Skip to main content

Viðburðir og starfsemi árið 2010

Þórbergssetur hefur nú á fimmta starfsári sínu sannað tilverurétt sinn sem menningarsetur í sveit á Íslandi með öfluga starfsemi allt árið. Með undirritun rekstrarsamnings við mennta- og menningarmálaráðuneyti Íslands hefur Þórbergssetur fengið þá viðurkenningu að vera eitt af þremur rithöfundasöfnum Íslands og gegnir þar með mikilvægu hlutverki sem ein af menningarstofnunum Íslands.

Helstu verkefni á árinu 2010 eru eftirfarandi:

 • Félagsfundur Samtaka sögutengdrar ferðaþjónustu var haldinn í Þórbergssetri dagana 15 – 16 janúar 2010.
 • Heimsókn skiptinema Háskóla Íslands í Þórbergssetur 20. febrúar
 • Á afmælisdegi Þórbergs 12. mars kom Samkór Hornafjarðar í heimsókn og flutti söngdagskrá. Þórbergssetur var með stutta dagskrá um ála og lesnar voru álasögur úr bókum Þórbergs Þórðarsonar.
 • Opið var í Þórbergssetri yfir páskana og fjölmargir gestir lögðu leið sína í setrið að skoða sýningar og njóta þjónustu. Lesið er úr verkum skáldsins yfir málsverðum þegar það á við. Einnig haldin stutt fræðsluerindi um náttúru, mannlíf og umhverfi fyrir erlenda ferðamenn. Þar er m.a. bent á harða lífsbaráttu í nálægð við óvægin náttúruöfl, þjóðtrú, örnefni og sögur tengdar þeim.
 • Helgina 10. – 11. apríl var haldin árleg bridge- og hrossakjötsveisla í Þórbergssetri, sem um 50 manns sóttu hvaðanæva af landinu.
 • Alls dvöldu fimm gönguhópar og einn bókmenntahópur á Hala og í Þórbergssetri í maí, allir þessir hópar fengu leiðsögn eða fræðslu um umhverfið og mannlífið, lesið var úr verkum Þórbergs og veitingar voru beint frá býlinu Hala, Jöklableikja, Halalamb og annar þjóðlegur heimagerður matur.
 • Hópur nýútskrifaðara leiðsögumanna dvaldi á Hala 16. maí og fékk fræðslu og leiðsögn um staðinn.
 • Undir Hornafjarðarmána, söguþing sagnfræði og þjóðfræðinema Háskóla Íslands var m.a. haldið í Þórbergssetri föstudaginn 21. maí, en síðan var haldið austur eftir sýslunni og endað á Höfn í Hornafirði.
 • Fræðimenn dvöldu í fræðaíbúð viku í senn, m.a. nemar frá Listaháskóla Íslands að vinna verkefni tengt Þórbergssetri, nemar í bókmenntafræði við Háskóla Íslands o.fl.
 • Nemendur í umhverfis- og auðlindahóp Háskóla Íslands komu í heimsókn 4. júní og nutu fræðslu og þjóðlegra veitinga.
 • Opnuð var ný sýning, Fjallasýn. samvinnuverkefni með Skriðuklaustri, málverk og textar um Öræfajökul auk myndasýningar um gönguferðir á Öræfajökul.
 • Kór Mosfellssveitar og kirkjukórar Skeiða og Gnúpverjahrepps komu í heimsókn í Þórbergssetur í maí, nutu fræðslu og veitinga og sungu nokkur lög við góðar undirtektir heimamanna.
 • Njálumót var haldið í lok maí, þar leiddu saman hesta sína Bjarni E. Sigurðsson og Fjölnir Torfason og fjölluðu um m.a um Hornfirðinga í Njálu. Fjölnir og Bjarni mættust síðan á Hvolsvelli í lok ágúst og héldu áfram umræðu sinni um Njálu á hinni raunverulegu Njáluslóð.
 • Þórbergssetur var áfram með forystu fyrir söguslóðaverkefni. Undirbúið var gerð skiltis við Svínafell í Öræfum.
 • Þórbergssetur stóð fyrir tónleikum í Kálfafellsstaðarkirkju á Ólafsmessu 29. júlí ásamt sóknarpresti Séra Einari G . Jónssyni og voru þeir vel sóttir. Að þessu sinni voru það þau Guðný Guðmundsdóttir og Peter Maté sem heilluðu um 50 áheyrendur með fiðlu og píanóleik. Í lok dagskrár var farið í heimsókn að völvuleiði í landi Kálfafellsstaðar og gömul saga um Völvuna á Kálfafellsstað og mátt hennar rifjuð upp.
 • Málþing haustsins var alþjóðlegt þing tengt söguverkefninu og bara heitið Landnám norrænna og keltnestkra manna á Íslandi. Málþingið var vel sótt og fyrirhugað er að halda verkefninu áfram sem samstarfsverkefni milli Írlands, Skotlands og eyjanna í kring, Færeyja og Noregs. Ferðast var með fyrirlesara um söguslóðir í héraðinu, staldrað við á merkum sögustöðum og gestur nutu góðrar sögustundar á Djúpavogi með útsýni til Papeyjar.

DAGSKRÁ

Laugardagur 2. október

10:00 Setning: Dr. Þorvarður Árnason forstöðumaður Háskólaseturs Hornafjarðar

10:10 Dr. John Sheehan : Dicuil, the Navigatio and the Faroes: an archaeological perspective.

11:00 Kaffihlé

11:10 Dr. Kristján Ahronson, Pap-names, papar and the archaeology of early medieval monasticism: Implications and questions for early Iceland nd its north Atlantic context

12:00 Matarhlé

13:00 Marteinn Sigurðsson, The Meaning of Papýli: Some Problems and Possibilities

14:00 Heimsókn í Papbýli

17:00 Kaffi

17:30 Sögusýning í Þórbergssetri,umræður

19:30 Hátíðarkvöldverður  

Sunnudagur 3. október

10:00 Dr. Gísli Sigurðsson: Írsk áhrif á Íslandi. Hvaða máli skipta þau?

11:00 Kaffihlé

11:10 Dr. Andrew Jennings: 'Echoes of Dalriata in Iceland'

12:10 Hádegisverður

13:10 Samstarf, samantekt : Þorvarður Árnason og Soffía Auður Birgisdóttir fjalla um hugmyndir að áframhaldandi samstarfi

14:30 Ráðstefnuslit

 • Málþingið er hugsað sem upphaf á rannsóknarsamvinnu íslenskra og erlendra fræðimanna sem mun standa fyrir nokkrum málþingum og ráðstefnum; meðal annars er áætlað að halda stóra alþjóðlega ráðstefnu á Suðausturlandi árið 2013 eða 2014. Vinnuheiti rannsóknarinnar er VIKINGS AND CELTS IN SOUTH-EAST ICELAND: SAGAS, SOURCES AND SOCIETIES og markmiðið er að kanna möguleg tengsl Suðausturlands við nágrannalöndin – Færeyjar, Orkneyjar, Írland, Skotland og Noreg – á þeim tíma sem Ísland var numið. Nálgunin verður þverfagleg og leitað verður eftir samvinnu forleifafræðinga, sagnfræðinga, bókmenntafræðinga, málvísindamanna, mannfræðinga og þjóðfræðinga.

Um fyrirlesara:

Fyrirlesarar í flæðarmálinu við JökulsárlónJohn Sheehan er fornleifafræðingur við Háskólann í Cork á Írlandi og hefur rannsakað minjar um papa og frumkristni í Færeyjum. Kristján Ahronson er Vesturíslendingur og fornleifafræðingur við háskólann í Bangor í Wales. Marteinn Sigurðsson er norrænufræðingur við Kaupmannahafnarháskóla. Gísli Sigurðsson er rannsóknarprófessor við Árnastofnun, Háskóla Íslands. Andrew Jennings er rannsóknar-prófessor við Center for Nordic Studies á Orkneyjum.

 

 • Þórbergssetur ásamt Mál og menningu gaf út bókina In the Footsteps of a storyteller, a litterary walk with Þórbergur Þórðarson. Bókin er á þýsku og ensku og eru þar textar á gönguleiðum umhverfis Þórbergssetur.
 • Þórbergssetur gaf líka út lítinn bækling, A Wedding in Suðursveit og When I got pregnant, þýðingar á ensku á þessum tveimur sögum úr verkum Þórbergs
 • Áætlað er að um 6000 manns hafi sótt sýningar í Þórbergssetri árið 2009 og amk. 20.000 komið í húsið.
 • Forstöðumaður var með móttöku, kynningu og leiðsögn fyrir fjölmarga hópa og sérstakur starfsmaður var ráðinn í sumar til að sinna leiðsögn og afgreiðslu gesta á sýningar
 • Egill Helgason kom í heimsókn og tók upp langt innslag í þátt sinn Kiljuna sem var sýnt alþjóð miðvikudaginn 27.október.
 • Julian Darcy prófessor í enskum bókmenntum hefur lokið við að þýða bókina Steinarnir tala á ensku og verið er að leita að útgefanda. Þýðing á Íslenskum aðli á þýsku er lokið og vonandi kemur sú bók út fyrir næsta sumar.
 • Bókin Meistarar og lærisveinar eftir Þórberg Þórðarson var gefin út fyrir tilstilli Soffíu Auðar Birgisdóttur bókmenntafræðings. Þar er um að ræða handrit eftir Þórberg Þórðarson sem var inn á Þjóðarbókhlöðu og hann hafði lagt frá sér án þess að fullklára það. Mikill fengur er að útgáfu þessarar bókar og varpar hún ljósi á margt í lífi Þórbergs sem áður hefur verið hulið.
 • Fræðimenn hafa dvalið á Hala í fræðiíbúð viku í senn í október og nóvember Soffía Auður Birgisdóttir og Þóra Sigríður Ingólfsdóttir, unnið að doktorsritgerð u Þórberg og ritgerð í námi í stjórnunarfræðum. Fornleifafræðingarnir Birna Lárusdóttir og Elín Ósk Hreiðarsdóttir vinna við bók um menningarminjar og fornleifaskráningu, Guðrún Helgadóttir og Helgi Thorarenssen kennarar á Hólum vinna við könnun á bleikjueldi og rannsóknir á hestamennsku og Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir vinna við útgáfu á bók með bréfum til Þórbergs.
 • Starfsmannahópur frá Skýrr kom í menningarheimsókn í nóvember. Hópurinn naut fræðslu og leiðsagnar m.a. fræðsluerindi um bleikjueldi og skoðunarferð, fræðslu um Suðursveit, fræðslu um Þórberg, upplestur úr verkum Þórbergs, þjóðlegt efni og frásögur Steinþórs á Hala, og heimsókn á sýningu. Hópurinn naut sérstakra veitinga með hráefni frá Hala í kvöldverð og morgunverð og fylgdu sögur um framleiðslu og matargerð með réttunum.
 • Í desember var rólegt í Þórbergssetri, einstaka erlendir gestir komu við og nutu heimagerðra og þjóðlegra veitinga.
 • Unnið er að útgáfu texta á ensku, þýsku og frönsku um sýninguna, Textarnir verða í harðspjaldablokk og verða aðgengilegir erlendum ferðamönnum í byrjun árs 2011

 

Ljóst er að öflug starfsemi Þórbergsseturs er að skila samfélaginu í Austur Skaftafellssýslu nýrri vídd í ferða- og atvinnumálum sem tengist menningarferðaþjónustu og þá ekki síður fræðandi ferðaþjónustu. Fjölmargir erlendir og innlendir ferðamenn koma á staðinn og njóta dvalar og fræðslu og nærast á þjóðlegum mat úr héraði.

Þórbergssetur hefur tvær vefsíður, www.thorbergssetur.is sem er kynning á Þórbergssetri og www.thorbergur.is sem er fræðslusíða um Þórberg Þórðarson, Suðursveit og annað það er varðar starfsemi Þórbergsseturs.

Hönnuðir

Arkitekt og hönnuður byggingar eru Sveinn Ívarsson og Jón Þórisson. Hönnuður sýningar er Jón Þórisson. Textahöfundur sýningar er Jón Hjartarson leikari.

Upplýsingar

Í anddyri Þórbergsseturs er upplýsingamiðstöð þar sem starfsmenn Þórbergsseturs fræða gesti um starfsemi setursins, Þórberg Þórðarson og sögu Suðursveitar. 

Gestakomur


Gestir í dag: ... 0
Gestir þennan mánuð: ... 27
Gestir á þessu ári: ... 104549