíða Oddnýju. Lýst verður kjörum þeirra og aðstæðum, barneignum og ótrúlegum örlagasögum sem tengjast miklum barnadauða, - en einnig óbilandi dugnaði, krafti og samstöðu þar sem þær létu ekki bugast, lifðu menn sína, stóðu fyrir búi og sýndu áhuga á að finna leiðir til betra lífs m.a. með bóklestri og fræðslu.  Einnig verða spilaðar gamlar upptökur, samtöl og frásagnir Steinþórs á Hala og Þórbergs um Oddnýju og frásagnir og söngur Steinunnar Guðmundsdóttur á Hala. 

Allir eru velkomnir í heimsókn í Þórbergssetur þennan dag. Dagskráin endar með kaffiveitingum og spjalli og lýkur  eigi síðar en kl. 16:00

Heimsókn í Suðursveit

Hópur eldri lækna og makFellsheimsóknar þeirra alls 42 manns komu og heimsóttu Þórbergssetur helgina 4. - 5. ágúst. Dvöldu þau  í tvo daga og fengu allan viðurgjörning, ferðuðust um svæðið og fengu notið dagskrár svo sem  upplestrar undir borðum, heimsókn á safnið og leiðsögn  um söguslóðir í nágrenni Þórbergsseturs.

Þar á meðal var farið að eyðibýlinu á Felli. Ákveðið var að snæða þar hádegisnestið og hlýða um leið á frásögn Fjölnis Torfasonar um Breiðamerkursand og búsetu á Felli. Fell var um aldamótin 1700 höfuðból með nokkrar hjáleigur eða alls 4 býli í ábúð við manntalið 1703. Þá var gott til bús á sandinum og Fell sýslumannssetur fyrir Austur Skaftafellssýslu.  Þá er það að jökullinn tekur að geysast fram með kólnandi tíðarfari litlu ísaldar og  og eyðingin verður síðan alger þegar bæjarhúsin á Felli tekur af  í stórflóði eða jökulhlaupi árið 1868.

Sambýlið við jöklana gerir sögu Austur- Skaftafellssýslu einstaka og áhrifamikið er að sjá með eigin augum eyðileggingarmátt Breiðamerkurjökuls á þessu svæði og með ólíkindum ótrúlegt að þetta gerist  á ekki lengra tímabili en raun ber vitni. eða aðeins um 150 árum. Við hlaupið flosnuðu upp frá Felli tvær barnmargar fjölskyldur  og voru örlög þeirra þar með ráðin. Afkomendur þeirra eru víða um land, og tenging við liðinn tíma forfeðranna að mestu rofin. Sjá má meira um eyðijörðina Fell á vefsíðunni www.busetuminjar.is 

Síðan var farið í fjöruferð á Reynivallafjöru, en þar hafði rekið stærðarhval á fjöruna skömmu áður. Ferðinni lauk svo með akstri inn í Þröng og  göngu að Breiðamerkurjökli. Þar má sjá einstakt jöklalandslag, klettabelti Fellsfjalls skafin af hrammi Breiðamerkurjökuls og hrjóstruga landmótun jökulsins á jörðu niðri. Veðurárdalur gapir nú opin til vesturs og er með ólíkindum hversu hratt jökullinn hopar til baka. 

Fell heimsókn 2Gaman er að blanda saman sögum úr umhverfinu við náttúruskoðun og segja má að tekist hafi vel til um við skipulagningu þessarar heimsóknar sem var í samvinnu Þórbergsseturs og Guðrúnar Bjarnadóttur læknis. sem var fararstjóri í hópnum. Guðrún hafði starfað sem afleysingalæknir á Höfn og kom þá í vitjun á Hala til Steinunnar Guðmundsdóttur eiginkonu Steinþórs á Hala. Heimsóknin var henni svo minnisstæð að æ síðan hefur hún haft löngun til að nálgast Hala og umhverfið allt um kring og var búin að lesa Suðursveitarbækur Þórbergs og ekki síður Nú, nú frásögur Steinþórs sér til mikillar ánægju. Þórbergssetur þakkar skemmtilega samveru með þessum hressa hópi um verslunarmannahelgina 2023.

Saga völvunnar á Kálfafellsstað kvikmynduð

Tónleikarnir  í Kálfafellsskirkju voru mjög áhrifamiklir þetta árið og stundin við Völvuleiðið ógleymanleg. Þórbergssetur þakkar Sigrúnu Völu Valgeirsdóttur fyrir að hafa lagt í það stórvirki að kvikmynda sögu völvunnar og listamönnunum fyrir komuna og fjölbreyttan tónlistarflutning. Ólafur Helgi Noregskonungur sem var sagður bróðir völvunnar var verndardýrlingur Kálfafellsstaðarkir.kju frá því i frumkristni og sagan um völvuna ævaforn.  Steinunn Jónsdóttir og Svanlaug Jóhannsdóttir frumfluttu söng völvunnar, textinn er  eftir Sigrúnu Völu en lagið er eftir Unu Stefánsdóttur. Síðan var haldið niður að völvuleiðinu og þar var söngur volvunnar kvikmyndaður við völvuleiðið. Það verður gaman að sjá kvikmyndina þegar hún verður frumsýnd. Myndir Sigrún Sigurgeirsdóttir  

357832598 10229596442991664 3538367555467772097 n

362300726 10229596441191619 4690796110516728237 n357567613 10229596440551603 4242489011697985972 n

 

 

 

 

 

 

 

 

Mynd 2 Ólafsmessa nMynd 1 olafsmessa n358096965 10229596440991614 817445593317824321 n

Ólafsmessa í Kálfafellsstaðarkirkju

 Myndlýsing ekki til staðar.Tónleikar og helgistund í Kálfafellsstaðarkirkju í tilefni Ólafsmessu verða fimmtudagskvöldið 27. júlí kl. 20:00. Svanlaug Jóhannsdóttir er gestur á tónleikunum, og kynnir sig sem söngkonu sem segir sögur. Hún ber listamannsheitið Svana.

Dagskráin hefst með helgistund, síðan taka við tónleikar Svönu og þar frumflytur Svana lag sem er óður til völvunnar á Kálfafellsstað. Ljóðið um völvuna er eftir Sigrúnu Valgeirssdóttur kvikmyndagerðarkonu, en lagið eftir Unu Stefánsdóttur tónskáld. Undirleikari er Reynir del Norte.

Að loknum tónleikunum verður farið niður að leiði völvunnar undir Hellaklettum og þar verður endurfluttur óðurinn til völvunnar. Steinunn Jónsdóttir söngkona , ein af Reykjavíkurdætrum flytur þar tónverkið ásamt Svönu. Saga völvunnar og tónleikarnir í Kálfafellsstaðarkirkju hafa því haft áhrif á listsköpun nútímalistamanna og verða kirkjugestir sem mæta í kirkjuna og við Völvuleiðið vitni að merkum listgjörningi tengdum þessari ævagömlu sögu.

Allir eru velkomnir að njóta stundarinnar í Kálfafellsstaðarkirkju og við Völvuleiðið að kvöldi dags 27. júlí næstkomandi. 

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 194
Gestir þennan mánuð: ... 8731
Gestir á þessu ári: ... 16771